blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 26
26 I TRÚMÁL FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 blaöiö Einn af yður mun svíkja mig... eða ekki Júdasarguðspjallið, sem kom í leitirnar eftir mörghundruð ár, hefur loksins verið þýtt, eftir œvintýralegt ferðalag um heiminn. Guðspjallið lá undir skemmdum í ein sextán ár þráttfyrir að menn vissu aftilvist þess. Sitt sýnist mönnum um innihaldið og ekki eru allir á eitt sáttir um að guðspjallið hreinsi Júdas Ískaríot afáburði um svik. neisti geti frjáls orðið og horfið til ríki síns, er Júdas. Til að svo megi verða verður Júdas að aðstoða Jesú við að komast úr sínum dauðlega líkama: „Þú munt fórna mann- inum sem klæðir mig,“ segir Jesú og staðfestir, það sem við þekkjum, að Júdasi muni verða formælt af kynslóðum. Hver ritstýrði Nýja testamentinu? Fáir efast um erindi þeirra tuttugu og sjö guðspjalla og bréfa Nýja testa- mentisins sem bera það uppi. Flestir nálgast hina helgu bók án mikillar gagnrýni og gera ráð fyrir fullkom- inni einingu um þá mynd sem dregin er upp af kristindómnum í Nýja testamentinu. Nýja testa- kirkjufeðurnir veittu blessun sína nefnast apókrýfarbækurnar eða apókrýfarguðspjöll. Þeim var kerf- isbundið eytt á upphafsárum krist- indómsins og hafnað sem trúvillu. Þegar Nag Hammadi bókasafnið var grafið úr jörðu í Egyptalandi árið 1945 gátu fræðimenn fyrst farið að gera sér líklegri mynd af trúarhópum þeim sem aðhylltust dulspekina, upphafi kristindómsins og inntaki hinnar kristnu dulspeki. Nag Hammadi safnið tekur til ríf- lega fimmtíu apókrýfurita sem end- urrituð voru á 4. öld úr grísku yfir á koptísku. Tómasarguðspjall er líklega frægast þessara guðspjalla en í safninu er einnig að finna Mar- iuguðspjall, Pétursguðspjall og Fi- lipusarguðspjall. Sívaxandi fjöldi fræðimanna hefur gert sér ljóst að trúararfi kristindómsins verða ekki gerð almennileg skil nema að teknu tilliti til apókrýfarguðspjallanna. National Geographic Society birti í síðustu viku þýðingu sína á hinu forna Júdasarguðspjalli sem fjallar um þann mann sem hingað til hefur verið þekktur sem þorpari þorpar- anna. Samkvæmt þýðingunni er sú túlkun hins vegar alröng. Júdas var einungis að gera það sem meistari hans bauð honum. Svikin voru að undirlagi Jesú Krists. Talið er að guðspjallið hafi fundist í kringum 1970 en það hvarf í und- irheima svarta fornmunamarkað- arins án þess að menn hafi gert sér grein fyrir því hvað þeir voru með í höndunum. Einum úr National Geographic hópnum var boðið það til kaups árið 1983 en hann gat ekki safnað umbeðinni upphæð og guðspjallið endaði í bankahólfi í Bandaríkjunum í 16 ár þar sem það lá undir skemmdum. National Geo- graphic rannsóknarhópurinn safn- aði að lokum fyrir kaupum á því og hóf rannsóknir sínar árið 2004. Guðspjallið hefur þegar orðið upp- spretta tveggja bóka, heimildaþáttar og sýningar á Netinu en fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um hvernig beri að túlka innihald þess. Frelsari eða svikari? í Júdasarguðspjalli birtist mynd af Jesú Kristi sem er ólík þeirri mynd sem kristindómurinn, eins og hann hefur birst okkur í gegnum aldirnar, hefur dregið upp. Jesú virðist hafa hlutverk þess sem opnar augu hinna ,blindu“ gagnvart umhverfi sínu, þeirri blekkimynd sem hinn verald- legi heimur dregur upp. Hann varar lærisveina sína við að gangast hinu veraldlega valdi á hendur, varar þá við því að dýrka hjáguð, og hvetur þá til að taka ábyrgð á sjálfum sér. Aðeins einn þeirra virðist standa undir þeirri ábyrgð og honum gefur Jesú hlutdeild í hinum eilífa guðlega leyndardómi. Sá eini sem er þess umkominn að fórna hinni verald- legu birtingamynd svo hinn guðlegi Nataiie Portman ieikur Evey fV for Vendetta. Þó myndinfari ekki beint á hin djúpu miö kristindómsins fjallar hún engu að sfður um mikilvægi þess að vera gagnrýninn á heim- inn og leita sannleikans hið innra. Dulspekin Það er ekki hlaupið að því að ætla að útskýra hina kristnu dulspeki. Með