blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 24
24 i ÍSK.A FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 blaöið Hátískufatnaður í stórum stœrðum Versiunin Evans opnaði í Smára- lind síðastiiðinn föstudag og að sögn Sigrúnar Andersen, framkvæmdastjóra Arcadia á íslandi, hafa margir lagt leið sína í verslunina. „Það er greinileg þörf fyrir verslun á borð við þessa en í henni er hægt að fá fatnað í stærðum 16-30. Margir íslendingar kannast við Evans verslanakeðjuna sem er bresk en verslunin hefur einnig til sölu skó, náttföt, undirföt og ýmiss konar skrautmuni.“ Sigrún segir verðin í Evans mjög samkeppnishæf við það sem gengur og gerist á Islandi og séu jafnvel í ódýrari kantinum. „Evans opnaði með fulla verslun af fallegum vor- og sumarvörum en fatnaður i stíl sjötta áratugarins er áberandi núna með doppum, perlum og blúndum. Þeir litir sem eru í tísku eru drapp- litur, svartur, hvítur og rauður og einnig er mikið úrval af ljósum litum í versluninni. Þá er i verslun- inni mikið úrval af buxum bæði úr kaki- og gallaefnum og þær verða til í öllum siddum." hugrun@bladid.net svanhvit@bladid.net HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ . Sjötti áratugurinn kemur sterkt inn í sumar meö doppum og litríkum klæðnaði. Þessi fallega skyrta kostar 4.499 krónur. ! 'vr Skemmtileg græn skyrta á 3.999 krónur. Skórnir hjá Evans eru í víðari kantinum og ættu því allir að geta fengið sér skó við sitt hæfi. 2.999 krónur. Gyllt belti sem má nota með nánast hverju sem er og kostareinungis999 krónur. Flott græn taska til að nota við öll tækifæri. Taskan kostar 2.499 krónur. ■ Töff gallabuxur á 3.499 krónur Kemur í veg fyrir og eyðir: Bólgum, þreytuverkjum og harðsperrum á ferðalögum og við álagsvinnu. Cilyfja vt Styrkir varnir húðarinnar gegn skaðsemi sólar. Húðin veröur fyrr fallega brún a . í sól og Ijósabekkjum, með reglulegri inntöku helst húðin lengur brún. \t\ku4n Uppáhaldið er hand- heklaður kjóll frá Kúbu Sigríður Arnardóttir (Sirrý) sem er þekkt fyrir smekklegan klæðaburð og skemmtilegt fas féllst á að svara nokkrum spurningum um tísku. Enda segist hún hafa mjög gaman af fötum og eins að sjá aðra í flottum fötum. Hvað er tíska íþínum augum? „Tíska er birtingarmynd tiðarandans." Klœðistþú samkvœmt nýjustu tísku? „Það skemmtilega við nútímann er að tískan er margs konar. Allir geta skapað sér sína eigin tísku, fyrirmynd- irnar eru endalausar og valfrelsið er takmarkalaust. Ég klæðist samkvæmt einhverri tísku, ég veit ekki alveg hvaða tískaþaðer.“ Áttu þér uppáhaldshönnuð? „Ég er mikil áhugamanneskja um föt, finnst gaman að fötum og hef ánægju af fólki sem tjáir sig með fötum. Ég á því erfitt með að nefna einhverja hönn- uði en sem dæmi finnst mér Karen Millen og Mahn Berger skemmtilegir hönnuðir. Fötin þeirra eru kvenleg og persónuleg og ekki framleidd í of mörgum eintökum. I hönnuninni er hugsað um að kvenlegar línur njóti sín.“ Er eitthvað tískutímabil sem þú heldur uppá? „Ég held mig mest í nútímanum en fyrir nokkrum árum var boðið upp á aðsniðnar, kvenlegar og flottar buxna- dragtir. Þá var ég í essinu mínu. Mér finnst tískan í dag og í sumar ótrúlegaskemmti- leg, fylltir hælar, hvítir blúndu- kjólar og kjólar teknir saman í mittið. Ég held að kvenleikinn fái svo sannarlega að njóta sín í tísk- unni í dag. Svo finnst mér tíska stríðsáranna æð- islega flott. Ég sé þessar dömur alltaf fyrir mér í rómantískum hillingum, í kjólum, á háum hælum, með hatta og hanska.“ Hvaðaflík er í uppáhaldi hjá þér? „Ætli það sé ekki handheklaður hvítur kjóll sem ég keypti á Kúbu ný- lega. Það voru gamlar konur sem hekl- uðu hann og hann kostaði einungis 30 dollara sem eru mánaðarlaun læknis sem vinnur fyrir ríkið á Kúbu. Þegar ég sá þennan kjól á útimarkaði í Havana þá skellti ég mér strax í hann og keypti hann í hvelli. Ég fékk mikla athygli í kjólnum því Kúbverjunum fannst svo gaman að sjá túrista í handverki inn- fæddra. Þetta er glæsilegur kjóll sem ég ætla að nota mikið í sumar.“ svanhvit@bladid.net Sirrý:„Égheld að kvenleikinn fái svo sannarlega að njóta sfn í tískunni í dag."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.