blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 blaöiö blaöiö== Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net Segir tíðindin vond og verð- bólguhorfurnar slæmar Verðbólgan mœlist nú 5,5% og er langtfyrir ofan markmið Seðlabankans. Útlitfyrirfrekari verðhcekkanir á ncestu mánuðum að mati hagfrceðings Alþýðusambands íslands. AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Lést undir stýri Karlmaður á sjötugsaldri fékk aðsvif og missti stjórn á bifreið sinni þar sem hann ók eftir Reykjanesbrautinni til móts við Kaplakrika í gærmorgun. Svo virðist sem maðurinn hafi misst meðvitund þar sem hann var við akstur og fór hann út af veginum. Vegfarendur og sjúkraflutningamenn komu manninum til aðstoðar en hann var úrskurðaður látinn fljótlega eftir að komið var með hann á sjúkrahús. Það þykir mildi að bíllinn rás- aði til vinstri út af veginum, en ekki til hægri gegn umferð sem kom á móti. Áttu erfitt með svefn? Zhena's Gypsy Tea kann að hjálpa Red Lavander blandan.. hljóðlátt kraftaverk Sölustaðir Bakarameistarinn, Bernhöfts-bakarí, Breiðholtsbakarí, Fjarðarkaup, Cjafir Jarðar, Hjá Jóa Fel, Kaffi Hljomalind, Kaffi Berg, La Vida, Maður Lifandi, Melabúðin, Ostabúðin, Yggdrasill, Kaffi Rós á Akureyri. Englatár - www.englatar.is - 551 8686 Verðbólgan hefur hækkað um rúmt eitt prósentustig frá því í mars samkvæmt útreikningum Hagstof- unnar á vísitölu neysluverðs í apríl. Verðbólgan mælist nú 5,5% sem er þremur prósentustigum fyrir ofan verðbólgumarkmið Seðlabankans. Hagfræðingur Alþýðusambands ís- lands (ASl) segir útlitið dökkt og að óbreyttu stefni allt í endurskoðun kjarasamninga í nóvembermánuði næstkomandi. Almennar verðhækkanir Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,07% frá því í mars samkvæmt út- reikningum Hagstofunnar og er nú 255,2 stig en það jafngildir 5,5% verð- bólgu á síðastliðnum tólf mánuðum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 2,2% sem jafngildir um 9,1% verðbólgu á ári. Samkvæmt vísitölunni hafa inn- lendar vörur hækkað um 5,1% að meðaltali frá því í mars og innfluttar vörur án áfengis og tóbaks um 2,8%. Þá hefur verð á nýjum bílum hækkað um 4,1% og verð á fötum og skóm um 3% á einum mánuði. Verð á bensíni og díselolíu hefur hækkað um 6,7% frá því í mars og allt útlit er fyrir frekari hækkanir miðað við þær verðhækkanir sem hafa átt sér stað á síðustu dögum. Þannig hækkaði Olís verð á bensín- lítra um 3,6 krónur í gær í takt við hækkun Esso frá því á þriðjudaginn. Meðalverð á bensíni er nú um 122,5 krónur og þá kostar lítri af díselolíu um 117,6 krónur. Verðbólgan hefur nú verið átta mánuði í röð yfir efri vikmörkum Seðlabankans og þremur prósent- ustigum yfir verðbólgumarkmiði hans. Leita þarf aftur til ársins 2002 til að finna svipaða verðbólgu og nú mælist. Útlitið dökkt Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur ASÍ, segir stöðuna ekki vera Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í maímánuði árið 2002. góða og allt útlit fyrir enn verri mæl- ingum á næstu mánuðum. „Þetta eru vond tíðindi. Verðbólgan er komin þremur prósentustigum yfir verðbólgumarkmiðið og horfurnar eru slæmar. Við búumst við enn verri mælingum í maí.“ Ólafur segir ljóst að þær kjara- samningsbundnu launahækkanir sem launþegar fengu um síðustu áramót séu horfnar. „Þeir sem ein- göngu hafa fengið almennar launa- hækkanir eru að búa við verulega rýrnandi kaupmátt kjarasamninga. Miðað við núverandi verðbólgumæl- ingar og spár eru allar líkur á því að kjarasamningar verði í uppnámi þegar kemur að endurskoðun þeirra í haust." Að sögn Ólafs hefur veiking krón- unnar átt sér stað mun hraðar en menn gerðu upphaflega ráð fyrir. Þetta mun að hans mati valda því að vöruverð mun halda áfram að hækka á næstu mánuðum og stuðla þannig að enn frekari verðbólgu. Þá dregur Ólafur það í efa að hægt verði að stöðva núverandi verðbólgu- þróun án meiriháttar aðgerða af hálfu stjórnvalda. „Það sem skiptir mestu máli núna er trúverðug efna- hagsstjórn. Hingað til hefur ríkis- stjórnin ekki lagt neitt af mörkum til að stuðla að stöðugleika. Ef eitt- hvað þá hefur hún ýtt undir óstöð- ugleika með m.a. illa tímasettum breytingum á íbúðalánamarkaði og skattalækkunum. Það er mikilvægt að ríkisstjórnin komi með trúverðug viðbrögð við þessari stöðu.“ ■ «! BMiðMki Allir sem vettlingi gátu valdið hjálpuðu við flutninga Blaðsins í gær, þar á meðal Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri. Blaðið flytur í Hádegismóa Starfsmenn Blaðsins hafa síðustu daga unnið hörðum höndum að því að undirbúa flutning á starf- semi þess. Frá því að fyrsta tölu- blað Blaðsins leit dagsins ljós 6. maí á síðasta ári hefur starfsemin verið til húsa að Bæjarlind 14 til 16 í Kópavogi. Það húsnæði var hins vegar kvatt í gær og hafurtask starfs- manna flutt í nýjar höfuðstöðvar að Hádegismóum, nánar tiltekið í prenthús Morgunblaðsins. Milli fimmtíu og sextíu starfs- menn vinna nú hjá Blaðinu og 400 fermetra húsnæði þess í Bæjarlind- inni var löngu orðið of lítið. Nýjar skrifstofur eru mun rúmbetri eða alls rúmlega 600 fermetrar. Páskafrí I kjölfar flutninga og að tilefni páska munu starfsmenn Blaðsins halda í nokkurra daga páskafrí. Næsta tölublað mun vegna þessa koma út miðvikudaginn 19. apríl næstkomandi, eða miðvikudag eftir páska. (^) Heiöskfrt 0 Léttskýjað Skýjað ^ Alskýjað Rignlng, lítllsháttar /// Rigning Súld íjí Snjókoma * * Sjj Slydda Sjj Snjóél yjj Skúr Algarve 19 Amsterdam 11 Barcelona 17 Berlín 10 Chicago 08 Dublin 11 Frankfurt 10 Glasgow 07 Hamborg 08 Helsinki 02 Kaupmannahöfn 06 London 15 Madrid 17 Mallorka 19 Montreal 11 New York 13 Orlando 17 Osló 04 París 12 Stokkhólmur 05 Vín 12 Þórshöfn 04 i •*- v ^ Á morgun Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsíngum frá Veðurstofu íslands -4° 0

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.