blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 12
12 I FRÉTTASKÝRING FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 blaöið Panfii éskriff nána 536 8005 og www.rit.is Aörir þættir en gengissveiflur virðast ráða meiru um breytingar á ferðamannastraumi hingað til lands samkvæmt nýrri rannsókn sem Hagfræðistofnun Háskóla fslands gerði. Samtök ferðaþjón- ustunnar krefjast betri tarfsskilyrða í ályktun aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2006 er skorað á stjórnvöld að bæta starfs- skilyrði greinarinnar og vísa þau til stjórnarsáttmálans í því sam- bandi. Samtökin segja að efnahags- legur stöðugleiki sé forsenda þess að fyrirtæki geti gert langtíma- áætlanir og staðist síharðnandi samkeppni á alþjóðlegum mörk- uðum. Verulega hafi dregið úr vexti í ferðaþjónustu á síðasta ári eftir mikinn vöxt tvö ár á undan. „Sterk staða íslensku krónunnar hefur valdið fyrirtækjum í ferða- þjónustu miklu tekjutapi. Ferða- mönnum á árinu fjölgaði um 2,5% og gjaldeyristekjur jukust um 2% í heild en eyðsla útlendinga hér- lendis dróst hins vegar saman um i,2%. Það er ljóst að mörg fyr- irtæki hafa þurft að lækka verð í is- lenskum krónum til þess að stand- ast erlenda samkeppni," segir í ályktuninni. Samkeppnisstaða verri á sumum sviðum Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi barist fyrir hagstæðara rekstrarumhverfi fyrirtækja í greininni en með misjöfnum ár- angri. Á sumum greinum hefur samkeppnisstaðan frekar versnað á undanförnum misserum og benda samtökin á að auknir tollar, há vörugjöld, hátt áfengisgjald, tll nýrra áskrifenda Bmit/lngó Samtök ferðaþjónustunnar segja að efnahagslegur stöðugleiki sé forsenda þess að fyrirtæki geti gert langtímaáætl- anir og staðist siharðnandi samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum. innflutningshindranir á landbún- aðarafurðum og nýtt olíugjald hafi gert rekstrarumhverfi margra fyr- irtækja í greininni mun erfiðara en áður. „Aðalfundur Samtaka ferðaþjón- ustunnar vill minna stjórnvöld á skýr ákvæði í stjórnarsáttmál- anum um að ferðaþjónustan á Islandi skuli búa við svipuð eða betri rekstrarskilyrði en sambæri- leg starfsemi í okkar samkeppni- slöndum. Enn vantar mikið upp á að þetta markmið hafi náðst og skorar aðalfundurinn á stjórnvöld að taka vel til höndum í þessum efnum, nú í lok kjörtímabilsins," segir í ályktuninni. Eins árs áskrift kostar aðeins kr. 3.750 sé greitt með kreditkorti og kr. 3.950 sé greitt með gíró. Fimm bl&ð á ári. Hver eru áhrif breytinga á raungengi á ferðaþjónustu? Breytingar á raungengi hafa ekki marktæk tölfræðileg áhrif á komur ferðamanna til landsins á því ári sem þær eiga sér stað en breytingar á raungenginu árið áður skipta aftur á móti máli samkvæmt nýrri rann- sókn sem Hagfræðistofnun Háskóla íslands gerði fyrir Ferðamálastofu. Rannsóknin var gerð í kjölfar þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um gengismál og áhrif gengisbreytinga á ferðaþjónustu. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, kynnti skýrslu sem byggð var á rannsókninni á að- alfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í síðustu viku. Getur dregið úr ásókn útlendinga Skýrsluhöfundar beindu sjónum sínum aðallega að þeim áhrifum sem breytingar á raungengi hafa á ferðamannastraum til og frá land- inu. „Hátt raungengi getur dregið úr ásókn útlendinga til landsins, haft áhrif á eyðslu þeirra og viðveru, en jafnframt dregið úr áhuga Islend- inga á að ferðast um eigið land. Breytingar á gengi hafa einnig áhrif á afkomu þeirra fyrirtækja sem hafa tekjur og kostnað í erlendri mynt. Loks hafa breytingar á nafngengi einnig