blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 22
22 I VIÐTAL FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 blaöió Kœrleikurínn sigrar attt Blaðið/Frikki 99................................................................... Umræðan hefur lengi mótast afþví að efeinhverjir hafa komið með mótbárur eða viljað horfa á hlutina út frá öðru sjónarmiði en því sem er drifið áfram afgríðarlegri hörku þá er strax hrópað: „Fordómar! Fáfræði! Mannhatur!" Islenskt þjóðfélag hefur verið í gríðarlegri uppsveiflu og fréttir snúast að verulegu leyti um gengi hlutabréfa og stjórnmálaumræðan tekur einnig mið af því. Umræðan um það sem máli skiptir situr á hakanum. Umræðan um hin sönnu gildi og raunverulegu verðmæti í lífinu og athyglin á því, hefur ekki sama sess. Á sama tíma erum við lengra frá hinum efnislegu verðmætum en áður af því að þetta ríkidæmi er svo óáþreifanlegt. Þetta eru iðulega bara tölur, misjafnlega langar runur af núllum,“ segir Karl Sigurbjörnsson, biskup, þegar hann er spurður hvort honum þyki umræðan í íslensku þjóðfélagi snúast of mikið um peninga og veraldleg verðmæti. „Þetta er umhugsunarvert vegna þess að raunveruleg verðmæti eru ekki falin í röðum af núllum heldur í innri styrk og innri auði, sem við gefum síður gaum að.“ Víkjum að trúnni. Heldurðu að trúleysifylgi vansceld? „Trúleysi þarf ekki endilega að fylgja vansæld. Ég held að trúlaust fólk geti haft það afskaplega gott og unað glatt við sitt. Trúin gerir ráð fyrir öðru sjórnarhorni á lífið en því sem við alla jafna köllum vansæld eða velsæld. Sú vídd blasir ekki alltaf við okkur. Það er annar sem dæmir þar um. Það er Guð og hann metur og verðleggur lífið á allt annan hátt en við. Sá sem er trúlaus í þeirri merkingu að hann trúir hvorki á Guð né æðri gildi hlýtur að fara á mis við mikilvæga dýpt í lífinu og tilverunni. Mér finnst það miður. En það er ekkert víst að viðkomandi geri sér grein fyrir því og hann spyr mig áreiðanlega ekki álits á því.“ Trúarhiti trúleysingjanna Ertu umburðarlyndur gagnvart þeim sem segjastekki trúa? „Ég tel mig ekki vera mikið að abbast upp á annað fólk, þó mér sé núið ýmislegt um nasir hvað það varðar! Já, ég tel mig nokkuð umburðarlyndan í þessum efnum. Oft er látið i veðri vaka að trúmennirnir séu umburðarlausir. Það er ekki endilega svo. Það er líka til ákaflega umburðarlaus vantrú. Það er þetta hrokafulla trúleysi sem við sjáum allt í kringum okkur. Það er viðhorf þeirra sem hafa leyst lífsgátuna. Hrokinn fyrirfinnst bæði hjá svokölluðum trúmönnum og trúleysingjum. Oft undrast maður trúarhita trúleysingjans og hugsar með sér að þeir sem telja sig trúaða mættu sýna ámóta hita og sannfæringarkraft. Trúvörnin er oft afar veikburða hjá okkur, svokölluðum kirkjunnar mönnum. Við gerum okkur líka iðulega sek um skeytingarleysi og kæruleysi gagnvart ýmsum dýpri spurningum. Þetta er oft flokkað sem umburðarlyndi en ég tel að það sé meira í ætt við leti eða kæruleysi. Viðhorfið: Mér kemur þetta ekki við. Myndadeilan fræga um skopmyndir af Múhameð opinberaði ákveðna staðreynd í samtíðinni. Á Vesturlöndum höfum við vanist því lengi að trúmál eigi ekki að vera sýnileg og eigi ekki að vekja sterk viðbrögð heldur eigi allt að vera fremur slétt og fellt á yfirborðinu. Þess vegna hrökkvum við í kút þegar sterk viðbrögð verða. Því hefur verið haldið fram að viðbrögð múslíma við myndbirtingum af Múhammeð opinberi sorglegt húmorsleysi þeirra. Nei, mér finnst þetta mál umfram allt birta hve tortryggni, vænisýki á báða bóga, hroki og hleypidómar grafa um sig. Og hve auðvelt það er allrahanda ofstopamönnum að virkja það til óhæfuverka. Ekki síst innan hins vestræna samfélags sem hefur innréttað sig gagnvart því að það sé allt í lagi að ögra öllu velsæmi og öllum mörkum, hverju nafni sem það nefnist. í þeim efnum hefur verið gengið hart fram innan okkar samfélags og við höfum látið mikið yfir okkur ganga. Svo margt í þessari deilu hefur borið keim af umburðarlausum hroka sem áskilur sér frelsi til að virða engin mörk og ögra allri heilbrigðri blygðunarsemi og tilfinningum sem ærlegu fólki er heilagt. Viðbrögðin hafa verið sorgleg að því leyti til að þar hafa opinberast virðingarleysi og hroki fjölmiðla, stjórnmálamanna Vesturlanda og trúarleiðtoga og pólitíkusa í arabaheiminum.