blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 blaðið HVAÐ FINNST ÞER? Borgar Borgar skatta? Það cr tnilli niín og sknttsins og gm W A 'A folk@bladid.net kenuir engnm öðrum við. Borgar Þór Einarssoii, formaður SUS. Samband ungra sjálfstæðismanna stóð fyrir að- gerðum í afgreiðslu Skattstjórans i Reykjavik í gær sem miðuðu að þvi að hindra aðgang almennings að álagningarskrám sem þar lágu frammi. Smáborgarinn AÐ SKÍTA Á SIG Smáborgarinn var að lesa hugleiðingar bandaríska rithöfund- arins Kurt Vonnegut en hann er orðinn gamall maður. Þrátt fyrir það er hann enn næmur á veik- leika manna og þjóðfélaga. Heiti bókarinnar má lauslega þýða sem: Maður án lands (Vonnegut finnur sig nefnilega ekki í Banda- ríkjum Bush yngri). Vonnegut barðist í seinni heims- styrjöldinni og var stríðsfangi í Dresden þegar Bretar gerðu loftárás á borgina. Um þetta tímabil ævi sinnarfjallar Vonnegut í bókinni Slaucjhterhouse 5. Bókin er áhrifamikil a þann máta að þar reynir Vonnegut að lýsa því sem ekki er hægt að lýsa, að koma skelfilegri reynslu í orð. Slaughter- house 5 fjallar um hvernig mann- eskjur nota húmor til að breiða yfir hörmungar lífsins, hvernig Smáborgarinn sá fyrir mörgum árum myndina Björgun óbreytts Ryans. manneskjur bregðast oft órökrétt og tilviljanakennt við aðstæðum. í hugleiðingum sínum er Von- negut svo sem ekki að feta nýjar slóðir, það sem hann bendir á „vissu“ flestir. Hann lýsir undrun sinni á því að þetta ástand dags- ins í dag í Ameríku hafi skapast. Hann agnúast út í tóbaksfram- leiðendur fyrir að hafa ekki getað kálað sér áður en Ameríku yrði stjórnað af mönnum sem heita Bush, Dick og Colon (Colon er reyndar ekki inni í myndinni lengur). Hugleiðingarnar setur Von- negut fram á sinn kaldhæðnislega hátt og hann reykir víst enn. Eðlilega hefur seinni heimsstyrj- öldin verið Vonnegut hugleikin og vísanir í hana má sjá víða í verkum hans. Smáborgarinn sá fyrir mörgum árum myndina Björgun óbreytts Ryans. Byrjunaratriðið er eitt það magnaðasta sem sést hefur á hvíta tjaldinu þar sem allt skelfur, líkamar eru brytjaðir niður í kúlnahríð, menn missa stjórn á sér, skíta á sig og grenja. Síðan hélt myndin áfram og varð týpísk bandarísk vælumynd með tilheyrandi fiðluvæmni en byrjunin stendur fyrir sínu. Kurt Vonnegut sá ekki hóp hugrakkra hermanna berjast í seinni heimsstyrjöldinni heldur hóp barna sem pissuðu og skitu á sig af hræðslu. Fyrir Vonnegut er skítur einfaldlega skítur. Mitt annað heimili Gerður G. Bjarklind eyðir helginni upp í sumarbústað enda segir hún að hann sé nánasthennarannað heimili. Bústaðurinn er i Bjarkarborgum i Grímsnesi og hefur verið þar í 16 ár. Sumarbústaðurinn er besta bilunin Gerður G. Bjarklind útvarpskona ætlar að eyða helginni í sumarbú- staðnum ásamt manni sínum enda segir hún að sumarbústaðurinn sé besta bilunin sem komið hefur fyrir hana. „Ég ætla að hafa það huggulegt, njóta þess að vera til og lesa bækur. Maður vindur ofan af sér hér enda líður okkur svo vel hérna. Við sofum líka svo vel í nátt- úrunni, við sofnum eins og börn á kvöldin og vöknum eitilhress á morgnana. Þetta er yndislegt í alla staði. Það er líka svo gott fólk hérna í nágrenninu, það eru allir til í að hjálpa manni og enginn abbast upp á mann eða neitt svoleiðis. Þetta er gott samfélag.