blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 15

blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 15
blaðið LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 Ríi j/X „Allir sannir vísindamenn hljóta að hafa trúarlega þörf“ Albert Einstein m ’ ‘ /i.Ti ? Xbox 360 í uppáhaldi Tækjaaðdáendur hafa valið Xbox 360 tölvuna frá Microsoft besta „tækið“. Tölvan bar þannig sigurorð af tölvum á borð við PlayStation Portable (PSP) frá Sony og DS Lite frá Nintendo. Það voru yfir 5000 lesendur blaðs- ins T3 sem völdu Xbox 360 besta tækið. Önnur tæki sem fengu verð- laun voru iPod 30 gígabæt sem valinn var besti mp3-spilarinn og Sony Ericsson W810i sem valinn var besti farsíminn. Verðlaun fyrir bestu fartölvuna hlaut Apple fyrir MacBook Pro tölvuna sína. Allt þegar þrennt? Foreldrar virðast hafa nokkuð til síns máls þegar þeir hvetja börn sín til að slökkva á sjónvarpinu eða tónlistinni á meðan þau læra sam- kvæmt AP. Ný rannsókn sýnir fram á að áreiti verði til þess að þekkingin síast hægar inn og það verði erfiðara að grípa til hennar seinna. „Það sem er nýtt í þessu er það að þó að þú getir lært þrátt fyrir truflun og áreiti, þá breytir það því hvernig þú lærir sem gerir lærdóm- inn slakari og síður nytsamlegan,“ segir Russell A. Poldrack, sálfræði- prófessor við Kaliforníuháskóla í Los Angeles. Samkvæmt Poldrack er hægt að skipta því hvernig heilinn meðtekur lærdóm í tvö stig. Annað er þekking sem hægt er að læra utan að og grípa til við mismunandi aðstæður. Dæmi um það er símanúmer sem lært er utan að. Hitt er þekking sem fest- ist í vana en ekki í minninu. Dæmi um það er að slá inn símanúmer mörgum sinnum án þess að læra tölurnar utan af. Vaninn er þannig lærður sem gerir þekkinguna háða aðstæðum en ekki sveigjanlega eins og í fyrra tilfellinu. Samkvæmt rannsókninni verður sífellt áreiti utanað frá til þess að heilinn skiptir frekar yfir í vana eða aðstæðubundin lærdóm. Það getur þá orðið til þess að skilyrða hugsun- ina seinna meir. Hungraðir menn og þybbnar konur Fæðuframboð virðist hafa áhrif á makaval karlmanna ef marka má nýlega rannsókn sem gerð var í Bret- landi. 6i háskólanemi tók þátt í til- rauninni þar sem þeir voru beðnir um að segja hversu hungraðir þeir voru á bilinu 1-7. I rannsókninni kom fram að hungraðir menn löðuð- ust frekar að þyngri konum en þeir sem voru mettir. Þetta kemur fram á vef BBC en niðurstöður rannsókn- arinnar voru kynntar í tímaritinu The British Journal of Psychology. í sumum samfélögum þar sem fæðuframboð er takmarkað, eins og sums staðar í Suður-Kyrrahafi, eru þyngri konur eftirsóttar af karl- mönnum. Vísindamenn telja það merki um ákveðið náttúruval. Karl- menn leita þannig að heppilegum mökum til að fæða næstu kynslóð. Bústin kona er talin vera heilbrigð- ari í slíku samfélagi og því líklegri til að ala heilbrigt afkvæmi. Á vesturlöndum hefur þróunin víðast verið á hinn bóginn þar sem grannir líkamar eru dýrkaðir. Upp til hópa stríða íbúar á Vesturlöndum ekki við alvarlegan matarskort en þær ímyndir sem haldið er að fólki í vestrænum samfélögum hafa einnig áhrif. Keppnin fer fram á bílastæði Mjólkursamsölunnar að Bitruhálsi í Reykjavík í dag laugardag 29. júlí kl. 16 til 19. Drifter-keppni felst í eins konar „freestyle akstri“ meö kröftugu spóli í hringi og skriði (slide) eftir brautinni innan tímamarka. Þetta er frábær skemmtun sem þú veröur aö sjá. Komdu á NEXEN drifter aksturskeppnina. Lestu um keppnina: www.max1.is Aðgangseyrir er 500 kr. Frítt fyrir 11 ára og yngri í fylgð forráðamanna. Keppnishaldarar NEXEN drifterkeppninnar eru BfKR (Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur) og Max1 Bílavaktin í Reykjavík í samstarfi við dekkjaframleiðandann NEXEN, sem jafnframt er styrktaraðili keppninar. Þetta er í annað skiptið sem svona keppni er haldin hér á landi. I\EX3\I lúIAftl ^VV^V^V.V.SV.V.V.V.V.V.V^AVVA^V.V

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.