“ Andleg anorexía Stundum heyrist sagt að í fjölmenningarþjóðfélagi eins og okkar eigi önnur trúarbrögð að hafa jafn mikið vægi og kristni, til dœmis í trúarbragðakennslu í skólum. Hvað finnstþér um það viðhorf? „Hljótum við ekki alltaf fyrst og fremst að taka mið af sjálfum okkur? Hér hefur hingað til verið ótrúlega einsleitt þjóðfélag í trúarefnum. Fjölbreytnin eykst vissulega hröðum skrefum. En það er samt æði langt í land. Við eigum okkar eigið tungumál, menningu, hefð og siði sem við hljótum að gefa ákveðið forskot um leið og við leitumst við að upplýsa og fræða menn um önnur tungumál og aðra siði. Hvað mótar almanakið hjá okkur? Er ekki ástæða til að kenna þá sögu sem setur þannig svip sinn á vinnutíma, frí og hvíld þjóðarinnar? Það er sagan um Jesú Krist. Sú saga er grundvöllur menningar, siðar og samfélags, hvaða skoðun sem menn hafa annars á því. Við verðum að leggja áherslu á að rækta það sem er grunnur siðar okkar og menningu og leitast við að gefa því vægi í skólum og uppeldi um leið og við eflum fræðslu um það sem kemur annars staðar frá. Við höfum staðið okkur fremur illa í kristindómsfræðslu og Biblíusögum í skólakerfinu. Hún hefur verið á miklu undanhaldi of lengi og er sums staðar ekki til. Þarna verðum við að gera betur. Við höfum staðið okkur afar illa varðandi trúarbragðafræði. Við erum einalandið á Vesturlöndum þar sem þessari fræðslu lýkur svo að segja í grunnskólanum. Henni er lítið sinnt í framhaldsskólum. Þarna er tómarúm. Þessir þættir eru svo mikilvægir að við megum ekki forsóma þá. Þetta virðist bera vitni um að þessi fræðsla sé skilgreind sem barnamatur, en ekki fullorðinsfæða. Það veldur trúarlegum og andlegum næringarskorti, andlegri anorexíu. Það er ógott. Stundum er látið eins og trúin sé á undanhaldi í samfélaginu. Það er ekki þannig. Trúin er til staðar, og nú eru trúarbrögðin komin aftur inn á vettvang stjórnmálanna og samfélagsátakanna. Þá er eins gott að við vitum um hvað við erum að tala og hvar við stöndum. Helsta gróðrastía hleypidómanna er að vera óöruggur um eigin rætur og uppruna.“ Rökræða ekki leyfð Ég verð að spyrja þig um umdeild orð þín um samkynhneigða og hjónaband. Þú ert ekki samþykkur því að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband og talaðir um að ekki mætti varpa hjónabandinu á sorphauginn. „Það var reyndar snúið gróflega út úr orðum mínum. í þeim fólst ekki að ég teldi fólk vera haugamat eða sorp. Ég var að tala um hjónabandið og skilgreiningu þess. Ég var að segja að í allri siðmenningu er hjónaband skilgreint sem sáttmáli karls og konu. Ef við gerum það kynhlutlaust og tökum út orðin karl og kona úr hjúskaparlöggjöfinni, þá erum við búin að afnema hjónabandið í þeirri merkingu sem við höfum þekkt það. Já og í þeirri merkingu sem heimsbyggðin yfirleitt þekkir það og viðurkennir. Þá erhjónabandið komið á sporphaug sögunnar eða búið að varpa því fyrir róða eða afnema það. Þetta var kannski ekki pent orðað hjá mér en það var svo gjörsamlega fjarri mér að þarna væri falinn dómur yfir einhverjum hópi fólks. Ég var að kalla eftir því að við létum hjónabandið og skilgreininguna á því í friði um leið og önnur sambúðarform eru til og eru löggild. Þjóðfélag okkar hefur rúm fyrir margvísleg tilbrigði í þeim efnum.“ Þú varst sakaður um fordóma. „Já, sannarlega. Ég játa að ég tók það nærri mér. Mér hefur blöskrað hve málin eru gjarnan sett á sjálfsstýringu. Umræðan hefur lengi mótast af því að ef einhverjir hafa komið með mótbárur eða viljað horfa

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.