blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 12
12 I FRÉTTIR LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 blaAÍA Miðausturlönd: Vopnahlé án friðar? ■ Stuöningur við Hizballah fer vaxandi meðal araba ■ Vandséð hverjir geta sinnt friðargæslu í Líbanon Mótmæli Palestínskur drengur heldur á mynd af Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtoga Hizballah, á Gaza-svæðinu. Stjórnmálaskýrendur telja að því lengur sem átökin á milli Israela og Hizballah í Libanon standa yfir því meiri samúð muni samtökin fá meðal annarra Araba. Hafi hugmyndafræðingar George Bush, forseta Bandaríkjanna, í ut- anríkismálum ætlað sér að koma hreyfingu á hið brothætta ástand í Miðausturlönd hefur þeim tekist ætl- unarverk sitt. En öllum er ljóst að kvikustreymið sem mótar ástandið á svæðinu er ekki að skapi stjórnvalda í Washington D.C og sú einarða utan- ríkisstefna sem hefur verið rekið frá aldamótum hefur dregið verulega úr getu þeirra til þess að hafa áhrif á ástandið. Sökum umdeildrar fram- kvæmdar á innrásinni í Irak og skort á herafla í landinu hefur bandaríska innrásarliðinu ekki tekist að koma böndum á ástandið í landinu, „það sigraði stríðið en tapaði friðnum í Irak“ svo vísað sé í tungutak varn- armálayfirvalda í Bandaríkjunum, og tilraunir stjórnvalda til þess ein- angra stjórnvöld í Sýrlandi og í Iran, ásamt stuðningi sínum við ísrael, hefur gert það að verkum að Banda- ríkjamenn eiga erfitt með beita sér með árangursríkum hætti í þeim átökum sem nú geysa í Líbanon og Israel. Þetta hefur grafið undan stöðu Bandaríkjanna í Miðaustur- löndum sem er áhyggjuefni þar sem að ekkert mun þokast í átt betra ástands án aðkomu stjórnmálaafls þeirra. Ljóst er að ríkisstjórn George Bush stendur frammi fyrir miklum vanda og hvernig hún kýs að ráða úr honum mun hafa mótandi áhrif fyrir svæðið á komandi árum. Átökin sem hófust i kjölfar þess að vígamenn Hizballah rændu tveim ísraelskum hermönnum við landa- mæri ísraels og Líbanon hafa staðið á þriðju viku. í fyrstu voru markmið Israelsmanna með árásunum skýr. Þeir ætluðu að uppræta og afvopna Hizballah í suðurhluta landsins og skapa þannig svigrúm fyrir lýðræð- islega kjörna ríkisstjórn Líbanons til þess að fara með fullveldi landsins og framfylgja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1559. Stjórn- málaskýrendur segja að ísraelska rík- isstjórnin hafi leitað eftir stuðningi og blessun Bandaríkjamanna áður en þeir hófu aðgerðirnar og full- vissað stjórnvöld í Washington að markmiðunum yrði náð á stuttum tíma með árangursríkum hætti til framtíðar. ísraelar nutu í fyrstu ekki eingöngu skilnings meðal stjórn- valda í Bandaríkjunum. Ránið á hermönnunum tveim var skýlaust brot á fullveldi Israels og ekki erfitt að hafa samúð með fólki sem býr við það ófremdarástand að vopn- aðir vígamenn, sem eru eins og ríki í ríkinu, standa gráir fyrir járnum á landamærum tilbúnir til þess að gera eldflaugaárásir án viðvarana. En þrátt fyrir að hafa herjað á stöðvar Hizballah í Líbanon í tæpar þrjár vikur hefur eldflaugaárásum vígamanna þeirra ekki linnt. Þessi staðreynd hefur gert það að verkum að ísraelski herinn hefur aukið hörk- una í hernaðaraðgerðum sínum og sent herlið í auknu mæli yfir landa- mærin til þess að reyna ná bæki- stöðvum Hizballah í líbönskum landamærabyggðum á sitt vald. Þær aðgerðir hafa meðal annars gert það að verkum að mannfall meðal ísra- elska hermanna fer vaxandi. Ekki síst eftir að harðir bardagar hóf- ust, á miðvikudag, á götum og í ná- grenni Bint Jbail, sem er stærsti bær líbanskra sjíta-múslima á landamær- unum og staður sem hefur mikið táknrænt gildi fyrir Hizballah. Áherslubreyting og sterk- ari staða Hizballah I yfirlýsingum ísraelska