blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 25
blaöiö FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006
ÁLIT I Í25
Sjálfhverfan kvödd
Hrafnkell
Lárusson
skrjfar á
vefinn www.
hugsandi.is
Hnattvæðing,
ferðalög til fjar-
lægra landa og
aukin samskipti
milli ólikra menn-
ingarhópa auka
nauðsyn á skiln-
ingi og þekkingu á
hugsunarhætti og
bakgrunni annars
fólks sem og áhuga
á því sem er frá-................
brugðið nánasta umhverfi. „Hinir“
sem áður voru fjarlægir og framandi
eru nú nær „okkur“ en þeir voru fyrir
5, xo, eða 20 árum síðan. Því virðist
óumflýjanlegt að „heimsmenningin“
(þ.m.t. íslensk menning) víkki sjón-
deildarhringinn og við reynum að
skilja hagi og reynslu annarra.
Hugarfarsleg sjálfhverfni - það að
láta orð sín og verk nær eingöngu snú-
ast um sjálfan sig og reyna að sveigja
heiminn að eigin persónu í stað þess
að víkka skilning sinn - er á undan-
haldi enda þreytandi, einhæf og inn-
antóm. Sjálfhverfnin hefur þó verið
sterk og nokkuð áberandi í íslensku
menningarlífi og víðar undangengin
ár. Tilhneigingin til að varpa ljósi á
eigin persónu hefur t.d. orðið höf-
uðeinkenni margra sem skrifa eða
tjá sig i sjónvarpi og útvarpi. Hvort
sem er á sviði dægurmenningar, bók-
mennta eða fræða hefur ekki þurft
að leita lengi að persónum sem eru
tilbúnar að leggja töluvert á sig til
þess að halda athygli á sjálfum sér, at-
hyglinnar vegna.
I fjölmiðlum eru álitsgjafar reglu-
lega kallaðir til leiks. Þetta eru fá-
einir nafntogaðir einstaklingar sem
flestir voru plássfrekir í fjölmiðlum
fyrir, en til að rödd þeirra ómi enn
sterkar, gefa þeir sig að því að gefa
álit í tíma og ótíma - um hitt og þetta.
Gildir einu hvort þeir hafa nokkra
þekkingu umfram hvern annan íbúa
landsins á því sem þeir eru beðnir
að tjá sig um. Álitsgjafarnir mæta
vopnaðir sannfæringunni um að
þeir hafi vit á því sem um er spurt,
sama hvað það er. Pistlahöfundar, í
sama anda, hafa líka stigið fram
með sjálhverfum og uppskrúfuðum
þönkum um lítil, engin eða í besta
falli mjög hversdagsleg efni. Orð
þeirra eru jafnan skreytt visunum
sem þurfa ekki endilega að tengjast
umræðuefninu. Hlutverk þeirra er
að varpa ljóma á þann sem talar og
undirstrika hversu greindur hann
er og mikill heimsborgari. Að baki
vaðalsins er stundum meðvitað tóma-
rúm sem á bæði að vera gáfulegt og
fyndið. Þessir spekingar samtímans
gagnrýna gagnrýni á gagnrýni, um
málefni sem allir hafa gleymt hvað
var, og svara athugasemdum með
því að sá sem þær gerir skilji ekki
spaugið. Sé ekki nógu lærður (lesist
= hafi ekki lesið sömu bækur og spek-
ingurinn). Þessi menningar- og sam-
félagsrýni virðist hafa þann tilgang
einan að vekja athygli á þeim sem
setur hana fram en hún bíður ekki
upp á lausnir eða leiðir sem hægt er
að taka alvarlega.
Spjallþættir eru uppáhaldsvett-
vangur þeirra sem elska að heyra
eigin rödd og vita af öðrum vera að
horfa á sig. Augun eru enda sterk-
asta skynfæri samtímans og að þeim
beinast jafnan þeir kraftar sem vilja
fá okkur til að sinna skyldum okkar
sem neytendur. í spjallþáttum er best
að vera stjórnandi. Nokkrir fyrrver-
andi og núverandi þáttastjórnendur
í íslensku sjónvarpi hafa tileinkað
sér þann stíl (sem er fjarri því íslensk
uppfinning) að vera helst meira með
orðið og meira í mynd en viðmælend-
urnir. Viðmælendurnir verða því á
tíðum eins og borðskraut í stúdíóinu
á meðan stjórnandinn eys af óþrjót-
andi brunni athyglissýki sinnar.
