blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 6
6 I ntfNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 blaöiö r RÆKTAÐU VINA- 0G FJÖLSKYLDUBÖNDIN Pantaðu fermingarskeyti í síma 1446 eða á netfanginu www.postur.is. Atvinnuleysi minnkar enn Atvinnuleysi mældist aðeins 1,5% í marsmánuði og minnkaði um o,i% milli mánaða. Alls voru skráðir rúmlega 50 þúsund atvinnuleys- isdagar í mánuðinum, sem jafn- gildir því að rétt rúmlega 2.100 manns hafi að meðaltali verið án vinnu í mánuðinum. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofn- unar um atvinnuleysi sem gefin var út í gær. Ef tölurnar eru flokkaðar eftir kynjum kemur í ljós að atvinnu- leysi kvenna er alls staðar meira en atvinnuleysi karla. Karlmenn á Vesturlandi þurfa til að mynda vart að kvíða því að vera án vinnu því aðeins 0,4% atvinnuleysi er meðal karlmanna í fjórðungnum. Á sama tíma mælist atvinnuleysi meðal kvenna 1,5%. Mest er atvinnuleysi hjá báðum kynjum á Norðurlandi eystra. Hjá konum mælist það 3,9% en hjá körlum 1,8%. Ljóst er að einhverja vinnu er að fá fyrir þá sem nú eru án vinnu því alls voru tæplega 800 laus störf skráð hjá Vinnumálastofnun í lok marsmánaðar. Flest þeirra voru á Austurlandi, eða rúmlega 260. Langtímaatvinnulausum fjölgar Vinnumálastofnun heldur sérstak- lega utan um þann hóp sem verið hefur án vinnu í sex mánuði eða lengur, en það flokkast undir langtímaatvinnuleysi. Fjölgað hefur lítillega í þessum hópi eftir mikla fækkun síðustu mánuði þar á undan. Fjöldi langtímaat- vinnulausra er nú kominn niður undir það sem var á árinu 2002, eða um eða innan við 600 manns. Búast má við nokkurri fjölgun þeirra næstu mánuði, en langtíma- atvinnulausum hefur síðustu ár jafnan fjölgað nokkuð á vormán- uðum og fram á sumar. AA-samtök- in fagna 52 ára afmæli AA-samtökin á Islandi fagna 52 ára afmæli á morgun, föstudag, og verður af því tilefni haldinn afmælisfundur í Laugardalshöll- inni. Fundurinn hefst klukkan 20.30 og eru allir velkomnir. ÁA-samtökin á íslandi voru stofnuð föstudaginn langa árið 1954 og hefur þessi dagur verið hátíðar- og afmælisdagur sam- takanna burtséð frá því hvaða mánaðardag hann ber upp á. í dag eru starfandi um 343 deildir á vegum samtakanna víðs vegar um land og þar af um 156 í Reykjavík. Þá starf- rækja samtökin um 20 deildir erlendis. ísland í efsta sæti Hvergi í heiminum eru fleiri áskrifendur að breiðbandsþjón- ustu en á íslandi samkvæmt samantekt OECD yfir háhraða- tengingar við Netið. Alls eru 26,7% íbúa hér á landi með breiðbandstengingu en í Suður-Kóreu, sem er í 2. sæti á listanum, er hlutfallið 25,4%. Þriðja sætið skipa svo Hollend- ingar og loks Danir það fjórða. Bandaríkjamenn eiga þó flesta áskrifendur að breiðbands- þjónustu í hausum talið en þeir eru um 49 milljónir þar í landi. Verulegur skortur er á úrræðum fyrir hópmálsóknir á fslandi að mati Neytendasamtakanna. For- maður samtakanna segir úrræða- leysið valda því að neytendur geti ekki sem einn hópur lögsótt fyrirtæki sem brjóti á rétti þeirra. Stefna samtakanna á hendur einu olíufélaganna vegna ólögmæts verð- samráðs bíður enn efnismeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Bíður efnismeðferðar Neytendasamtökin höfðuðu próf- mál gegn einu olíufélaganna síðasta sumar vegna ólögmæts verðsam- ráðs. Markmiðið var að reyna að skýra lagalega stöðu neytenda gagn- vart olíufélögunum þar sem ekki er fyrir hendi úrræði til hópmálsókna hér á landi. í tengslum við það óskuðu sam- tökin eftir nótum og reikningum neytenda yfir viðskipti þeirra við olíufélagið. Málið hefur nú beðið efnismeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í tæpt ár en verður tekið fyrir um leið og niðurstaða liggur fyrir í máli olíufélaganna gegn samkeppnisyfirvöldum. Á heimasíðu samtakanna kemur fram að þar sem mikill dráttur hefur orðið á efnismeðferð málsins sé ástæða til að efast um hvort það hafi tilætluð áhrif. Hluti krafna Neytendasamtakanna á hendur olíufélögunum er byrjaöur aö fyrnast. Verulegur skortur Að sögn Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakanna, er verulegur skortur á úrræðum fyrir hópmálsóknir hér á landi. Hópmál- sóknir mundu gera fólki kleift að höfða eitt sameiginlegt mál gegn olíufélögunum en ekki mörg ein- stök eins og löggjöfin krefst núna. „Þegar við vorum að vinna í þessu olíumáli þá fundum við að það sár- vantar svona löggjöf til að tryggja hagsmuni neytenda þegar er verið að brjóta á þeim.“ Jóhannes segir dýrt að vera að höfða mörg mál sem snúist í grund- vellinum um það sama. Hann segir Neytendasamtökin ekki hafa fjár- hagslegt bolmagn til að standa í mörgum málaferlum. „Lög um hóp- málsóknir hafa verið lengi við lýði í Bandaríkjunum. Þetta er komið inn í löggjöf bæði í Noregi og Svíþjóð og Finnar og Danir eru á fullu að undir- búa þetta hjá sér. Ég sé því ekki nein rök sem ættu að standa í vegi fyrir því að þessu sé kippt í liðinn hér á landi. Svona lög mundu gera okkur kleift að höfða eitt mál á hendur ol- íufélögunum fyrir hönd allra sem til okkar hafa leitað." Þá segir Jóhannes útlit fyrir að ein- hver hluti þeirra krafna í því máli sem nú bíður efnismeðferðar muni fyrnast. „Það er tíu ára fyrningar- frestur þannig að allt sem gerðist fyrir 1996 er byrjað að fyrnast. En þetta er frekar lítill hluti. Samkvæmt lögmanni okkar höluðu olíufélögin mest inn á verðsamráðinu gagnvart almenningi eftir 1996.“ Segir skort á lagalegum úrræðum skaða neytendur Formaður Neytendasamtakanna segir erfitt fyrir neytendur að leita réttar síns. Hann efast því um að prófmál samtakanna gegn olíufélögunum komi til með að skila tilœtluðum árangri.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.