blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 14
14 I ÁLIT FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 blaöiö blaðið Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. ENN SKAL AUKA EFTIRLIT Nokkurn ugg vekur hversu hallir Islendingar sýnast almennt og yf- irleitt undir það sjónarmið að auka beri hlut og vægi lögreglunnar í samfélaginu. Á íslandi þykir sjálfsagt að lögregla stöðvi óbreytta borgara gjörsamlega án tilefnis enda er það iðulega gert t.a.m. við umferð- areftirlit. Fáir verða til þess að halda því fram að óbreyttir borgarar eigi rétt á því að sæta ekki eftirliti öldungis að tilefnislausu. Það markmið að lögreglan verði „sýnilegri" í samfélaginu er almennt talið háleitt og nánast gildi í sjálfu sér. Þetta er stórfurðuleg og dapurleg afstaða; í þróuðu lýðræðisríki getur það aldrei verið markmið í sjálfu sér að auka hlut og vægi lögreglunnar. Vinnuhópur á vegum dómsmálaráðuneytis, lögreglu og borgaryfirvalda hefur nú skilað frá sér tillögum um hvernig bregðast beri við stöðu mála í miðborginni vegna neikvæðrar hegðunar unglinga, og hvernig auka megi öryggi í hverfum borgarinnar. Niðurstaða hópsins er kunnugleg; það þarf aukið eftirlit. Hópurinn mælir m.a. með eftirliti óeinkennisklæddra lögreglumanna. Síðan eru vit- anlega uppi hugmyndir um að fjölga eftirlitsmyndavélum. Margir vísa til fjölgunar ofbeldisverka og aukinnar rustamennsku í samfélaginu því til stuðnings að auka beri umsvif lögreglu. Nú er það svo að það er í besta falli umdeilanlegt hvort ofbeldisverk af ýmsu tagi hafi færst í aukana á undanliðnum árum. Prófessor Helgi Gunnlaugsson hefur birt niðurstöður sem gefa til kynna að svo sé ekki. Helgi byggir m.a. rann- sóknir sínar á gögnum lögreglu en samkvæmt þeim hefur dregið úr fjölda líkamsárása á íslandi um 20% frá árinu 2000. Vera kann að „andfélagsleg hegðun“ af ýmsum toga hafi á hinn bóginn aukist. Hitt er rétt að alvarleg ofbeldisverk setja nokkurn svip á samfélagið nú um stundir. Líklegt er að í vöxt færist að undirheimafólk geri upp sakir með ofbeldi. Mannrán, fyrirbrigði sem var með öllu óþekkt í lýðveldinu þar til nýlega, eru nú framin. Gjörsamlega tilefnislaust ofbeldi kann að fara vaxandi. Og ofbeldisbrotin sem framin eru sýnast heldur verða alvar- legri en hitt. Ógeðfelld viðbrögð sem hafa yfir sér blæ kommúnískrar öryggislögreglu þar sem allir liggja undir grun eru ekki rétta svarið. Mun nærtækara er að stjórnmálamenn verði við þeirri kröfu sem uppi er í samfélaginu og sameinist um að stórherða refsingar við ofbeldisbrotum. Ýmsir hafa efasemdir um þá nálgun. I því efni gleymast hagsmunir sam- félagsins og réttur fórnarlambanna. Ofbeldismaður sem er lokaður inni vinnur ekki öðrum mein á meðan. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Fermingartilboð Kynnum nýjar gerðir af rúmum með 20% kynningarafslætti. Rafstillanleg rúm 120x200sm með svæöiskiptri pokafjaðradýnu Réttverð kr. 118.000. Tilbodsverd kr. 94.400.- u rúmco Langholtsvegi 111,104 Rvk Sími 568 7900 Opið: virka daga 11-18» laugardaga 11-16. Tilbodsverð kr. 88.480.- Hanson rúm með fjaðrandi rúmbotni, svæðiskiptri pokafjaðradýnu og lúxus yfirdýnu með hrosshárum (án höfðagaflsj.120x200. Verðkr. 110.600. SAMFéUG^ M^TdR 5Vo av hæfílegar bætu^ PTúRÆT Sí& 0PÍA/BERLEG7Í, &6luG,raFíuN t WVrrl/M KJÓL 4 VWteVÆMSKBiPÍ /PY'NNA#, SBU UzO.000 'iKfc. 1 H^WFé/TMPTQLVAy UTAVULNPSFBW, I'POP 06 /l~3 OJ&PA&frlCifR ( m4 óí-Epp/í') Vélað um völd og verkaskiptingu Það hefur verið athyglisvert að fylgj- ast með þingmönnum á Alþingi undanfarna daga og sjá hvernig kosningaskjálftinn hefur gripið um sig enda styttist í sveitarstjórnar- kosningar. Þingmenn stjórnarand- stöðunnar hafa átt erfitt með að halda sig við efnið og í síauknum mæli beitt málþófi, enda virðast þeir líta svo á að lýðræðinu sé best þjónað með því að hindra að vilji meirihluta Alþingis nái fram að ganga. Að borgurum landsins sé best þjónað með endalausu málþófi þar sem hver maðurinn á fætur öðrum endurtekur sömu rök. Þetta er auðvitað ekki málefna- leg afstaða og hafa ýmsir velt þvi fyrir sér hvað vaki fyrir stjórnar- andstöðunni. Ég tel þessa hegðun helst mega rekja til komandi sveitarstjórnakosninga. Samfylkingunni hefur gengið afleitlega í skoðanakönnunum í Reykjavík frá formannsskiptunum og ef marka má þessar kannanir þurfa vinstri-grænir, Frjálslyndi flokkurinn og Framsóknarflokkur að róa lífróður, ætli þeir að eygja von um að koma að manni. Það er því kannski