blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 blaöiö
Pjóðremba eða
þjóðarstolt, fallegar
konur og fræknir
karlar, hvað gerir
okkur stolt: N,
Lambakjöt, fiskur,
Silvía Wótt, Selma
'■H '/ •
Það fyrsta sem kemur upp í hugann er
þegar ég var í íslenska landsliðinu á góðum
stundum og vel gekk. Það var mér mikill
heiður að fá að spila fyrir landsliðið. Nýverið
kom fyrrum liðsfélagi minn frá Bolton I heim-
sókn til mín og eftir þá heimsókn Ijómaði ég
af þjóðarstolti. Ekki bara vegna þeirrar nátt-
úrufegurðar og fjallasýnar sem hann dáðist
að heldur veitti hann líka athygli hversu vel
við búum um æsku þjóðarinnar. Leikjanám-
skeið á vegum borgarinnar, unglingavinna og
opin leiksvæði víða er eitthvað sem við íslend-
ingar megum vera stoltir af og umfram allt
standa vörð um þessi leiksvæði fyrir börnin.
Ég er mjög stoltur af þv( að búa á íslandi
og hér líður börnunum mínum vel. Auðvitað
kemur þjóðarstoltið upp í manni á ýmsum
stundum. Það er alltaf gaman þegar íslend-
ingum gengur vel á erlendri grundu. Ýmsir
íþróttamenn hafa náð góðum árangri, Magni
er að standa sig vel og gaman var að eignast
Ungfrú alheim á síðasta ári. Annars er dálítið
stutt á milli þjóðarstolts og þjóðarrembings
en mörg tilefni hafa gefist hjá okkur þrátt fyrir
að vera fámennari þjóð en margar aðrar.
„Ég held að það sé ekki mikil þjóðremba í mér.
Ég var að minnsta kosti ekki stolt af því að
vera íslendingur þegar virkjun við Kárahnjúka
var samþykkt. Ég var þó mjög stolt af því
þegar Selma varð í öðru sæti í Júróvisjón,
þá var ég mjög stolt. Það kannski tengist
því eitthvað að ég fór út með henni líka í
fyrra. Maður var líka stoltur af því að vera
fslendingur þegar Björk kom fram á ólympíu-
leikunum, bara stolt af henni yfirhöfuð. Ég er
stolt af íslensku lambakjöti sem mér finnst
vera afbragð en ég er einmitt að fara með eitt
slíkt til London til bróður míns sem býr þar.
Það var sérstök pöntun og við getum verið
stolt af þessu kjöti. Ég er náttúrulega mjög
stolt af fiskinum okkar líka, hann er bestur í
heimi. Steinbíturinn er ansi góður og lúðan.“
u
er
u
r a
imum
„Ég verð alltaf ákaflega snortinn og finn fyrir
virkilegu þjóðarstolti innra með mér þegar
þjóðin sameinast er erfiðleikar knýja dyra.
Það er svo gott að finna hvað við getum
staðið þétt saman á erfiðum tímum. Þegar
hörmungar dynja yfir þá kviknar einhver sam-
eiginleg tilfinning sem ekki er hægt annað
en að hrífast af. Ef við tölum um ánægjulega
atburði sem vakið hafa upp stolt hjá mér þá
var ég ákaflega glaður fyrir hönd þjóðarinnar
þegar Selma náði 2. sæti (Júróvisjón árið
1999."
Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður
„Ætli ég hafi ekki bara verið stoltust af því að
vera (slendingur þegar við höfðum í okkur
dug til þess að senda Silvíu Nótt (Júróvisjón.
Mér fannst það svo skemmtilega óskamm-
feilið og úr karakter tyrir þjóðina. Við erum
alltaf svo upptekin af áliti annarra að ég átti
ekki von á því að það þetta yrði að raunveru-
leika.
Mér finnst oft erfitt að vera íslendingur og
það er oft djúpt á þjóðarstoltinu hjá mér. Sér-
staklega þegar ráðamenn taka misgáfulegar
ákvarðanir sem hafa mikla þýðingu fyrir fram-
tíð okkar allra. Þessi leiðindatilfinning hvarf
þegar Silvía Nótt steig á svið í Grikklandi, þá
fann ég fyrir raunverulegu þjóðarstolti."
Unnur Maria bassaleikari i Brúðarbandinu