blaðið - 12.04.2006, Page 17

blaðið - 12.04.2006, Page 17
m—p Lærðu að lesa hraðar í Hraðlestrarskólanum | SÍÐA18 Alvarlegar afleiðingar eineltis hjá börnum | SfÐA 20 Falleg og litrík barna- föt fyrir alla krakka | SlÐA 21 • »***#• *.••••••••• Góð ráð við svefn- vandamálum barna í bókinni Draumaland | SÍÐA 23 Veröld barnsins - hlutir og leiktæki fyriröll börn | SÍÐA 23 Unglingar berjast gegn stóriðju | SÍÐA 24 AUGLÝSINGASÍMIAUKABLAÐA 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Notalegur morgunn með börnunum Morgunstund gefur gull í mund Á þeim heimilum þar sem báðir for- eldar vinna úti og börn ganga í leik- skóla eða skóla gefst sjaldan tími til samverustunda á morgnana. Þvert á móti ganga morgnarnir iðulega þannig fyrir sig að eftir að haninn galar og fjölskyldumeðlimir rísa úr rekkju er morgunmaturinn borð- aður í snarhasti og heimilismenn skunda út. Eins og gefur að skilja gefst ekki mikill tími til samræðna eða skemmtilegra stunda þegar annríki er mikið og þurfa þá slíkar stundir að bíða betri tíma. Hins vegar er að sjálfsögðu um að gera fyrir fjölskyldur að njóta þeirra morgna saman þegar allir eru í fríi og þar eru helgarnar væntanlega hentugastar fyrir flesta. Þá getur verið ansi skemmtilegt að leyfa börnunum að koma upp í rúm til mömmu og pabba og spjalla við þau um það sem á daga þeirra hefur drifið, spyrja foreldrana spjörunum úr, nú eða skiptast á skemmtilegum bröndurum. Oll börn hafa þörf fyrir góðar stundir með foreldrum og það er að sjálfsögðu gagnkvæmt. Vitið til! Það er ákveðinn sjarmi yfirþægilegum morgunstundum fjöl- skyldunnar á góðum morgni. Þá eiga yfirleitt allir það sameiginlegt að vera úthvíldir, nývaknaðir og hálfmygl- aðir og stemningin getur orðið afar sérstök. Samverustundir geta verið afar innihaldsríkar og gefandi, auk þess sem varla er hægt að hugsa sér betri aðstæður til að byrja daginn! halldora@bladid.net Er barnið þitt með létt og góð gleraugu? Gleraugnaverslunin í Mjódd Álfabakka 14 • 109 Reykjavík • Sími: 587 2123 www.gleraugnaverslun.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.