blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 27

blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 27
blaöið FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 TRÚMÁL I 26 gyðinga og kristinna varð lagður grunnur að árhundruða gyðinga- hatri sem enn logar í heiminum. Hetjan Blondína Ofsóknir Rómverja gagnvart hinurn kristnu tóku á sig margvíslegar og óhuggulegar myndir. Kristnir voru notaðir sem ódýr skemmtiatriði í hringleikahúsum Rómverja þar sem þeir voru pyntaðir til dauða eða þeim kastað fyrir villidýr. Að nota kristinn mann til slíks nam ekki nema einum tíunda af kostnaði þess að nota fimmtu gráðu skylm- ingarþræl. Sumir kristnir hópar litu á þennan blóðuga dauðdaga sem skírn í blóði og menn gengu sjálf- viljugir í opinn dauðann til að mæta frelsara sínum. Menn sáu að þannig gætu þeir fórnað líkama sínum eins og Kristur og frelsað sálu sína. Líkt og keltneskar konur, sem börðust í stríðum til jafns við menn, fóru kristnar konur mót dauða sínum með þessum hætti og ein þeirra, Blondina, vakti aðdáun áhorfenda fyrir staðfestu sína en þrátt fyrir óhuggulegar pyntingar hafnaði hún aldrei trú sinni. Konur yfirgefa eiginmenn sína Aðrir telja að Ireníus hafi með niður- skurði sínum á guðspjöllunum verið að bregðast við því að konur y firgáfu eiginmenn sína í hópum á þessum tíma, rökuðu af sér hárið og klæddu sig sem menn vegna hugmynda um hina upphöfnu meyju. Elaine Pagels, prófessor í trúarbragðasögu, hefur bentáaðdulspekiarmurkristindóms- ins hafi notið aukinnar hylli kvenna enda hafi hann talað til þeirra alls ólíkt því sem hinir réttrúuðu kaþól- ikkar gerðu. Maríuguðspjall hafi til að mynda talað um Guð í kvenkyni. Dulspekilærdómurinn fór einnig fram í heimahúsum í samræðum á milli manna en var ekki stýrt af til- teknum prestum og almennt var auk- inn jöfnuður á milli kynjanna innan þessa hóps. Kaþólikkar hafi á hinn bóginn séð kirkjuna sem stigskipt kerfi þar sem hverjum einstaklingi er skipað á tiltekið þrep og stýrt af klerkum og í upphafi einum biskupi sem hafi vald sitt frá Guði. Að auki beittu hinir kaþólsku klerkar sér af hörku gegn konum, sögðu þær óæðri karlmönnum og að þeim bæri að vera þeim undirgefnar. Langt fram eftir öldum, allt til dagsins í dag hafa leyfar þessara hugmynda verið ríkjandi. Tómas Akvínas taldi til að mynda að maðurinn fæddist þroskaheftur, sem kona, ef vindur- inn blési með ákveðnum hætti við getnað barns. Bergmál í bókmenntum Að mörgu leyti minnir Júdasarguð- spjall á aðrar sögur sem bergmálað hafa í mannkynssögunni, bæði í bókmenntum og heimspeki. Sögur þar sem einhver einn reynir að vekja samborgara sína til ábyrgðar á eigin lífi. Ein slík nýtur vinsælda í kvikmyndahúsum heimsins í dag, V for Vendetta, sem á margt sameig- inlegt með sögu Georg Orwell, 1984. I hinni fyrrnefndu er ein megin per- sónan meyjan Evey sem hafnar hinu kvenlega útliti, veraldlegri birtingar- mynd sinni fyrir innri sannleika og lætur af óttanum og þar með hinum veraldlegu ítökum. Þetta er einmitt sú kvenímynd sem kaþólska kirkjan barðist svo hatrammlega gegn á frumdögum sínum, sú sem naut vin- sælda dulspekimanna. Vísindahyggjan Dulspekimynd og hugmyndafræði kristindómsins minnir einnig að mörgu leyti á vísindahyggjuna þar sem hinn veraldlegi heimur er kort- lagður. Lögmálsbinding vísindanna ber með sér skekkjumörk, það bil sem ekki er hægt að negla niður með óyggjandi vissu, og er þar með óskilgreinanlegt. Danski heimspek- ingurinn Sören Kirkegaard talaði um þetta óvissubil sem lausn hins trúaða. Til þess að gefa sig trúnni á vald varð maðurinn að hafa innri vissu sem gerði að verkum að hann gat tekið undir sig stökk og trúin tryggði honum örugga lendingu. Líkt og Jesúm gerir í Júdasarguð- spjalli, hvetur V, i myndinni V for Vendetta, fólkið til að hafna hinni ytri birtingarmynd og leita sannleik- ans innra með sér. Ekki eru öll guðspjöll jöfn sköpuð Philip Jenkins, prófessor í trúar- bragðasögu.hefurgagnrýntNational Geographic rannsóknarhópinn og niðurstöður hans og segir að það sé afar vafasamt að halda því fram að öll guðsjöllin hafi verið sköpuð jöfn. Hann vill meina að Júdasarguðsjall sé yngra en kanónurnar fjórar og því ekki eins sagnfræðilega sterkt. Að auki segir hann að það sé ekkert í Júdasarguðspjalli sem sé svo ólíkt því sem fram kemur í kanónunum fjórum um sekt Júdasar og það megi hreinlega túlka þennan nýja fund sem staðfestingu á því sem áður er vitað. Aðrir segja að margvíslega texta í guðspjallinu megi lesa ein- mitt til staðfestingar á sekt Júdasar: Horn þín hafa þegar risið Reiði þín hefur verið vakin Stjarna þín skín skært Og hjarta þitt hefur (...framhald vantar) Á öðrum stað segir Jesús við Júdas að stjarna hans hafi afvegaleitt hann. Jesús segir einnig við þennan lærisvein sinn: „En þú munt taka þeim öllum fram,“ og hafa þýðendur guðspjallsins lesið það sem staðfest- ingu á því að Júdas hafi verið sá eini sem skildi Jesú til fulls. En gangrýn- endur segja að þessa línu megi allt eins lesa þannig að Júdas muni taka öllum öðrum fram í illsku. Kanón- urnar fjórar ganga þó mislangt í því að kalla Júdas svikara. Þannig segir í Jóhannesarguðspjalli einungis að Jesús hafi sagt við síðustu kvöldmál- tíðina: „Gerðu snögglega það sem þú ætlar að gera.“ Að finna Guð Hina hreinu mynd Guðs er ekki að finna í hinurn veraldlega heimi segir dulspekin. Leyndardóma hans getur hver og einn einungis fundið innra með sér, í hinum guðlega neista, og því ber að varast hjáguðinn og fela honum vald yfir lífi sínu. Hvort sem menn aðhyllast hina hefðbundnu að- ferð hinna rétttrúuðu eða dulspeki- sinna er ekki einhlítt að rnenn finni sannleikann. Hann veltur líklega að rnestu á þvi hvað tónar við hjarta hvers og eins, hvaða gildi mönnum eru tærust og hverju menn kjósa að trúa. Fólk hefur alltaf séð Guð með margvíslegum hætti. ernak@bladid.net www.isam.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.