afar mikilli einföldun má segja að samkvæmt dulspekinni búi Guð í hinum margskiptu lögum eilífðar- innar og til einföldunar má segja að lögin séu skipt i karlkyns og kven- kyns pör. í eilífðarlagi ljóssins, sem er það lægsta af lögum eilífðarinnar og næst myrkrinu, hinum efnislega heimi, er parið kallað Kristur og Soffía. Þegar Soffía streymir um eilifðina, án félaga sins, verður til vera sem hefði aldrei átt að verða til. Sú ófullkomna vera skapar hina ófullkomnu veröld, falsmynd. Þess vegna sendir Guð Krist og hinn heil- aga anda til að bjarga mannkyninu. Björg þeirra felst í að þekkja hinn innri guðlega neista sem er það eina sem hægt er að leggja traust sitt á en neistarnir skulu sameinast í riki Guðs. Upphaf kaþólskunnar Gagnstætt grunni dulspekimanna var guðspeki íraneusar grundvölluð á einingu hins fullkomna guðs sem skapaði heiminn eins og þrauta- braut svo maðurinn mætti þrosk- ast í lífi sínu. Mannkynssagan er, samkvæmt þessari hugmynd, hluti af ráðabruggi Guðs fyrir mennina og án sársaukans og hins illa eiga mennirnir ekki möguleika á að læra að þekkja Guð. Þessi hugmynd er grunnurinn í hinu kaþólska kerfi. Margvíslegar ástæður eru taldar liggja að baki því að íreneus skar svo harkalega niður þegar hann mat hvort tiltekinn texti væri áreiðan- legur eða ekki og sneið hugmynda- fræði kristindómsins. Ein þeirra er sú að eftir fjögurra ára stríðið milli Rómverja og gyðinga, sem Rómverjar sigruðu, voru gyðingar og kristnir ofsóttir af Rómverjum. íreneus gæti hafa viljað skilja á milli þessara hópa, kristinna og gyðinga, til að tryggja hinum kristnu aukna vernd gegn ofsóknum. Hvort sem þessi varnarskýring á rétt á sér eða ekki er ljóst að með því að hafna Júd- asi, en nafn hans hefur sömu merk- ingu og gyðingur, og skilja á milli Hópur fræðimanna hefur unnið að aldursgreiningu og þýðingu guðspjallsins frá árinu 2004. Júdasarkossinn:„Sá sem drekkur úr mínum munni mun verða eins og ég er. Og ég sjálfur mun verða eins og hann, og hinir huldu hlutir skulu opinberst honum." ÚrTómasarguðspjalii sem telst til apókrýfarbókanna sem hafnað var af smiðum Nýja testamentisins. mentið var þó ekki skrifað á einum degi. Það tók nokkurra alda deilur á milli manna að ákveða hvaða guðspjöll væru verðug. Blóð, sviti og tár runnu áður en samkomulag náðist um endanlega framsetningu og klofningur varð á milli kristinna trúarhópa. Þeir sem lutu í lægra haldi hafa í gegnum aldirnar átt fáa málsvara enda voru lengi litlar heim- ildir um þau guðspjöll sem hafnað var fyrir hundruðum ára. Höfuðrit gegn trúvillu Guðspjöllin eru menn sammála um að hægt sé að rekja allt til 60 e.kr. Þau eru þó misgömul og menn voru lengi sammála um að þessi helstu, kanónurnar sem finna má í Nýja testamentinu, væru eldri en önnur, þó engin handrit í heilu lagi hafi fundist eldri en síðan frá annarri öld. íreneus, Biskup af Lyon, sem kaþólska kirkjan kallar einn af kirkjufeðrunum, var uppi á árunum 130-202 e.kr. Ireneus þessi skrifaði höfuðrit gegn trúvillu þar sem hann beindi spjótum sínum m.a. gegn Júd- asarguðspjalli. Það var íreneus sem ákvað að aðeins fjögur guðspjöll skyldu teljast til hinnar helgu ritn- ingar, fjögur eins og höfuðáttirnar og vindarnir. Ástæða þess að hann valdi Guðspjöll Mattíasar, Lúkasar, Jóhannesar og Markúsar er að lík- indum sú, samkvæmt hópnum sem vann að þýðingu Júdasarguðspjalls, að þau voru einföld og sögðu í meg- inatriðum frá æviferli Jesú. Fjársjóður Egyptalands Þau guðspjöll sem ekki þóttu eins gagnmerk og þau sem Ireníus og Einstakt tækifæri til þess að eignast kínverska listmuni beint frá framleiðendum SYNINGIN HÆTTIR SOLUSYNING A HAGÆÐA HANDGERÐU KINVERSKU POSTULINI Uti- eða inniblómapottar myndir - lampar vasar - skálar og fleira White like jade Bright as mirror Thin as paper Sound like a chime LÚXUS GJAFIR OG SÖFNUNAR VÖRUR - GÓÐ FJÁRFESTING Hlíðasmári 15 Kópavogi Sími 895 8966 Opið yfir páska frá 11:00-21:00

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.