blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 23
blaðiö FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 VIÐTAL I 23 99.............................................................. Auðvitað gekk ég í gegnum trúarlegt gelgjuskeið og það oftar en einu sinni og efaðist um ýmislegt. En ég hefaldrei efast um að Cuð er. Það er hægt að hafa efasemdir í höfðinu og það er hægt að glíma við það að láta hlutina ganga upp í rökrænu samhengi, en í hjarta mínu hefég aldrei efast. á hlutina út frá öðru sjónarmiði en því sem er drifið áfram af gríðarlegri hörku þá er strax hrópað: „Fordómar! Fáfræði! Mannhatur!" Þetta er þöggun. Fólk sem hefur sjónarmið og skoðun og vill standa vörð um ákveðin gildi er ásakað um fordóma og fáfræði, eitthvað ljótt, eitthvað sem er ósæmilegt. Afleiðingin er sú að það dregur sig inn í skel. Rökræðan er ekki leyfð og það er hættulegt. Þá stöndum við frammi fyrir þvi að það er bara eitt sjónarmið leyft í samfélaginu. Ég taldi skyldu mína að lýsa yfir viðhorfum í umræðu sem ég taldi að væri opin í okkar samfélagi og hver og einn mætti hafa skoðun á. Ég tel það líka skyldu mína að halda fram hinu hefðbundna viðhorfi í þessum efnum. í þessari umræðu er mikið klifað á fordómum, fáfræði og þvergirðingshætti mínum og kirkjunnar. Ég tel þetta vera fjarri sanni því þjóðkirkjan hefur stutt samkynhneigða í réttindabaráttu þeirra. Það eru mörg ár síðan ég gaf prestum heimild til að hafa athöfn í kirkju varðandi staðfesta samvist samkynhneigðra. Það er rangt þegar dregin er upp mynd af kirkjunni sem fjandmanni hinna samkynhneigðu í þessu samfélagi. Það er einfaldlega fölsun. Svo má minna á að þessi mál eru í farvegi innan kirkjunnar og þar er unnið eftir verkferli sem ætlað er að ljúki á næsta ári. Það er mikilvægt að ráðrúm gefist til opinnar og einlægrar umræðu og skoðanaskipta af virðingu." Það hefur gustað um þig, líka hvað varðar embœttisveitingar. Tekurðu slíkt inn á þig? „Mismikið. Ég leitast við að vera heiðarlegur í störfum mínum. Ég neita því ekki að ég tekþað nærri mér að vera ásakaður um óheiðarleika og spillingu. Margir átta sig ekki á því að vald biskups er valdað á alla kanta. Þótt menn ímyndi sér að ég sé að kippa í spotta hér og þar þá er það bara ekki þannig. Ég hef lagt mig í líma um að vera trúr og virða þær leikreglur sem gilda í þessum málum innan kirkjunnar. Þar er afar rík hefð í okkar kirkju, að söfnuðurinn, eða stofnunin sem er viðtakandi þjónustunnar, hafi úrslitaorðið og veitingavaldið sé bundið af því. Og ég vil standa vörð um þá hefð. Á sjö árum hafa um sextíu prestar verið valdir til starfa í söfnuðum og aðeins þrisvar sinnum hefur ekki náðst samstaða í valnefnd. Þetta er ekki slæm útkoma “ Þjáning og sigur Faðir þinn, Sigurbjörn Einarsson, er örugglega einn ástsælasti biskup íslandsögunnar. Var erfitt að fylgja í fótspor hans? „Ég kemst hvergi með tærnar þar sem hann hefur hælana og get engan veginn mælt mig við hann - og reyni það ekki. Enginn samanburður er við hæfi. Ég hef lært mikið af honum og sæki í smiðju hans. En fyrir mér er hann ekki biskupinn heldur faðir, pabbi minn. Ómeðvituð áhrif og ýmislegt í lífinu sem ég get engan veginn skilgreint leiddi til þess að ég fetaði í fótspor hans. Það bara varð þannig.“ Hefurðu einhvern tímann efast um tilvist Guðs? „Ég hef aldrei efast um tilvist Guðs, þótt ég hafi oft og iðulega efast um af hverju Guð lætur eitt og annað yfir ganga. Ég tók trúna inn með móðurmjólkinni og með kvöldbænunum hennar mömmu. Það var gæfa mín. Auðvitað gekk ég í gegnum trúarlegt gelgjuskeið og það oftar en einu sinni og efaðist um ýmislegt. En ég hef aldrei efast um að Guð er. Það er hægt að hafa efasemdir í höfðinu og það er hægt að glíma við það að láta hlutina ganga upp í rökrænu samhengi, en í hjarta mínu hef ég aldrei efast. Kristin trú byggir á rökum og er brotin til mergjar í fræðunum en í grunninn byggir hún líka á tiltrú og trausti sem birtist umfram allt í bæninni. Þegar maður skilur ekki Guð og er ósáttur við Guð og situr við sjúkrabeðið eða horfir á dauðastríðið þá er ekkert annað hægt en að biðja. Þá efast ég ekki um að Guð sé þar í nánd og sé líka þarna að verki, þó ég skilji það ekki né skynji. Guð er meiri en hjarta vort og þekkir alla hluti, segir í Nýja testamentinu. Hvað á maður dýrmætara en sitt „faðir vor“ þar sem hönd Guðs er til mín rétt og orð lögð mér á varir sem sefa og svala, og beina sjónum til birtunnar, vonarinnar. Þetta sýna páskarnir umfram allt. Þeir eru mestir og mikilvægastir allra hátíða af því að þarna lýkst þetta upp með einstæðum hætti. Föstudagurinn langi minnist þjáningar hans, meistarans, sem hrópaði: „Guð minn Guð minn því hefur þú yfirgefið mig?“, - eins og þjáningarbörnin hrópa og sömuleiðis sérhver sá sem einhvern tíma horfist í augu við myrkrið í lífinu, þjáningu og sorg. Svo kemur sigurinn, sólarupprásin og vonin. I öllu þessu birtist kærleikurinn sem sigrar allt.“ kolbrun@bladid.net a rumum CAPRI NÝ SENDING TILBOÐ 69.000.- Verð áður 89.000,- Meðan byrgðir endast KAROLIN NÝ SENDING TILBOÐ 119.000.- 90 x 200 áður 42.000 / nú 29.900,- 120 x 200 áður 49.000 / nú 38.500,- 140 x 200 áður bö.GCO / nú 48.000,- 160 x 200 áður 69.500 / nú 59.500,- $41 ELECTA - sjálfstœð fjöðrun 120 x 200cm áður 53.600- verð nú kr 49.600- 140 x 200cm áður 68.000- verð nú kr 58.000- 160 x 200cm áður 89.000- verð nú kr 79.500- Electa erhágæða pokagormadýna með 240 gormum á hvem fermetir. Hun ersvæðaskipt 15 misstíf svæði. Hver gormur er sér í ofnum poka, sem kemur í veg fyrir að einhver einn álagspunktur myndist og tryggir afslöppun fyrir hrygginn. % — MEMORY t m 5 svæða pokagormadýna með 6cm visco þrýstijöfnunarefni á svefnyfirborðinu. 160 x 200cm tilboð kr. 139.000,- 180 x 200cm tilboð kr. 159.000,- . IFLEX Ein vandaðasta uppbygging á rafstillanlegum rúmum. frá 69.000.- ■ , ' M;. co ö c ö u oo o £ £ £ gagnaverslun SCANA UVEGI 2, KÓP S: 587 6090 HÚSGÖGNIN FÁST EINNIGIHÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 25M

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.