“ Erum sem minnst á vegum landsins Gerður segist oft fara upp í sumar- bústað enda sé hún ekkert að vinna utan þess að vera með útvarpsþátt vikulega. „Við reynum að fara eins oft og við getum. Auðvitað þurfum við að sinna öðru, fara út á land í ferðir til vina og ættingja og svona nokkuð. En ég reyni að vera sem minnst á vegum landsins þegar ég er í fríi. Ef það er eitthvað sem við förum hér í nágrenni þá reynum við að fara á Skálholtstón- leika yfir sumarið." Mitt annað heimili Sumarbústaður Gerðar er í Bjarkar- borgum í Grímsnesi sem Gerður segir að sé yndislegur staður. Það eru sex- tán ár síðan bústaðurinn var fluttur í Grímsnesið og Gerður viðurkennir fúslega að þetta sé í raun annað heim- ili þeirra hjónakorna. „Við reynum að vera hérna yfir veturna líka. Við förum oft hingað um helgar yfir vet- urinn, fáum okkur kaffi og gistum stundum þegar svoleiðis vill til. Við erum það heppin að vera tiltölulega nálægt veginum og þurfum því ekk- ert að kjaga mikið ef það er snjór. Það er mikill gróður í kringum bústaðinn enda höfum við gróðursett heilmikið hér. Upphaflega var hér bara mói og mýri,“ segir Gerður að lokum. svanhvit@bladid.net HEYRST HEFUR... Steinunn V. Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, upplýsir það við Fréttablaðið í gær, að hún sé að hugleiða þingframboð að ári, en vetrinum hyggst hún verja í meistaranám í opin- berri stjórnsýslu við Háskóla Islands. Talið er tímaspursmál hvenær Stefán Jón Hafstein gefi sitt framboð í skyn. Segja sumir að hann sé í raun búinn að því. Blaða- grein hans um hugmyndir, sem Margrét S. Björnsdóttir setti nýlega fram um samstarfskosti Samfylkingarinnar, segja þeir einfaldlega hafa verið merki um að hann hyggist snúa sér alfarið að landsmálunum... * Ur olíubransanum heyrist að framsóknarmenn hafi - sem svo oft áður - gengið á fund forráðamanna Olíufélags- ins Esso fyrir sveitarstjórna- kosningarnar og beðið um fjárstuðning. Viðtökurnar munu hins vegar hafa verið nokkuð dræmar. Esso gaf að vísu einhverja peninga en ekki í neinni líkingu við það, sem tíðk- aðist fyrr á árum. Æ sér gjöf til gjalda eða þannig, en strax eftir kosningar sagði útgerðarfyrir- tækið Skinney-Þinganes upp samningi sinum við Esso... Hinn 17. ágúst fer fram hin árlega Tom Selleck keppni í vínstúkunni Sirkus við Klapp- arstíg. Þar keppa karlmenn í skeggvexti en þrjú glæsilegustu yfirvaraskegg landsins verða verðlaunuð. Að vanda munu þrír landsfrægir einstaklingar skipa dómnefnd sem velur, undir handleiðslu fagmanna, það yfirvaraskegg sem er eiganda sínum til mestrar prýði og þykir bera af í þokka og útgeislun. andres.magnusson@bladid.net Á móti Þessar mættu til að mótmæla aðgerðum israelsmanna við bandaríska sendiráðiö. Þær ásamt fleirum sýndu andstöðu sína, en það hver með sinum hætti. Iiras §r L#ra$ by Jim Unger Afhverju gefur þú hundinum aldrei að borða? 10-5 © Jlm Uriger/dist. by Unitecl Medla, 2001

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.