blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 16
16 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 blaöið Inda Hrönn Björnsdóttir og Brjann Guðjonsson: Viljum skila því Nú um helgina verð- ur haldin glæsileg fjölskylduhátíð SÁÁ að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Þar mun koma saman fjöldi fólk og gera sér glaðan dag án áfengis og vímuefna. Félags- starf í SÁÁ er mjög öflugt og tekur ungt fólk mikinn og virkan þátt í öllu starfinu. Þau Inda Hrönn Björnsdótt- ir og Brjánn Guðjónsson starfa bæði innan SÁÁ. Ung að árum þurftu þau að horfast í augu við eigin ofneyslu á áfengi og vímuefnum. Þau leituðu sér bæði aðstoðar hjá SÁÁ og hafa náð að hefja nýtt og betra líf. Nú að- stoða þau ungt fólk við að feta beinu brautina. Árlegur viðburður Brjánn og Inda Hrönn bíða helgar- innar með eftirvæntingu en þau hafa bæði lagt sitt af mörkum við skipu- lagningu hátíðarinnar. „Þetta er árleg hátíð okkar sem kjósa að skemmta sér án áfengis og vímuefna. Hátíðin hefur alltaf verið haldin á Staðarfelli sem er meðferðarheimili SÁÁ en þetta árið var ákveðið að gera eitt- hvað nýtt og gera meira úr hátíðinni. Við erum mjög stolt af framtakinu, þetta verður frábær samverustund fyrir alla fjölskylduna og fjöldinn allur af góðum listamönnum mun stíga á svið. Við gerum heilmikið fyr- ir börnin og er mikið lagt upp úr því að þau njóti sín sem best. Þau geta farið í listasmiðju sem Tolli sér um, ávextir úr Ávaxtakörfunni koma í heimsókn og ýmislegt annað verður í boði fyrir þau,“ segir Brjánn. Inda Hrönn segir alla aðstöðu að Hlöðum vera til fyrirmyndar. Þar sé sundlaug, stór tjaldstæði og félagsheimili. Einn- ig ættu gestir ekki að verða hungur- morða þar sem grænmetisgyðjan Solla, kennd við Grænan kost, mun sjá um matseldina. „Ungt fólk í SÁÁ hefur alltaf verið duglegt að hjálpa til við þessar hátíð- ir og slíkt félagsstarf gefur þeim sem það stunda ákaflega mikið. Okkur finnst báðum stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu starfi. Við höfum bæði verið virk í starfi SÁÁ í fimm ár og viljum gera okkar besta til þess að hjálpa ungu fólki að byggja upp líf sitt á ný eftir erfiða tíma. Innan SÁÁ er starfandi öflugur félagsskapur ungs fólks sem hefur verið mjög virk- ur í vetur. Félagsstarfið hefur sjaldan staðið með svo miklum blóma,“ segir Inda. Krakkarnir segja að það fólk sem hafi verið virkast í starfinu í vetur hafi borið hitann og þungann af und- irbúningi hátíðarinnar um helgina og líta þau á hana sem eins konar upp- skeruhóf eftir frábæran vetur. Inda Hrönn og Brjánn eru ekki í vafa um að félagsstarfið hafi mikla þýðingu fyrir þá sem eru að reyna að losna úr klóm áfengis- og vímuefnaneyslu. „Það er mjög nauðsynlegt fyrir þá sem eru að ná bata að það taki eitt- hvað við eftirþessa erfiðu tíma. Einn- ig er mjög nauðsynlegt að geta leitað til annarra sem hafa þurft að glíma við svipaða hluti og fá þar stuðning," segir Brjánn. Betra líf handan við hornið Þrátt fyrir að Inda Hrönn og Brjánn séu aðeins 24 ára gömul hafa þau gengið í gegnum mikla raun. „Ég Inda Hrönn og Brjánn Horfa björtum augum til framtíðar. hilma@bladid.net ef við þurfum á henni að halda. Við höfum sjálf líka þurft að vinna mik- ið fyrir batanum. Þetta ferli hefur tekið mikið á, það er erfitt að breyta lífi sínu og við skiljum vel að margir þurfi að taka nokkur tilhlaup að því marki.“ Öflugar forvarnir nauðsynlegar Krakkarnir segja forvarnir nauð- synlegar en að öflugustu forvarn- irnar eigi heima inni á heimilunum. „Fjölskyldan verður að vera til staðar og styðja við bakið á börnunum sín- um. Því unga fólki sem fær góðan stuðning heima fyrir gengur mun bet- ur að ná bata en þeim sem fá litla að- stoð frá fjölskyldu sinni. Við þurfum að horfast í augu við þennan vanda og vera meðvituð um að það skiptir „Okkar tilgangur með öllu þessu starfi er að sýna öðrum að þetta sé hægt og að það sé líf eftir neyslu, meira að segja mjög gott líf." miklu máli að reyna að fresta áfengis- neyslu ungs fólks þar til þau hafa náð fullum þroska. Hvert ár skiptir máli I því sambandi," segir Inda Hrönn. Brjánn bætir við að árangurinn af starfi SÁÁ sé gríðarlegur og að nauð- synlegt sé að stjórnvöld tryggi starf- inu nægilegt fjármagn. Brjánn og Inda Hrönn horfa bæði björtum augum til framtíðar og von- ast til að geta hjálpað sem flestum að feta hina beinu braut. „Okkar til- gangur með öllu þessu starfi er að sýna öðrum að þetta sé hægt og að það sé líf eftir neyslu, meira að segja mjög gott líf. Ég væri ekki edrú í dag ef það væri ekki mun betra líf en að vera alltaf fullur. Þannig er það bara,“ segir Brjánn að lokum. Krakk- arnir vonast til þess að sjá sem flesta að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd um helgina. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á vefsíðunni www.saa.is. BlaöiÖ/Steinar Hugi fór í meðferð áður en ég náði aldri til þess að kaupa áfengi. Eg var hættur að ráða við mína neyslu og eina leið- in út var að fara í meðferð og byggja upp lífið á ný. Með hjálp SÁÁ hef ég náð að snúa við blaðinu og í dag er ég staddur á góðum stað í lífinu, þökk sé öllu þessu góða fólki í SÁÁ. Það er ein aðalástæðan fyrir því að við erum að leggja alla þessa vinnu á okkur. Við viljum gefa til baka því við höfum þegið svo mikið. Við vilj- um hjálpa öðrum ungum krökkum að komast út úr þessu og gefa þeim von um það sé til eitthvað annað og meira en stanslaus neysla. Við þekkj- um bæði hvert Bakkus getur leitt fólk og viljum gera allt til þess að forða fólki frá því að lenda í klóm hans,“ segir Brjánn. Inda hefur svipaða sögu að segja. „Eins og hjá mörgum öðrum byrjaði neysla mín sem fikt. Svo missti ég fljótlega tökin. Áfengi og vímuefni fóru að lita allt mitt líf og ég hafði enga stjórn á neyslunni. Ég leitaði mér hjálpar nokkrum sinnum hjá SÁÁ, síðast í byrjun árs 2001. SÁÁ bjargaði lífi mínu. Ég hef nú verið viðriðin félagsskapinn í sjö ár en hef nú verið edrú í fimm og hálft ár.“ Brjánn segist hafa verið mjög heppinn enda hafi hann bara þurft að ganga í gegnum eina meðferð og allt hafi gengið ákaflega vel eftir það. Inda Hrönn segir batann þó snúast um meira en heppni. „Við fengum miög mikla og markvissa hjálp frá SÁÁ til þess að komast úr þessu lífs- munstri og getum enn fengið aðstoð ; í I I í I ) j !

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.