blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 30
30 I MATUR FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 blaöiö ONDVEGIS ELDHÚS RAGGA ÓMARS, MATREIÐSLUMEISTARA Nú fer hver að verða síðastur að kaupa í páskamatinn en flestir eru sennilega búnir að ákveða hvað á að vera í matinn. Það vantar að minnsta kosti ekki úrvalið í stórmörkuðunum þessa dagana. Maður heyrir á flestum að lambakjöt verði aðalmaturinn á páskadag og þá er það spurning um meðlætið. Margir eru fastir í þessu hefðbundna meðlæti sem erU Ora-baunir, rauðkál, maískorn og allt það. Það er ekkert að því enda hefur það svínvirkað í gegnum árin. Svo eru aðrir sem vilja aðeins hrista upp í þessu og breyta ein- hverju, þó að annað haldi sér. Menn ættu ekki að hika við að prófa sig áfram með nýjungar, vera kannski með ferskan aspas, ofnbakað rótargrænmeti eins og til dæmis steinseljurót, sellerírót ásamt gulrótum. Einnig er sniðugt að breyta kartöflunum úr sykur- brúnuðum í röstíkartöflur sem eru einstaklega skemmtilegar kartöflur og passa hreinlega með öllu steiktu kjöti. Þær eru einfaldar í lögun og það sem þarf í undirbúninginn er gott rifjárn, teflonpönnu (eða góða pönnu sem ekkert festist á) og sjálfstraustið. Aðferðin er eftirfarandi: Bökunarkartöflur eru skrældar og rifnar í grófasta gatinu á rifjárninu. Síðan er allur vökvi kreistur afskap- lega vel úr rifnu kartöflunum, þær settar í skál ásamt bræddu smjöri, salti og pipar og því bragðefni sem mönnum dettur í hug. Gott er að setja með timian, oregano, parmes- anost, hvítlauk, paprikuduft svo eitt- hvað sé nefnt. Þá er pannan hituð vel og kartöflurnar mótaðar í hring á pönnunni og steikt gullinbrúnt í ca 3-4 mín á hvorri hlið. Þá skal elda kartöflurnar í ofni á i6o°c í 30 mín. Það er bæði hægt að steikja eina stóra kartöflu og skera hana niður eins og kökusneiðar eða steikja litla klatta og þá er einn á mann. Uppskriftin sem fylgir með í dag er röstíkartafla með parmesanosti, hvítlauk og mangó. Uppskrift fyrir ca. Qóra 600 g kartöflur (rifnar) 1 stk mangó (líka rifið eins og kartöflurnar) 2 stk hvítlauksgeirar (fínt saxaðir) 1 msk parmesanostur (rifinn) 1 msk steinselja (fínt söxuð) lOOgsmjör (brætt) Sjá aðferðina að ofan. Gleðilega páska!! Kveðja, Raggi BlaMMki KAFFIBÚÐIN BRUÐKAUPSGJOFIN IARERALVORU KAFFIVEL FRÁOUICKMILL raborg 1,200 Kópavoj s: 554 6054 Verðlækkunl Þrátt fyrir styrkingu á gengi krónunnar hefur okkur á sama tfma tekist að lækka verulega verð á tækjum og efni til plasthúðunar og innbindingar. Rafmagns innbindivélar á verði sem ekki hefur þekkst hér á landi áður. Vinsamlegast leitið frekari upplýsinga j. nsTvniDssoN hf. SUDUniRNDSBRnUT 16 ■ SÍMI: 533 3535 Renz SRW Conrfort Rafvlrk götun, gatar 20 blöð Verð m/vsk 105.000 Plasthúðunarvél Verð m/vsk 19.100

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.