blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 25
blaðiö LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 25 menning@bladid.net dagar koma sem ég Afmæiisbörn dagsins held ao eg deyi ur of mikilli ALEXIS DETOCQUEVILLE LÖGFRÆÐINGUR, 1805 fullnægingu“ JEAN baudrillard heimspekingur, 1929 Salvador Dali '*4l' Verk eftir Árna Rúnar Art-Iceland í Mublunni Fyrsta samsýning Art-lceland. com opnar þann 29. júlí í Mubl- unni í Kópavogi. Listamennirnir sem standa fyrir sýningunni eru þau Árni Rúnar Sverris- son, Helga Sigurðardóttir og Álfheiður Ólafsdóttir. Sýningin nefnist Orkuflæði. Árni Rúnar Sverrisson er undir sterkum áhrifum frá litbrigðum og formum frum- gróðurs jarðar. Á lönaum göngum um hálendi íslands hafa sprottið upp hugmyndir af þessum sérstæðu málverkum Árna. Álfheiður Ólafsdóttir nálgast myndefnið sitt með krafti og sterkum litatónum. Hún einbeitir sér algjörlega að verkinu og lætur umhverfið flæða í gegn um fingurna. Málverkin eru unnin í kyrrð náttúrunnar og allar málaðar undir berum himni. Verk eftir Helgu Helga Sigurðardóttir slær á litastrengi með ákefð og ákveðnum stíl. Krafturinn í myndum hennar dregur fólk með í ferðalag inn i kraftmiklar og litríkar tilfinningar. Myndir hennar eru upphaf ævintýris Söngvar Út er komin bókin Söngvar en hún er sjötta Ijóðabók Þórs Stef- ánssonar. I Söngvum leikur höf- undur sér að rími og stuðlum og kemur víða við í umfjöllunar- efnum. Tónninn í Ijóðunum er oft gáskafullur þótt fjallað sé um háal- varleg efni.Fyrri frum- samdar Ijóðabækur Þórs eru: Haust- regnið magnast, 1989, í gróðurreit vorsins, 1990, Hjartarætur í snjónum, 1995, Ljóð út í veður og vind, 1998, ( Ijósi þínu, 2003. Þór er einnig ötull Ijóðaþýðandi. Hann hefur þýtt fimm bækur eftir franska skáldið Guillevic en síðast sendi hann frá sér safn Québecskálda. Þá hefur hann valið og þýtt safn Ijóða eftir 25 (slensk samtíma- skáld á frönsku. Útgefandi er Deus. ■ ■ ■ S Wj m m H1 \\ \\ 4 ' 11 u 1 J « ■. .'F \ m l ul í I i | 1 | I; ' ™ 1 ýg ; ■ l|il j Kjarvalssýning í Gerðarsafni Um helgina lýkur sýningunni .Kraftur heillar þjóðar" í Gerðar- safni þar sem tekið hefur verið saman einstakt safn af verkum Jó- hannesar S. Kjarvals sem eru í eigu Landsbankans. Á morgun klukkan 15:00 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna þar sem Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, segir frá verkunum. „Ég mun bæði ræða tengsl Kjar- vals við Landsbankann, sýninguna sjálfa og ýmsa þætti í hans myndlist þar sem ég tengi verkin við hitt og þetta í hans lífi. Sýningin er sett upp vegna þess að Kjarval og Lands- bankinn eru jafnaldrar. Bankinn fékk starfsleyfi árið 1885, sama ár og Kjarval var fæddur. Þegar hann fór til náms þá var það lán og pen- ingavilyrði úr Landsbankanum sem hann fékk til að framfleyta sér. Þeg- ar hann kom heim upp úr 1920 þá var hann fenginn til að mála fyrstu bankastjóra Landsbankans, lífs og liðna,“ segir Aðalsteinn. Kjarval fékk síðan það verkefni að mála veggmyndirnar á banka- stjóraganginn í höfuðstöðvunum í Austurstræti. „Á fjórða áratugnum var Kjarval kominn með vinnustofu handan götunnar og var stöðug- ur gestur í bankanum, nánast öll hans viðskipti fóru fram í gegnum bankann og það eru til alls konar skemmtisögur tengdar því. Hann hafði það þá fyrir sið þegar hann beið í bankanum að teikna stöðugt á víxileyðublöð og reikningseyðublöð. Það lá þá skæðadrífa eftir hann en það var ailtaf einhver í bankanum sem hafði vit á því að halda þessu til haga. Til skamms tíma var þetta til í bankanum en ég veit í raun ekki hvað hefur orðið af þessu krassi öllu. Síðan var bankinn náttúrulega stöð- ugt að kaupa af honum verk og kom sér upp þessu safni smám saman,“ segir Aðalsteinn. Kjarval hélt áfram með veggmynd- ina í Austurstræti eftir 1960 og má með sanni segja að tengsl Kjarvals og Landsbankans hafi ætíð verið ná- in. Það mætti jafnvel halda þvf fram að þegar kemur að auðmagni hafi Kjarval verið besta fjárfesting Lands- bankans á 20. öldinni. Leiðsögn Aðalsteins hefur notið mikilla vinsælda á sýningunni en síðasta sunnudag komu um 100 manns og hlýddu á þann fróðleik sem hann hafði fram að færa um Kjarval og verk hans. Þar fyrir utan hefur verið mikil aðsókn á sýning- una. „Ég held að þau í Gerðarsafni hafi talið í kringum 50 manns upp á hvern dag og ég held að það verði að teljast gott yfir sumartímann,“ segir Aðalsteinn. Sýningin í Gerðarsafni er opin frá 11-17 laugardag og sunnudag og er að- gangur ókeypis. Á þessum degi árið 1981 giftist Karl bretaprins Díönu Spencer sem var ungur enskukennari. Athöfnin fór fram í Sankti Páls-dómkirkjunni f Lundúnum þar sem voru 2.650 gestir. Talið er að allt að einn millj- arður manns um allan heim hafi fylgst með athöfninni í sjónvarpi. Fyrri sonur þeirra hjóna, William, fæddist árið 1982, og Harry tveimur árum síðar. Parið var öfundað lengi vel en fljótlega fór að bera á brestum í sam- bandi þeirra. Að sið slúðurblaða voru öll herlegheitin í beinni útsend- ingu en þau skildu árið 1992. Fjór- um árum sfðar afsalaði Díana sér öllum kröfum gagnvart krúnunni gegn þvf að fá að halda íbúðum sín- um og titlinum „Prinsessa“. Díana var dáð um allan heim og óhætt að segja að Karl hafi aldrei fengið álíka viðtökur. Réði þar sennilega mestu um að Díana helg- aði góðgerðamálum stóran hluta af tíma sínum auk sterks og heil- steypts persónuleika. Díana lést í bílslysi árið 1997 í Frakklandi ásamt Dodi Al-Fayed. Árið 2005 giftist Karl ástkonu sinni Camillu Parker-Bowles en hún virðist aldrei hafa náð viðlíka FERÐALOG 5= blaöiðs Magnús Gaúti Hauksson • Siuii 510 3723 • G:nn 691 230') • inaggKji'vbl Katrin L. Rúnaisdóttú • Suni 510 3727 • Gsm 856 4250 • kata@bladid.ri)

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.