blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 7

blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 7
blaðið LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 FRÉTTIR I 1 Mældist á 164 kílómetra hraða: Á ofsahraða meðan fólk ræddi banaslys Ökumaður mótorhjóls brunaði misstu hins vegar sjónar á honum á 164 kílómetra hraða í gegnum og óskuðu eftir liðssinni starfssystk- Kópavog á níunda tímanum í fyrra- ina sinna í Hafnarfirði. Lögreglan kvöld. Þetta gerðist á sama tíma þar gat hins vegar litla aðstoð veitt og fjöldi mótorhjólamanna var á þar sem enginn lögreglubíll var á fundi í Laugardalshöll þar sem svæðinu og sýnt að hann yrði ekki vekja átti menn til umhugsunar kominn á svæðið fyrr en eftir að vegna banaslysa mótorhjólamanna mótorhjólið væri farið fram hjá. að undanförnu. í fyrrinótt mældu lögreglumenn Lögreglumenn við hraðaeftirlit í Reykjavík svo tvö mótorhjól sem urðu fyrst varir við manninn nærri ekið var á rúmlega 140 kílómetra Smáralind og hófu þá eftirför. Þeir hraða. Starfshópur samgönguráðherra Vinnur að frekari undirbúningi hafnar- gerðar í Bakkafjöru. Samgönguráðuneyti: Skoða jarð- gangaskýrslu Samgönguráðuneytið ætlar að fá sérfræðinga til að fara yfir efni nýrrar skýrslu sem unnin var fyrir Ægisdyr, félags áhugamanna um jarðgöng milli lands og Vestmanna- eyja, og meta hvort rétt sé að leggja í meiri rannsóknir vegna hugsan- legra jarðganga. I frétt frá ráðu- neytinu segir að verið sé að vinna að framtíðarlausnum í samgöngu- málum Vestmannaeyja í samræmi við þær tillögur sem nefnd undir for- mennsku Páls Sigurjónssonar verk- fræðings vann. Niðurstaða þeirrar nefndar var að fýsilegasti kosturinn um framtíðarskipan samgangna milli lands og Eyja væri gerð hafnar í Bakkafjöru. Starfshópurinn, sem vinnur að frekari undirbúningi hafnargerðar, er að taka til starfa og mun vinna hans halda ótrufluð áfram þrátt fyrir athugun á skýrsl- unni sem unnin var fyrir Ægisdyr. Eftirlíkingar? „Tilgangur Mjólku virðist vera sá að rugla neytendur í ríminu" Osta- og smjörsalan: Mjólka hermir Osta- og smjörsalan hefur krafist þess að Mjólka hætti án tafar sölu fetaosts eða breyti umbúðunum. í frétt frá Osta- og smjörsölunni segir að merkimiðarnir og glerkrukk- urnar sem Mjólka notar séu í eins í litum og lögun eins og fetaostur Osta- og smjörsölunnar sem hefur verið til sölu í mörg ár. „Tilgangur Mjólku virðist vera sá að rugla neytendur í ríminu og hagnast á vel þekktum umbúðum Osta- og smjörsölunnar. Verði Mjólka ekki við þessari kröfu verður krafist lögbanns á sölu Mjólku á fetaosti í þessum eftirlíkingum." Samkvæmt mati lögfræðinga Osta- og smjörsölunnar er notkun Mjólku á fyrrnefndum umbúðum skýrt brot á vörumerkjarétti og felur jafnframt í sér brot á lögum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. SUND ER LEIKUR AFGREIÐSLUTIMI LAUGA Virka daga frá kl. 6:30 - 22:30 Helgarkl. 8:00 - 22:00 afgreiðslutími er mismunandi eftir sundstöðum, sjá nánar á www.itr.is Stakt gjald fullorónir 280 kr. 10 mióa kort fullorðnir 2.000 kr. Stakt gjald börn 120 kr. 10 miða kort barna 800 kr. Sund er æðislegt www.itr.is 1 sími 411 5000 Laugarnar í Reykjavík

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.