blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 1
Reykjavík -> Oslo Kr. 8.000 Reykjavík -> Bergen " Kr. 9.500 » www.flysas.is Aðrir áfangastaöir í Noregi einnig á frábæru veröi! Skattar og flugvallargjöld innifalin. Flug hefst 27. mars. Sími fjarsölu: 588 3600. ■ TRÚMÁL ■4 Saklaus eða sveik hann? r b f' LOKSINS Á 4 ► ÍSLENSKU v betsson.com Frjálst, óháð & ókeypis! Hjálmar vonast eftir útspili ríkisstjórnar í öldrunarmálum Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir Samfylkinguna hafa skipt um skoðun í öldrunarmálum. Ásta R. Jóhannesdóttir segir ekkert hœft í orðum Hjálmars Árnasonar. Auðveld afsökun í Kanada Lagt hefur verið til í Bresku Kól- umbíu, einu af fylkjum Kanada, að lögum verði breytt í því skyni að gera fólki og fyrirtækjum kleift að biðjast afsökunar án þess að eiga málsókn yfir höfði sér. Frumvarp þessa efnis hefur verið lagt fram og er gert ráð fyrir að einstaklingum, emb- ættismönnum og fyrirtækjum verði tryggð ákveðin vernd gagn- vart mögulegum málaferlum biðjist viðkomandi afsökunar t.a.m. á tilteknum mistökum eða framkomu. „Oft er í senn mikilvægt og við hæfi að biðjast afsökunar en hinar lagalegu hliðar þess gjörn- ings eru óljósar,“ segir Wally Oppal, dómsmálaráðherra Bresku Kólumbíu. Umboðsmaður fylkisins átti frumkvæði að lagabreytingunni. í skýrslu sem hann birti í febrú- armánuði segir m.a. að afsökun- arbeiðni geti í mörgum tilfellum sefað reiði fólks sem sætt hafi ranglæti af hálfu stjórnvalda. BlaWFrikki Trúarleg mótmæli á Filippseyjum Andstæðingar Gloríu Arrayo, forseta Filippseyja, líkja eftir píslargöngu Krists í höfuðborg- inni Manila, í gær. Algengt er að menn minnist krossfestingar og upprisu Krists með afar leikrænum hætti á Filippseyjum en að und- anförnu hefur færst í vöxt að þessi hefð taki á sig pólitískan blæ til að krefjast afsagnar forsetans. Gloria Arrayo er sökuð um að hafa tryggt sér sigur í forsetakosningum árið 2004 með því að gangast fyrir víðtækum svikum. Hjálmar Árnason, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins, kveðst vænta þess að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að forræði öldrunarmála verð fært yfir til sveitarfélaga. Hann fagnar því að Samfylkingin taki undir þann málflutning en segir þó undarlegt að áður hafi þingmenn flokksins talað þvert á þá stefnu. Ásta R. Jóhannesdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir ekkert hæft í orðum Hjálmars og segir að þetta hafi verið stefna Samfylkingar- innar allt frá árdögum flokksins. Hjálmar segir að þegar verkefn- isstjórn um eflingu sveitarstjórn- arstigsins, sem hann fór fyrir, hafi kynnt svipaðar tillögur hafi margir Samfylkingarmenn andmælt. „I umræðum á Alþingi, og eins á fjöl- mörgum fundum sem við héldum með sveitarstjórnarmönnum, var það ekki síst Samfylkingarfólkið sem talaði gegn þessari hugmynd," segir Hjálmar. „Ég tel nú reyndar að það fólk hafi ekki verið að tala gegn þessu vegna þess að það hafi verið á móti grundvallarhugmynd- inni sem slíkri, heldur út frá þessum gömlu skotgröfum stjórnar og stjórnarandstöðu.“ Gerðardómur verði kallaður til „Ég vil aðeins halda því til haga hver afstaða þeirra var til þessa máls á sínum tíma.“ Hjálmar segist telja að það sé einhugur um málið í Framsóknarflokknum en mestar áhyggjur hafi hann af þeirri stífni sem sé á milli sveitarfélaganna og rík- isins. Hann bendir á eina lausn í því sambandi sem er að láta gerðardóm úrskurða um málið. „Ef að fulltrúar ríkis og sveitarfélaga finna ekki sam- eiginlega lausn á málinu þá verði því skotið til gerðardóms sem verði end- anlegur úrskurður.“ Hjálmar segist viss um að öldrunarmálin verði færð yfir á forræði sveitarfélaganna. „Ég held að það sé einungis tímaspurs- mál hvenær það gerist og ég er að vonast eftir því að ríkisstjórnin spili þessu út áður en langt um líður,“ segir Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins. Ekkert hæft í orðum Hjálmars Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekkert hæft í því að Samfylkingin hafi lagst gegn því að öldrunarmálin verði færð alfarið yfir til sveitarfé- laganna. „Það hefur enginn Sam- fylkingarmaður mælt gegn þessari hugmynd,“ segir Ásta. „Þetta er bara þvæla. Það hefur verið stefna okkar alla tíð að þessi þjónusta eigi að vera nærþjónusta, hjá sveitarfélögunum. En þá verður auðvitað að fylgja fjár- magn frá ríkinu. Það verður hins vegar að segjast eins og er, að það væri verulegt áhyggjuefni ef þessi þjónusta myndi færast yfir til sveitar- félaganna á meðan þessi ríkisstjórn er enn við völd.“ Ásta segir því hug- myndina góða og boðar að Samfylk- ingin muni framkvæma hana þegar hún komist til valda. Hún segir ekki síður mikilvægt að málaflokknum verði komið á eina hendi hjá ríkinu en skiptist ekki á milli ráðuneytanna eins og staðan er í dag. Ásta bendir á að Hjálmar hafi verið í aðstöðu til að bæta ástandið í mörg ár og því skjóti það skökku við þegar hann hvetji til úrbóta nú. „Flokkurinn hans er með forræði á málaflokknum, bæði í heil- brigðis- og félagsmálaráðuneytinu þar sem þessi mál hafa verið að hrekj- ast á milli. Þeir hafa haft ellefu ár til að breyta þessu og hafa ekkert gert,“ segir Ásta. „Stjórnarflokkunum er ekki treystandi fyrir þessum mála- flokki og það hefur margoft sýnt sig. Verkin tala.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.