Augu neytenda (því öll erum við
jú fyrst og fremst neytendur) eru
beisluð með öðrum hætti á ritvell-
inum. Mikið notað stílbragð þar er
ákveðin útfærsla persónusköpunar.
Hún felst i að skapa sjálfum sér auka-
sjálf sem verður eins og vangasvipur
höfundarins. Aðeins öðruvísi en
samt sama persónan. Síðan er hin
sjálfhverfa einræðuhefð klædd í bún-
ing samræðna milli „persónanná'
tveggja. Úr verður lítið ljóð, saga eða
leikrit þar sem sami einstaklingur-
inn, klæddur i mismunandi búninga,
keppist við að tala við sjálfan sig.
Sú einblíni á einstaklinginn sem
svo mjög hefur látið fyrir sér fara
í íslenskri menningu hefur leitt til
sellumyndunar og þrengingar á sjón-
deildarhring. Það er vís vegur til and-
legrar stöðnunar að umgangast ein-
litan hóp fólks. Gildir þá einu hvort
hópurinn er togarasjómenn, FM-
hnakkar eða fræðilega þenkjandi
kaffihúsarottur í Hundrað og einum,
svo tilviljunarkennd dæmi séu tekin.
I samlitum og þröngum hópum er
sú hætta yfirvofandi að sameigin-
lega einkenni hópsins séu hafin upp
sem hin einu réttu viðmið. Þar getur
verið um að ræða lífssýn, bókmennta-
smekk, pólitískar skoaðnir, o.s.frv.
En þetta getur einnig fallið í þann far-
veg að (for)dómar hópsins beinist að
ákveðnum hópum samfélagsins sem
verða þannig annað hvort „inn“ eða
„út“ og eru atyrtir eða lofaðir í sam-
ræmi við það. Svipað getur hent þá
sem fylgja leiðtogum í blindi. Þeim
sem láta andlega leiðtoga (t.d. pólit-
íska eða fræðilega) stjórna hugsun
sinni og beina henni í kviar. Þeir sem
velja þá leið kunna að græða eitthvað
á spektinni en þeir taka i leiðinni upp
bábiljur leiðtogans og framlengja
líf þeirra. Þannig geta fordómar og
meinlokur öðlast framhaldslíf.
I ljósi atburða í samtímanum, t.d.
deilunnar vegna múhameðsmynd-
anna, er augljóst að við megum
ekki við þvi að lokast frekar inn í
þröngum heimi okkar eigin sjálfs,
í vestræna (of)neyslusamfélaginu
okkar. Við verðum að sjá út fyrir
það og nánasta umhverfi þess. Það
er tímabært að hætta að góna af inni-
legri aðdáun á eigin spegilmynd og
beina skilningarvitunum að því sem
er framandi. Hætta að láta augun og
síbylju talaðrar dægurmenningar
stjórna hugsun okkar heldur virkja
sem flest skilningarvit og horfast 1
augu við það að sú menning sem við
þekkjum er hvorki æðri né merki-
legri (eða óæðri og ómerkilegri) en
menning annarra.
Framtíðin er ekki meiri sam-
bræðsla eða endurvinnsla ólíkrar
menningar, frá ólíkum svæðum
og tímum, heldur skilningur á sér-
kennum ólíkrar menningar og aukin
viðurkenning á nauðsyn þess að sér-
kennin haldist. Eftir andlegan doða
tímabils endurvinnslu og markaðs-
settra menningarkokkteila höfum
við þörf fyrir sköpun byggða á skiln-
ingi á því sem er framandi. Ég bind
vonir við að framundan sé tímabil
þar sem fólk eyðir meiri tima og
orku í að skapa og byggja eigin per-
sónuleika og sjálfsmynd, út frá þekk-
ingu á högum, menningu og reynslu
annarra. Þann tima og orku mætti
taka frá því að básúna og „stjarngerá’
hversdagsleika eigin tilveru og halda
fram sem tímamótaviðburði.
mm