blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 29
blaðið LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 29 Dregið í forkeppni meistaradeildar Evrópu: Uggur í stuðnings- mönnum Liverpool Liverpool dróst gegn Maccabi Haifa í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í gær. Hafnarborgin Haifa er í norðurhluta ísraels, ekki víðsfjarri landamærunum að Líbanon. Hefur því sett ugg að ýmsum sem styðja Liverpool. Leikurinn fer hins vegar fram í Tel Aviv, höfuðborg ísraels, öllu fjær átakasvæðunum og segjast forsvarsmenn UEFA ekki stefna leikmönnum Liverpool og öðru fararliði í hættu. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er æfur yfir drætt-inum og vill alls ekki fara til Israels. AC Milano sem þarf að fara í forkeppni vegna hneykslisins á Italíu mæta annað hvort írska liðinu Cork eða Rauðu Stjörnunni frá Serbíu. Arsenal dróst gegn sigurvegaranum úr viðureignum Ekranas frá Litháen og Dinamo Zagreb frá Króatíu. Þá mætast Galatasaray frá Tyrklandi og Valerenga frá Noregi annars vegar og Hearts og AEK hins vegar. Takist FH-ingum að leggja pólska liðið Legia Varsjá að velli þrátt fyrir t-o tap á heimavelli mæta þeir úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk í næstu umferð. Leikmenn Liverpool fagna Evrópumeistararnir frá því fyrír ári þurfa að fara til Israels í forkeppni meistaradeildarinnar. Skeytin inn Manchester United hafa keypt miðvallarleik- manninn Michael Carrick frá Tottenham. Fyrr í sumar höfn- uðu þeir tilboði Un- ited en 2,5 milljarða króna til- boðið núna var of gott til að hafna. Leikmaður- inn hefur því fært félaginu smá aukafé því hann var keyptur til Tottenham fyrir tveimur árum á tæpar 400 milljónir króna. Forvitnilegt verður að sjá hvort núna sé fundinn arftaki írska hörkutólsins Roy Keane en skarð hefur verið inni á miðju- svæðinu eífir brottför hans. Igær komust Real Madrid að samkomulagi um kaup á hol- lenska framherjanum Ruud van Nistelrooy. Fram til þessa hafði hann um skeið verið orðaður bæði við spænsku risana og Bayern Munchen en nú hefur endi verið bundinn á sögusagnirnar. Leikmaður- inn gerir þriggja ára samning við félagið en kaupverðið er talið 1,4 milljarðar króna. Hann hefur verið einn af aðal- markaskorurum Manchester United og skoraði 150 mörk á meðan hann lék með liðinu. David Dein, varaformaður stjórnar Arsenal, viðurkenndi í gær að félagið ætti í viðræðum við Chelsea um að selja bakvörðinn Ashley Cole til Englandsmeistaranna. Hann tók fram að ekkert samkomulag hefði náðst en að viðræðurnar voru vinsamlegar. Það er ólíkt því sem var síðast þegar Chelsea reyndi að krækja í Cole. Þá voru bæði hann og stjóri Chelsea sektaðir fyrir brot á félagaskiptareglum. Vegna aukinna umsvifa í blaðadreifingu óskar Morgunblaðið eftir að ráða fólk á öllum aldri í blaðburð víða á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst. Blaðberi hjá Morgunblaðinu fær að meðaltali 30.915 kr. á mánuði fyrir klukkustundar langan hressandi göngutúr* Til viðbótar kemur þungaálag og greiðslur fyrir aldreifingar tvisvar í viku. Vinsamlegast hafið samband í síma 5691440 eða sendið tölvupóst á netfangið bladberi@mbl.is. *Miðað við að 65 eintökum af Morgunblaðinu sé dreift í 30 skipti.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.