blaðið - 08.07.2006, Side 22

blaðið - 08.07.2006, Side 22
22 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 blaðið Óhreinu bömin hennar Evu Það er glæpur þjóðfélagsins að dæma helsjúkan eiturlyfjaf íkil til vistar í almennu fangelsi að mati Njarðar P. Njarðvík sem telur að koma verði upp sérhæfðum, lokuðum meðferðar-^ stofnunum fyrir þetta fólk. Hann gagnrýnir stjórnvöld harkalega fyrir áhugaleysi þeirra um fíkniefnavandann sem sé mesta böl þjóðarinnar. Njörður P. Njarðvík ber íslensk stjórnvöld þungum sökum í opnum bréfum sem hann birti í Morgunblaðinu fyrir fáeinum vikum. Hann sakar ráðamenn þjóðarinnar og æðstu menn dómsvaldsins um að sýna fíkniefnavandanum, stærsta böli þjóðarinnar, engan raun- verulegan áhuga og gagnrýnir harkalega hvernig farið er með eiturlyfjafíkla í dómskerfinu. Einar Jónsson hitti Njörð að máli og ræddi við hann um fíkniefna- vandann og hvernig stjórnvöld hafa brugðist skyldu sinni við að taka á honum. ,Mér finnst eiginlega mesti vandinn vera fólginn í því að það virðist ekki vera litið á þetta sem vandamál. Þó að það sé sífellt verið að tala um það er í rauninni ekkert gert. Það er mikið gert úr umferðarslysum og ég ætla nú ekki að fara að gera lítið úr þeim en á síðastliðnum tíu árum hafa 400 manns af þeim sem eru á skrá hjá SÁÁ og eru yngri en 55 ára látist beinlínis af völdum fíkniefna. Það tekur enginn eftir því. Það ríkir þögn um þetta. Eg hef á tilfinningunni að menn vilji ekki vita af þvi sem aflögu fer. Þetta er eins og með óhreinu börnin hennar Evu sem hún reyndi að fela fyrir Guði þegar hann kom í heim- sókn. Það er eins og menn vilji ekki horfast í augu við þennan vanda,“ segir Njörður. Lýsi eftir heildstæðri baráttu Fíkniefnavandinn er margþættur og teygir anga sína inn á ólík svið sam- félagsins. Mismunandi þættir hans falla undir ólík ráðuneyti svo sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neyti, félagsmálaráðuneyti og dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Þetta kann að skýra að einhverju leyti hversu illa baráttan gegn fíkniefnabölinu hefur gengið í gegnum tiðina. Njörður gagn- rýnir meðal annars að í stjórnkerf- inu virðist ekki vera litið á hann sem heildarvandamál heldur er athygl- inni aðeins beint að einstökum þætti hans í einu. „Það sem vantar og ég er í raun að lýsa eftir er heildstæð bar- átta. Það þarf að berjast gegn öllum þessum þáttum samtímis með sam- hæfðum hætti. Ég get ekki séð að sú ákvörðun nokkurn tíma verið tekin að gera það,“ segir hann. Aðeins lítilræði næst Illa er búið að lögreglu og tollgæslu í landinu að mati Njarðar sem hamlar þeim í baráttunni gegn fíkni- efnunum. „Ég skil ekki af hverju löggæslan nær ekki betur til þeirra sem selja eiturlyfin. Við vitum að lögreglan er vanmönnuð og þessi þáttur virðist ekki hafa neinn for- gang umfram aðra. Það er kannski vegna þess að þetta er fyrirhafnar- samara. Síðan hefur mikið verið rætt um innflutninginn og tollgæsl- una. Tollgæslan hefur sagt að hún komist ekki yfir að skoða nema um eitt prósent af þeim gámum sem eru fluttir til landsins. Það sem finnst af eiturlyfjum er oftast nær það sem burðardýr eru með á sér. Því er jafnvel lýst yfir að það sé ein- hvers konar sigur að finna kannski 20-30 grömm. Hvað er það? Það er í raun bara dæmi um ósigurinn. Sam- kvæmt opinberum skýrslum annars staðar frá þá nást kannski fimm prósent af því sem reynt er að flytja inn ef vel gengur sem táknar að um 95% nást aldrei. Þetta sem finnst er reiknað sem eðlileg afföll af verð- inu,“ segir Njörður. Þjóðfélagsglæpur að senda helsjúka fíkla í fangelsi Fíklar sem neyta harðra eiturlyfja leiðast nær undantekningalaust út í afbrot og glæpi enda ekki á færi venjulegs manns að fjármagna neysluna. „Þegar menn hafa ánetjast þessum efnum koma til sögunnar fráhvörfin og vanlíðanin sem kallar á meira. Við vitum að fólk gerir næstum hvað sem er til að lina þessar þjáningar og halda áfram í neyslu. Við þessa fíkniefnaneyslu verða breytingar á persónuleika þess og það er eins og það sé komið í álög.“ Eiturlyfjafíklar eru yfirleitt ekki dæmdir fyrir eiturlyfjanotkunina sjálfa heldur fyrir afbrot sem tengj- ast henni svo sem innbrot, ofbeldi eða eitthvað þess háttar. „Það sem mér finnst hreint út sagt skelfilegt er að þetta fólk er handtekið, það er yfirheyrt og því er sleppt en fær ekki dóm fyrr en löngu síðar. Þá er fíkillinn jafnvel búinn að fara í með- ferð og ná sér á strik. Hann er settur í almennt fangelsi og ég segi að það sé glæpur þjóðfélagsins sem þjóni engum tilgangi. Við erum enn svo aftarlega í hugsun okkar í réttvísi og dómsmálum að við viljum refsa

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.