ekki skrýtið að stjórn- arandstaðan beiti öllum tiltækum ráðum til að ná athygli fjölmiðla í von um að fjölga kjósendum flokka þeirra. Kosningaskjáifti við Tjörnina Maður verður var við það víðar en á þinginu að kosningaskjálfti hefur gripið um sig. Flokkar R-listans eru allir farnir að auglýsa á fullu. Það kemur á óvart hversu geyst þeir fara af stað og ekki síst í ljósi lýðskrums Samfylkingar og Vinstri-grænna um að takmarka beri pólitískar. Vinstri-grænir hafa hafið auglýs- ingaherferð þar sem leiðtogaefni þeirra er hampað svo að jaðrar við persónudýrkun, en Samfylkingin birtir hverja auglýsinguna á fætur annarri, sem tekur jafnvel fram auglýsingaflóðinu fyrir prófkjör flokksins og auglýsingaherferð borgarstjóra á síðasta ári á kostnað Reykjavíkurborgar þar sem Stein- unn Óskarsdóttir var í aðalhlut- verki þó árangurinn í prófkjörinu væri minni en í var lagt. En niðurstaða kannana.benda til að alls sé óvíst hvort VG, Frjálslyndi flokkurinn og Framsóknarflokkur- inn (eða Exbé eins og hann kallar sig í auglýsingum þessa dagana) nái inn manni. Flokkarnir hafa því allt að vinna og virðist lítið spurt um hvaða kostnað baráttan muni kosta. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga Það hefur verið nokkuð rætt í að- draganda sveitarstjórnarkosning- anna að í því felist miklir kostir að færa verkefni úr höndum ríkis- ins yfir til sveitarfélaga og verður mönnum tíðrætt um kostnað í því samhengi. Telja margir það töfra- lausn á öllu mögulegu. En þegar litið er til óráðsíu og óstjórn R-listans í Reykjavík, þá vakna upp efasemdir um að lausnin felist endilega i því. I valdatíð R-list- ans í Reykjavík hefur þjónusta borg- arinnar við fyrirtæki og borgarbúa versnað svo um munar. Skattar sem borgin innheimtir hafa hækkað gífurlega og hafa étið upp hluta af skattalækkunum ríkisins. Reyk- víkingar hafa fundið áþreifanlega fyrir þessu. Það sem hins vegar hefur verið minna áberandi, en er ekki síður alvarlegt, er að R-listinn hefur aukið gífurlega á skuldir borg- arinnar samhliða því að hækka skatta. Það er þvi ekki endilega töfra- lausn að færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Lausnin felst þvert á móti í sumum tilfellum í því að færa verkefni enn nær borgurunum, frá hinu opinbera til einkaaðila og al- mennings.Aðeinsþannigverðavöld stjórnmálamanna minnkuð og þar með vald þeirra til skattahækkana. Höfundur er þingmaður Sjálf- stœðisflokksins í Reykjavík. Klippt & skoríð klipptogskorid@vbl.is esendur Morgunblaðsins í gær ráku upp stór augu þegar komið var á mið- opnu blaðsins. í stað þess, að við hlið leiðarans væru aðsendar greinar eða fréttaskýr- ingar, blasti við Ijóða- bálkur eftir Matthías Johannessen, fyrrver- andi ritstjóra blaðsins. En það má óhikað mæla með því að menn lesi Ijóðln, því þarna er Matthías á miklu flugi og fer yfir aldirnar og samtimann af visku hins aldna skálds. Hann yrkir meðal annars um fjölmiðlafár: Það er vegið að þeim sem vitja síns tíma með dug eins og vandræðaskáld sem telur sjálfum sir borglð En það er vist erfittaðkomastá krassandi flug í kastljós frétta og venja sig sífellt við orgið í álitsgjöfum sem hatast við annarra hug og halda í gislingu þjóð sem ráfar um torgið þarsem frelsið er iðkað og afskræmt eins og gengur og enginn veðjar á frelsisgyðjuna lengur. Hjálmar Árnason, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs á sfðum Morg- yilW unblaðsins í gær og fjallaði þar K, m| um orðræðu þá, sem uppi hefur EjEjl verið um málefni eldri borgara. 1 Greinin er út af fyrir sig ágæt, en þó geldur hún talsvert fyrir upphafssetning- una, sem svo er lagt út af í hörgul: „Fróðlegt er að heyra hvernig Samfylkingin boðar nú að málefni eldri borgara skuli vistuð fremur hjá rfki en sveitarfélögum." Þessu er nefnilega þveröfugt farið. Ekki er þó um misskilning hjá Hjálmari að ræða, heldur pennaglöp, þannig að framhaldið er svo sem rétt, þó ræskingin hafi verið röng. Undanfarna daga hefur DV fjallað af miklum móð um er-^g^ lendar vændlskonur, sem sagðar eru hafa veriö gerðar út í Ármúlanum. Ekki verður þó sagt að blaðiö fjalli um meintar ógæfukonur af virðingu eða nær- gætni, því þær eru aldrei nefndar annað en „mellur". Hitt er svo annað mál, að í frétt DVI gær kemur fram að vændismarkaðurinn hér á landi sé umfangsmestur á vefnum einkamal.is. DV getur þess hins vegarekki að sá vefur er ein- mitt í eigu 365 prentmiðla í Skaftahlið.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.