blaðið

Ulloq

blaðið - 12.04.2006, Qupperneq 25

blaðið - 12.04.2006, Qupperneq 25
blaðið MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 ÝMISLEGT I 25 Verðmerking- um ábótavant Verðmerkingar eru mun lakari nú en fyrir ári samkvæmt nýrri könnun Neytendastofu á verð- merkingum á samtals 3950 vörum í 79 matvöruverslunum. Þetta kemur fram á heimasíðu Neytendastofu. Könnunin sýndi að ósamræmi var í verðmerkingum eða hreinlega að engin verðmerk- ing var til staðar í alls 12,2% tilfella en í sambærilegri könnun fyrir ári var þessi tala 5,2%. Tilgangur þess- ara kannana er að athuga hvort samræmi sé á milli verðmerkinga í hillu og verðs í afgreiðslukassa. I könnuninni kom i ljós að í 5,6% tilvika var varan óverðmerkt í hillu og í 3,3% tilfella þurfti að greiða hærra verð á kassa en verð- merking á hillu sagði til um. I 3,2% tilvika var varan hinsvegar á lægra verði á kassa en í hillu. Óviðunandi niðurstöður Að mati Neytendastofu eru þessar niðurstöður óviðunandi og er Neyt- endastofu heimilt samkvæmt lögum að beita stjórnvaldssektum vegna brota sem þessum. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar verslunum en Neytendastofa mun kanna ástandið fljótlega aftur og verði það ekki bætt verður sektarúrræðum beitt. Bónusvídeó óttast ekki samkeppnina DVD-diskar sem ekki þarf að skila komnir á markað. 1 byrjun mars komu á markað svo- kallaðir 48 tíma DVD diskar sem eru þannig útbúnir að innihald disksins eyðist á 48 tímum og þar með hverfur sú kvöð að skila diskinum. Hjá Hagkaupum eru 18 titlar í boði af þessum diskum og eiga myndgæði að vera þau sömu og á öðrum DVD diskum. Kristinn Hall aðstoðarmaður innkaupa- manns hjá Hagkaup segir diskinn renna út á 48-72 tímum. „Verð disksins er 500 krónur og ég á von á að þessi tækni gæti orðið sam- keppnishæf við vídeóleigurnar ef efnið á þeim væri nýrra." Kristinn segir að fyrsta mánuðinn eftir að salan hófst hafi 300 diskar af 48 tíma diskunum verið seldir. VHS spólur á útleið Þorvaldur Þorláksson, fram- kvæmdastjóri Bónusvídeós segist ekki óttast samkeppni svokallaðra 48 tíma diska þar sem efnið á þeim sé eldra en það sem vídeóleigurnar hafa upp á að bjóða. Hann segir að vissulega sé alltaf eitthvað um van- skil en meirihluti viðskiptavina Bónusvídeós skili þeim spólum sem teknar séu á leigu og því ekki ástæða til að taka upp 48 tíma diska sökum þess. „Það er hinsvegar staðreynd að DVD diskar eru að taka við af gömlu VHS spólunum á mark- aðnum. Myndir koma nánast ekki út á VHS spólum lengur og um síð- ustu mánaðamót voru 95% útlána í DVD diskum.“ hugrun@bladid.net ■ 2. TBL.. APRÍL 2006. VERÐ 990 KR D/L)liJ JJJHJJJJJJD TJ llJli !J\I 03 BjÍÚDÍÍAUP Á HJi'JO 'UIiETÍ. UísJU;U3J3JjVJji\íí fÍÁitiik) t v&s&irh&amjn / Tjq & < i; i r oSl\ailSS\ol Meðfíöngujóáa jff f|ir| r 9 1* v M % 1 furir [1 ri § 1 fn iii11 mJlk |t J || |Lj| k || || 1 ILJI 1 I K

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.