blaðið - 08.07.2006, Síða 2

blaðið - 08.07.2006, Síða 2
2IFRÉTTIR LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 blaðið BlaÖiÖ/Frikki Heilsar og kveður Tilkynnt var um að Sigurjón M. Egilsson tæki við starfi ritstjóra Blaðsins í gær. Sigurjón starfaði áður sem frétta- stjóri Fréttablaðsins um árabil og lét hann af störfum þar í vikunni. Ásgeir Sverrisson, sem starfað hefur sem ritstjóri Blaðsins frá því í febrúar, kvaddi starfsfólk Blaðsins i gær.„Ég skýrði stjórn Blaðsins frá þvi i byrjun maímánaðar að ég hefði ákveðið að segja upp starfi ritstjóra. Ég vona að ég Ijúgi engu þegar ég segi að þetta hafi ekki verið stjórninni sérstök gleðifrétt. Ákveðið var að ég myndi sinna starfi ritstjóra þar til nýr maður hefði verið fundinn. Ég vil leggja áherslu á að ekki var um neina erfiðleika eða leiðindi að ræða í samskipt- um mínum og eigenda Blaðsins. Öðru nær, þau samskipti hafa verið með miklum ágætum. fg óska Blaðinu og starfsfólki þess velfarnaðar." Blaðið þakkar Ásgeiri sömuleiðis samstarfið. Helmingi hærri iðgjöld Kona missti systur sína úr krabbameini og þarf að borga helmingi hærri iðgjöld. Forstjóri KB-líf segir verklagsreglur ávallt eins. blaöiö= Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 * www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 51Q 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net 12 kíló af am- fetamíni Tveir menn frá Litháen voru hand- teknir á Seyðisfirði með tólf kíló af amfetamíni falið í bifreið sinni í Norrænu. Mun þetta vera mesta magn af fíkniefnum sem tollgæslan hefur lagt hald á, á Seyðisfirði. Fíkni- efnin fundust fyrir tilstuðlan tollgæsl- unnar í Reykjavík, á Keflavíkurflug- velli og á Seyðisfirði. Þetta er í annað skipti á árinu sem Litháar er teknir með amfetamín á Seyðisfirði en áður hafa menn af sama uppruna verið teknir með talsvert magn af amfet- amíni í Leifsstöð. Létust í mótmælum Tveir lögreglumenn létu lífið í El Salvador eftir að lögreglu og stúd- entum lenti saman í mótmælum vegna of hás miðaverðs í strætis- vagna. Minnst ío lögreglumenn særðust í óeirðunum sem brutust út þegar lögreglumenn hófu að nota táragas gegn stúdentunum í höfuðborginni San Salvador. Mót- mælendur brugðust við með því að hefja skothríð á lögreglumenn og eyðileggja lögreglubíla. Yfir 20 stúd- entar voru handteknir en ekki bár- ust fregnir af því hvort dauðsfall hefði orðið í röðum mótmælenda. Eftir Val Grettisson Systir Sigríðar Þormar, verslunarkonu, þarf að borga helmingi hærra iðgjald fyrir sjúkdómatryggingu vegna þess að systir hennar hafði greinst með krabbamein í ristli. Systir hennar lést fyrir tveimur árum og þá ákvað Sigríður að byrgja brunninn og sækja um sjúkdómatryggingu. Hún segir að hún hafi fengið bréf þess efnis að hún yrði að borga þrettán þúsund krónum meira fyrir trygginguna vegna veik- inda systur sinnar. Örn Gústafsson hjá KB-líf, sem var Alþjóðlega tryggingafélagið, segir að eldki sé farið í manngreinaálit í svona málum. Hann segir að allir séu settir inn í líkindareikni sem baktryggj- endur útvega þeim og farið er eftir þeim niðurstöðum sem koma út úr forritinu. Hversu langt skal ganga? „Ég var rosalega reið út af þessu,“ segir Sigríður en samkvæmt henni mun krabbamein ekki vera arfgengt í fjöl- skyldunni og bendir á að báðir for- eldrar hennar séu langlíf og ekkert sem bendir til arfgengra sjúkdóma. Samkvæmt úrskurði Persónu- verndar á síðasta ári er ekki leyfilegt að afla upplýsinga um þriðja aðila svo sem systur eða foreldra. Sigríður gaf upplýsingarnar af fúsum og frjálsum vilja og segist ekki hafa viljað leyna neinu enda bjóst hún ekki við því að þetta yrði niðurstaðan. Sigríður var líftryggð áður en systir hennar veiktist og brá á það ráð að hækka þá tryggingu vegnaþess að hún gat ekki fengið sjúkdómatryggingu. Sigríður segist reið yfir því að hún geti ekki fengið tryggingu á