blaðið - 12.04.2006, Page 18

blaðið - 12.04.2006, Page 18
18 I BÖRN MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 blaöiö Lœrðu að lesa hraðar Hagnýt og skemmtileg námskeið fyrír þá sem vilja auka afköstin Hraði þjóðfélagsins er mikill í dag og sjaldan hefur þörf fyrir tækni tií þess að komast hraðar yfir upp- lýsingar verið jafnmikil og nú. Að- gangur okkar að upplýsingum hefur aukist mikið og það upplýs- ingaflæði sem okkur berst hefur að sama skapi aukist til muna frá því sem áður var. Þetta gerir það óneit- anlega að verkum að lestrarhæfni skiptir sköpum og hraðlestur getur gert gæfumuninn - námsmönnum og öllum öðrum til hagsbóta. í 25 ár hefur Hraðlestrarskólinn haldið hraðlestrarnámskeið og mik- ill fjöldi Islendinga hefur leitað á þeirra náðir með það fyrir augum að auka afköst sín og spara þannig tíma. Námskeiðin hafa reynst afar árangursrík og mikill fjöldi hefur aukið við lestrarhraða sinn og bætt þannig styrk í námi, atvinnu eða einkalífi. Hér eru börn engin und- antekning, en sífellt fleiri börn og unglingar sækja námskeiðin og auð- velda sér þannig vinnubrögð í skóla. Jón Vigfús Bjarnason, skólastjóri Hraðlestrarskólans, segir námið afar hagnýtt fyrir ungt fólk sem er að byrja sín fyrstu skref í lífinu. „Við erum að fá til okkar krakka frá 15 ára aldri, þó svo að sumir komi yngri ásamt foreldrum sínum. Skóla- fólk er auðvitað fljótara að hlaupa yfir námsefnið eftir að hafa sótt námskeðin og þar fyrir utan er þetta mjög góður grunnur fyrir framtíð krakkanna.“ Að sögn Jóns hafa allir gott af því Það getur hjálpað krökkum mikið að auka afköst sín í lestri, auk þess sem meiri tími gefst til annarra hluta fyrir vikið. að spara sér tíma og geta þannig stundað íþróttir eða annað sem hugurinn stefnir á. „Fólk fer að lesa mun hraðar og meðallestur hvers dags verður minni en áður. Þá gefst auðvitað meiri tími í allskyns tóm- stunda eða það sem fólk vill og er þetta sérstaklega gott fyrir krakka, sem margir stunda t.d. íþróttir af 99................................... Með þessu móti er fólk í rauninni að búa til klukkustundirnar og það er alls ekki slæmt þegar tíminn er afeins skornum skammti og reynist vera hjá mörgum í dag. einstðk tvöföld virkni Fjarlægir ey hreinsar og leysir upp ‘einfalt í notkun. *öruggt og áhrifaríkt fyrir alla fjölskylduna. *staðfest með rannsóknum. Frekari upplýsingar Ýmus ehf Fæst í lyfjaverslunum um land allt lewb6 \ OeanEai \ Mt'tpray | 'irfarwa* t -4 ' I HJÁ OKKUR FÁIÐ ÞIÐ MIKIÐ ÚRVAL AF KERRUM OG VÖGNUM FYRIR BÖRNIN am Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is kappi,“ segir Jón og bætir við að í lok námskeiðsins hafi nemendur öll þau tól sem þau þarfnast til að viðhalda þeim árangri sem hefur myndast á námskeiðinu. „Það er ekkert því til fyrirstöðu að fólk haldi áfram að tileinka sér tæknina og haldi sér við í lestrinum. Hvað framtíðina varðar þá getur það að sjálfsögðu skipt miklu máli að við- halda árangrinum svo hann tapist ekki niður.“ Kostnaðurinn borgar sig fljótt til baka Námskeið Hraðlestarskólans eru ýmist 6 vikur eða 3 vikur í senn, ef fólk sækist eftir hraðari yfir- ferð. Það er ekki hægt að segja að námið sé dýrt, en hvert námskeið kostar 29.500 krónur, og fylgir því æviábyrgð. Með æviábyrgð er átt við það að ef nemandi, sem setið hefur námskeið, telur sig hafa misst eitthvað niður getur hann hvenær sem er setið upprifjunarnámskeið, honum að kostnaðarlausu. „Það skiptir okkur miklu máli að geta tekið við fólki aftur síðar ef viðkomandi kýs að gera það,“ segir Jón. „Fólk virðist nýta sér þennan kost mikið og margir koma aftur til okkar, þó svo að mörg ár líði á milli. Fólk klárar kannski háskólanám, fer út á vinnumarkaðinn í nokkur ár og síðan í meistaranám. Þá getur verið sniðugt að koma til okkar og rifja að- eins upp svo að námið verði auðveld- ara og þægilegra yfirferðar. “ Jón segir peninginn ansi fljótan að borga sig, ef tekið er mið af þeim kostum sem fylgja auknum lestr- arhraða. „Með þessu móti er fólk í rauninni að búa til klukkustund- irnar og það er alls ekki slæmt þegar tíminn er af eins skornum skammti og reynist vera hjá mörgum í dag. Við erum flest í þeirri stöðu að við þurfum að lesa mikið dagsdaglega og þetta getur sparað mikinn tíma og auðveldað fólki.“ PÁSKAR Á AKUREYRI ...skíöasnjórinn er á Akureyri í ár! 0^ ■' wsr S* vTá , MMI WM 1 •mt> . £ ttll-ðQlfÍOll Verib velkomin! Akureyri www.hlidarfjall.is Það læra börn- in sem fyrir þeim er haft Börn fylgjast stöðugt með for- eldrum sínum og taka gjarnan mið af þeirra gjörðum þegar þau framkvæma sjálf. Börnin endurtaka það sem foreldarnir segja og hegðun foreldra getur eins endurspeglast hjá barn- inu. Þess vegna er mikilvægt að foreldrarnir leggi línurnar varðandi gott og næringarríkt mataræði hjá sjálfu sér, sem og börnunum, og reyni þannig að temja þeim hollan lífsmáta. Ef foreldrar dreypa á gosdrykkjum og borða sælgæti í gríð og erg fyrir framan börnin getur verið erfiðara en ella að banna þeim slíkt hið sama! Ávextir og grænmeti alla daga! Holl næring er öllum börnum nauðsynleg og því er mikilvægt að hugað sé vel að mataræði barna sem eru að taka út þroska. Auðvitað má stundum bregða útaf vananum á nammidögum, eða við önnur tilefni, en best er að reyna eftir fremsta megni að gefa börnum holla og næringar- ríka fæðu. Það er engum blöðum um það að fletta að börn í dag borða ekki nógu mikið af ávöxtum og grænmeti. En þessu geta allir foreldrar og aðrir umsjónar- menn barnanna breytt. Gott er að setja ákveðnar reglur sem börnin venjast, t.d. að alltaf þurfi að borða einn ávöxt með morgunmatnum og síðan há- degismatnum, auk þess sem ávextir og grænmeti séu í boði á milli mála. Með því að venja börn á grænmetis- og ávaxta- neyslu dag hvern eru mun meiri líkur á auknu heilbrigði og hressileika barnanna. Svo má ekki gleyma lýsinu eða öðru D-vítamíni, sem taka skal inn á hverjum morgni, að ógleymdu vatninu sem er öllum börnum nauðsynlegt í miklum mæli.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.