blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 20
20 I HÖBTWttN
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 bla6ið
Hönnun snýst um að hugsa
Sýningarbás Iðnskólans hlautþriðju verðlaun.
í Iðnskólanum í Reykjavík (IR)
hefur verið starfrækt litnáms-
braut í hönnun á framhaldsskóla-
stigi í meira en tíu ár. Frá upphafi
hefur brautin verið starfrækt sem
fornám en hún getur einnig nýst
sem góður almennur grunnur
og sem tenging fyrir hin fjöl-
breytilegustu starfssvið. Fyrir
skemmstu vann sýningarbás IR
þriðju verðlaun fyrir hönnun
á sýningarbás á sýningunni
Verk og vit sem haldin var í
Laugardagshöll.
Á sýningunni var megináhersla lögð
á fagmennsku, aukna þekkingu og
tækninýjungar í byggingariðnaði og
mannvirkjagerð en örar framfarir
hafa orðið á þessu sviði undanfarin
ár. Iðnskólanum var boðið að taka
þátt í sýningunni og þar kynnti
hann starfsemi sína.
Baldur J. Baldursson brautarstjóri
hönnunarbrautar IR segir að efnt
hafi verið til samkeppni á hönnun-
arbraut skólans og fékk vinningshaf-
inn að sýna hönnun sína á sýning-
unni. Laufey Björg Sigurðardóttir
Laufey Björg Sigurðardóttir, sem hannaði sýningarbásinn sem varð í þriðja sæti.
VIÐSKIPTI &
FJÁRMÁL
HEIMILANNA
Mánudaginn 27.mars.
..........MaMAm =
Auglýsendur, upplýsingar veita:
Kolbrún Ragnarsdóttii • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net
Ellert Ágúst Pálsson • Sími 510 3746 • Gsm 869 9903 • elli@bladid.net
Bjarni Daníelsson • Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjarni@bladid.net
hannaði básinn sem hlaut þriðju
verðlaun á sýningunni en hún
fékk síðan nemendur í húsasmíði,
húsamálun, margmiðlun, grafískri
miðlun og rafvirkjun til liðs með sér
til að koma að uppsetningu sýning-
arbássins. Þá útbjuggu nemendur
í ljósmyndun myndefni sem var
notað í básnum.
Þess má geta að sýningarbás
fyrirtækisins Smellinn hf. á Akra-
nesi var valinn athyglisverðasti
básinn á sýningu Verks og vits og í
öðru sæti varð sýningarbás MEST,
sem er fyrirtæki á bygginga- og
framkvæmdamarkaði.
Básinn vakti athygli
Baldur segir básinn hafa vakið
milda athygli á sýningunni en í
honum var fullt af smágluggum þar
sem sýndar voru myndir úr skóla-
starfinu og fyrirsagnir sem endur-
spegluðu námsframboð skólans.
„Állir þeir nemendur sem komu að
hönnunarverkefninu fengu einingar
fyrir það óháð því með hvaða hætti
framlag þeirra var. Þessir nemendur
eru að undirbúa sig undir frekara
hönnunarnám í arkitektúr en í IR er
einnig hægt að ljúka stúdentsprófi
af listnámsbraut. Eftir það geta
nemendur sótt um nám í hönnun á
háskólastigi.“
Baldur segir þátttöku iðnskóla-
nema á sýningunni Verk og vit veita
nemendum einstakt tækifæri til að
fylgja hugmynd eftir frá upphafi til
enda. „Með því að taka þátt í sam-
keppni af þessu tagi fá nemendur
tilfinningu fyrir því hvernig hug-
myndin virkar og sjá viðbrögð fólks
við henni.“ Baldur segir það mis-
■ j f
’£ •
f
&
Formfræðiverkefni sem Laufey vann í hönnunarbraut Iðnskólans í Reykjavík.
skilning að hönnun snúist eingöngu
um að framleiða hluti því hún snúist
einnig um að hugsa, setja sig í spor
sérfræðinga og taka þátt í vinnu
með þeim. Baldur segir að hönnun
geti bæði verið starf og áhugamál.
Reynslunni ríkari
Laufey, sem lenti í þriðja sæti hönn-
unarkeppninnar segir að verkefnið
hafi tekið tvo mánuði og bætir við
að hún sé reynslunni ríkari eftir
í m,
að hafa tekið þátt í keppninni. „Ég
útkrifast frá IR eftir ár og er að
sækja um nám í arkitektúr fyrir
næsta ári og vonast til að komast að
í Listaháskóla íslands eða á Norður-
löndunum." Laufey hefur áður lokið
námi í tísku-, leikhús- og ljósmynda-
förðun og hefur starfað við förðun í
Þjóðleikhúsinu.
hugrun@bladid.net
! ‘tfj
í 1
- ■'t’' 1 '
W
■:B S
Sýningarbás Iðnskólans í Reykjavík sem hannaður var og smíðaður í nemendum skólans og varð í þriðja sæti á sýningunni Verk og vit.
GOÐ RAÐ
GARÐHEIMA:
í vorfrostum er gott að breiða
yfir viðkvæman gróður, svo sem
sígrænar plöntur og viðkvæmari
rósir.
Acryldúkur: 2 m breiður,
Kr. 110 pr. mtr.
Weber grillin vinsælu:
Enn á gamla góða verðinu!
aor
250 kr.
O
GARÐHEIMAR
heimur heillandi
hluta og hugmynda
Stekkjarbakka 6 - Simi 540 3300
www.gardheimar.is - gardheimar@gardheimar.is