eðli- legum forsendum vegna þess að systir hennar þjáðist af krabbameini og er hún gáttuð yfir þessu. „Það er alveg hroðalegt að þetta skuli vera svona,“ segir hún og spyr hversu langt þetta eigi að ganga. Hvort barnið hennar þurfi þá einnig að borga hærra iðgjald vegna þess að systir mömmu hennar veiktist? Skilur tilfinningaþrungann Til þess að finna út hvort fólk sé tryggingahæft þarf að renna öllum upplýsingum í gegnum ákveðið lík- indareikniforrit samkvæmt Erni Gústafssyni, forstjóra KB-líf. Hann segir að forritið sé komið frá Swiss Re sem er eitt stærsta tryggingafélag í ver- öldinni. Það félag endurtryggir KB-lif. Örn getur ekki tjáð sig um einstök til- felli en segir að erfitt sé að svara mál- inu. Aðspurður hvort nákomnir ætt- ingjar eigi erfiðara með að tryggja sig heldur en næsti maður segir Örn að stundum sé svo en þá er um að ræða arfgenga sjúkdóma. Að sögn Arnar fara þeir eftir settum reglum sem flest öll trygginga- félög veraldar fara eftir. Hann segir þessar reglur afar sambærilegar hvert sem litið er. Hann tekur fram að þetta sé nötur- legur veruleiki og skilur tilfinninga- þrunga fólks sem lendir í aðstæðum þar sem þau geta ekki tryggt sig af einhverjum ástæðum. Eins reglur í allri veröldinni Örn tekur fram að ef einstaklingum er hafnað um tryggingu þá beri trygg- ingafélaginu að upplýsa viðkomandi um ástæðuna. Hann segir að það sé að sjálfsögðu dæmi fyrir því að fólk verði afar tilfinningalegt vegna þeirra mála og er þeim þá undan- tekningalaust bent á að þau geti beint málum sínum til úrskurðarnefndar vátryggingamála og fengið úr skorið hvort um réttmætt mat var að ræða eða ekki. Örn ítrekar að þeir fari eftir settum reglum og stöðluðum verklagsreglum sem gildi út um allan heim og að Is- land sé ekki öðruvísi í því tilliti. valur@bladid.net Gæsluvarðhald vegna skotárásar Tveir menn voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í gær en einum var sleppt í tengslum við rannsókn á skot- árás í Hafnarfirði í lok júní. Annar mannanna er grunaður um að hafa hent eldsprengju að sama húsnæði sólarhring síðar. Forsaga málsins er sú að tveimur skotum var hleypt af inni í íbúðarhverfi í Hafnarfirði að morgni 21. júní. Tildrög árás- arinnar eru talin mega rekja til ósættis þriggja manna sem voru innandyra þegar skotárásin var gerð. Það ósætti endaði í fyrr- nefndri skotárás. Átta handteknir I kjölfar árásarinnar hefur lög- reglan leitað á heimilum viðkom- andi auk þess sem leitað var í bif- reiðum. Við leitina hafa fundist ýmisleg vopn, til dæmis kylfur, hnúajárn og skotfæri, sem voru haldlögð af lögreglu. Innan við sólarhring eftir skotárásina voru átta einstaklingar handteknir, þrjár konur og fimm karlmenn. Fimm hinna handteknu var sleppt að skýrslutökum loknum en þrír úrskurðaðir í gæsluvarð- hald. Mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald munu sitja inni til 29. ágúst 2006. Rannsókn málsins stendur enn yfir. Skelkáður í læknisskoðun Tígrisdýraungi gengst undir læknisskoðun hjá dýralæknum í Smithsonian-dýragarðinum í Washington í gær. Ekki er að sjá að unganum lítist nokkuð á blikuna, enda þykir yngri kynslóðinni sjaldnast skemmti- legt að gangast undir læknis hendur. Þrír tígrisdýraungar fæddust í dýragarðinum í lok maímánaðar og eru þeir því orðnir sex vikna gamlir. Údýr sumarblóm 20% afsláttur af trjám og runnum 50% afsláttur af gjafavöru Betrí plöntur á góðu verði Tilboð alla daga 0 HdðskM0 Léttskýjaðj^At'Skýjað Alskýjað'^^ Rignlng,lltilsháttar4^Rigning-^Súld •- SnJókoma<tfpK SlyddaífeisSnjúél s iinjjjlj' Algarve 24 Amsterdam 21 Barcelona 28 Berlín 22 Chicago 20 Dublin 17 Frankfurt 20 Glasgow 14 Hamborg 22 Helsinki 27 Kaupmannahöfn 22 London 20 Madrid 32 Mallorka 30 Montreai 22 NewYork 22 Orlando 22 Osló 19 París 23 Stokkhólmur 29 Vín 23 Þórshöfn 12 Veðurhorfur í dag Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.