blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 31

blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 31
blaðið FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 I 31 Páskamaturinn tengist trúnni Hefðir umlykja páskahátíðina sem og aðrar hátíðir. Flestir fá sér gómsætt páskaegg á páska- dagsmorgun, snæða páskalambið að kveldi og gæða sér á fiski á föstudaginn langa. Hefðir eiga sér jafnan mislanga sögu og ekki eru allar hefðir raktar til forfeðra okkar. Ágúst Ólafur Georgsson, sérfræðingur hjá Þjóðminjasafni fslands, segir að sú hefð íslend- inga að borða páskalamb megi sennilega rekja til kristinnar trúar frekar en forfeðra okkar. „Fyrir árið 1900 borðuðu fslend- ingar helst þennan hefðbundna mat, þann mat sem þeir höfðu til staðar, og það var lambakjöt. fslend- ingar borðuðu því helst lambið og síðan var gerður dagamunur með því sem var til, eins og hangikjöt. f Biblíunni er talað um að menn hafi borðað lambakjöt á páskunum og að sama skapi er það orðinn siður hjá fslendingum að borða lamb á pásk- unum,“ segir Ágúst og bætir við að hann telji að þessi siður okkar teng- ist frekar Biblíunni heldur en því að menn borðuðu helst lamb hér áður Gómsœta páskaeggið Sú hefð að borða súkkulaðiegg á Íiáskunum er ekki ýkja gömul á slandi en sennilegast má rekja hana aftur til 1920. Samt sem áður er páskaeggið orðið órjúf- anlegur hluti páskahátíðarinnar, sérstaklega hjá börnunum. Gleðin og spenningurinn sem tengist páskaegginu er margvís- legur, vitanlega er súkkulaðið alltaf gott, málshátturinn forvitnilegur og nammið gómsætt. Á mörgum barnaheimilum er aukið v i ð spenninginn með því að kaupa eggið án vitundar barn- anna og fela það svo á páskadagsmorgun. Hver verður fyrstur? Á barnmörgum heimilum er tilvalið að fela öll eggin og þá reyna börnin eftir fremsta megni að finna egg sem fyrst. Enda er alltaf skemmtilegt að sitja með fullan munninn af súkku- laði á meðan systkinin eru enn að leita að sínu eggi. Hins vegar er þessi leikur einungis mögu- legur ef allir fá egg sömu stærðar, nema að eggin séu hreinlega merkt. Einnig getur verið gott að merkja eggin ef börnin eru á misjöfnum aldri, þannig að egg yngri barnanna séu falin á léttari stöðum. Vísbendingar og feluleikur Annar skemmtilegur leikur er vís- bendingaleikurinn. Foreldrarnir dunda sér við að skrifa vísbend- ingar á marga litla miða sem eru svo faldir víðs vegar um heimilið. Hver miði gefur vísbendingu um hvar næsta miða er að finna. Eftir nokkrar vísbendingar vísar síðasti miðinn á hvar páskaeggið er falið. Þessi leikur er mjög skemmtilegur og reynir auk þess á athyglisgáfu barnanna. Þar sem foreldrarnir gera vísbendingarnar sjálfir er auð- velt að miða erfiðleikastig við aldur barnanna. Sem dæmi um vísbend- ingu fyrir barn í yngra kantinum er: Kýrin gefur okkur þetta góðgæti að drekka og miðinn væri þá festur á mjólkurfernu í ísskápnum. Eldri börnin þola erfiðari vísbendingar og skemmtilegast er að hafa þær ekki of auðveldar. fyrr. „Áður fyrr var minna úrval af alls kyns kjötmeti en nú til dags er hægt að velja á milli kjúklings, svína- kjöts, nautakjöts, lambakjöts og svo framvegis en samt sem áður velja menn sér lamb á páskunum.“ Fiskur og fastan Páskalambið er ekki eina hefðin sem fslendingar halda í heiðri á páskunum því mörgum finnst best að borða fisk á föstudaginn langa. ,Sú hefð að borða fisk á föstudaginn langa eru leifar frá þeim tíma þegar fastað var. Á föstunni mátti ekki borða kjöt og því borðuðu menn fisk í staðinn. Ég þori ekki að fullyrða hve algengt það er að fólk borði fisk á föstudaginn langa en mér finnst samt sem það hafi aukist. Þetta teng- ist vitanlega allt saman trúnni og föstunni.“ Ekki gömul hefð Ágúst segir að hann telji að það sé meiri áhugi í þjóðfélaginu fyrir að taka upp ýmsa siði á síðustu árum. „Nærtækast er að nefna skötuna sem var upphaflega svæðisbundinn siður en núna er hún borðuð meira Margir kjósa helst að fá sér fisk á föstu- daginn ianga en þá hefð má rekja til föstunnar. og minna um allt land. Verslanir hafa eflaust líka áhrif á þetta með auglýsingum sínurn, þetta hefur allt sitt að segja. Mín tilfinning er sú að þessi hefð að borða lamb á páskum sé ekki ýkja gömul. Ég tel að þessi áhersla á páskalambið sé 20. aldar siður og þar sé um áhrif frá trúar brögðunum að ræða. Það er ekki þar með sagt að allir séu voðalega trú- aðir heldur er þetta meira hefð sem margir halda í heiðri,“ segir Ágúst að lokum. svanhvit@bladid. net Ástríða í matargerð Eldum saman! www.isam.is www. 1S

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.