áhrif á almennt verðlag og kauplag i landinu, þótt nokkurn tíma taki fyrir þau áhrif að skila sér að fullu,“ segir í skýrslunni. Aðeins hluti skýringarinnar Til að kanna áhrif breytinga á raungengi á komur ferðamanna til landsins var notað líkan þar sem breytingar á fjölda ferðamanna voru látnar ráðast af breytingum á raungengi, olíuverði og landsfram- leiðslu í heimalandi útlendinganna. Olivia ^Exfoliating ,gath: Nátiúrulug baösápa sunl liefur hrt nærandi áhril'á liúoina þannig að liúöin verötir geislaudi tálleg. Olivia (gody ‘Lotion: Fánstakt body lolion sem nærir og hrcii heltiur hreína ólivu olítt sem þegttr notuö \iö umhiröti húöarinnár vcrmlandi tilniuscm viölieldur raka luiöarinnar. Oiivia 5iand rercam: I l.indáluiröur scm iniuheldur silikon og hcfi.tr leg-.t róandi áhrif' á húöinaog er hlaöinn endtintæranclí vitafnínum sem sk utn silkimjúkum Olivía ^Vörurnar fást í verslunum ^Jagkaupa, cFjarðarkaupum Jlafnarflrðí, gamkaupum ^ljarðvík og beilsubúðinni ^eykjarvíkuvegi. 1 1 Ju 1 Jakki Stnrdir 5.330. Buxur SUM’S. 48-04 Frá 4.180,- VesU Otarðír M XXL 4.000.- Vinnuföt - Hlffðarföt V»»turvör 7 • 200 Kópavogi • Sfmi: 534-2900 • Fox: 534-2901 Niðurstöður gefa til kynna að þessar þrjár breytur skýri aðeins 20% af þeim breytingum sem orðið hafa á komum erlendra ferðamanna á tímabilinu 1982-2004. Aðrir þættir virðast því ráða meiru um fjölda ferðamanna sem koma til íslands. Annað sem skýrsluhöfundar nefna sem áhrifaþætti á fjölda er- lendra ferðamanna hér á landi er almenn landkynning, markaðs- vinna, aukið framboð af ódýrum flugferðum og meira gistirými. Athygli vekur að breytingar á raungengi hafa ekki marktæk töl- fræðileg áhrif á komur ferðamanna til landsins á þvi ári sem þær eiga sér stað en aftur á móti virðast brey t- ingar á raungengi árið áður skipta máli. „Þessi áhrif eru þó vart sterk vegna þess að langflestir ferðamenn ákveða ferðir sínar til íslands með tiltölulega stuttum fyrirvara," segir í skýrslunni. Tölfræðilegar athug- anir gefa til kynna að hækkun raun- gengis krónunnar ýti undir ferðalög Islendinga til útlanda og að hátt raungengi ýti undir eyðslu (mældri í erlendum gjaldeyri) ferðamanna á Islandi. Mismunandi áhrif á fyrirtæki I lokaniðurstöðum skýrslunnar segir að gera megi ráð fyrir að um 45% af tekjum fyrirtækja í ferðaþjónustu á íslandi verði til í erlendri mynt en einungis 25% kostnaðar. Misvægið nemur því um 20% af tekjum. „Hér er sérstök ástæða til að staldra við þá stöðu sem innlendar ferðaskrifstofur og flugfélög eru í. Um 90% af tekjum innlendra ferðaskrifstofa verður til við sölu á ferðum og þjónustu til erlendra að- ila sem greiða oftast fyrir í evrum. Á móti kemur að einungis um þriðj- ungur kostnaðar þessara aðila er í erlendum gjaldeyri. Um tveir þriðju hlutar tekna íslenskra flugfélaga verður til í erlendri mynt en 35-45% af kostnaðinum,“ segir i skýrslunni. Sérstaklega er tekið fram að hjá hót- elum og minni þjónustuaðilum sé mun betra samræmi á milli þess hluta tekna og kostnaðar sem sé í erlendum gjaldmiðli þótt vitaskuld megi finna einstaka fyrirtæki þar sem misvægið er meira. „Ferðaþjón- ustufyrirtæki á landsbyggðinni eru flest í hópi smærri fyrirtækja í þess- ari atvinnugrein og því er trúlegt að þau séu yfirleitt þokkalega vel varin fyrir gengisáhættu. Hér skal þó itrekað að öll fyrirtæki í ferðaþjón- ustu eru háð þróun gengis.“ ?'■ 'éí arid > f K V#' f \ 1| * SC4&K*. Husgögn ‘ * UMHVERFI Hladinn arinn HEILSA 1000 blóma kona Garöur í skóginum Þeir sem gerast áskrifendur í apríl fá bókina Garðurinn allt árið + tvö eldri blöð frítt með.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.