stjórn- valda að undanförnu hefur komið fram áherslubreyting í markmiðum hernaðarins. I stað þess að segjast ætla að uppræta Hizballah í suður- hluta Líbanon er rætt um að koma á svokölluðu öryggisbelti (e. buffer zone) sem á að koma í veg fyrir eldflaugaárásir á Israel. Það liggur ljóst fyrir að ísraelar er reiðubúnir til þess að beita töluverðri hörku til þess að ná þessu markmiði sínu. I þessu kann sjálfhelda deilunnar að felast. Sú staðreynd að skæruliðar Hizballah hafa ekki misst vígstöðu sína, þrátt fyrir aðgerðir Israela, hefur meðal annars gert það að verkum að almenningsálitið hefur snúist á sveif með þeim. Þrátt fyrir að í fyrstu hafi margir Líbanar kennt vígamönnum Hizballah um að hafa kallað hernaðaraðgerðir fsraela yfir landið virðist stuðningur við þá aukast i réttu hlutfalli við lengd átak- anna. Að sögn Amal Saad-Ghorayeb, sem er líbanskur sérfræðingur í málefnum Hizballah, eru samtökin með baráttu sinni að ógna þeirri ímynd Araba að ísraelski herinn sé ósigrandi. Sagan hefur kennt mörgum hern- aðarveldum hversu erfitt það er að berjast við skæruliða í hernaði sem fer fram á landsvæði sem þeir þekkja betur til en andstæðingarnir. Hugsanlegt er að hernaðaraðgerðir Israela muni hafa þær afleiðingar að andstaða alþjóðasamfélagsins við þær aukist enn frekar og stuðningur við Hizballah meðal Araba vaxi sem því nemur. Samstaða í stað sundrungar Ýmis teikn eru á lofti um að þetta sé nú þegar að gerast. I fyrstu mið- uðust fyrstu viðbrögð bandamanna Vesturlanda meðal Arabaríkjanna við vaxandi ótta vegna uppgangs sjíta-múslima í heimshlutanum. Klerkastjórninni í Teheran hefur tek- ist að ögra alþjóðasamfélaginu með kjarnorkuáætlun sinni og hefur tölu- verð ítök í nýrri ríkisstjórn í Irak og sterk staða hennar hefur án efa haft mikið um það að segja að víga- menn Hizballah rændu hermönn- unum tveim við landamæri fsraels og Líbanon. Ljóst er að vígamenn Hizballah hefðu vart rænt hermönn- unum án heimildar frá klerkastjórn- inni í Teheran enda er hún helsti bak- hjarl samtakanna og þaðan koma vopnin sem þau nota gegn ísraelum. Stjórnmálaskýrendur telja að íranar hafi gefið Hizballah grænt ljós til aðgerðanna til þess að draga athygli umheimsins frá deilunni um kjarn- orkuáætlun þeirra en það hefur haft þær afleiðingar að átökin í Llbanon verða vart tekin úr samhengi við það mál. Stjórnvöld í Bandaríkjunum ganga út frá þessu í afstöðu sinni í deilunni. Þetta útskýrir fyrstu viðbrögð þeirra arabaríkja sem hafa verið hlið- holl Vesturlöndum, og óttast rísandi veldi Irana á svæðinu, en þar sem að bardagarnir hafa dregist á langinn og stuðningur við Hizballah meðal Araba hefur aukist hafa þau þurft að breyta um afstöðu og eru í auknum mæli að fjarlægast Bandaríkjamenn í deilunni. Margir óttast að úthald Hizballah sé að verða til þess að eðl- isbreyting sé að verða á inntaki bar- áttu ýmissa hryðjuverkasamtaka múslima á svæðinu. Myndbands- upptaka með skilaboðum Ayman al- Zawahiri, nánasta samverkamanni Osama bin Laden leiðtoga Al-Qa- eda hryðjuverkasamtakanna, sem skaut upp kollinum í vikunni vekur athygli í þessu samhengi. Al-Zawa- hri kallaði á alla múslima til þess að berjast gegn ísraelum í Líbanon og fylkja liði gegn „gerræði Vestur- landa, undir forystu Bandaríkjanna." Fram til þess hefur AI-Qaeda haft megnustu andúð á sjíta-múslimum. Það er ekki deilt um meðal helstu ríkja heims um hversu bráður vand- inn í Líbanon er. Hins vegar rikir ekki sátt um hvernig eigi að leysa deiluna. Flest aðildarríki Evrópu- sambandsins og arabaríkin vilja um- svifalaust vopnahlé en Bandaríkja- menn eru fremstir í flokki þeirra sem benda á að vopnahlé án „var- anlegs friðs" sé marklaust og fyrst þurfi að leysa þann vanda sem til- vist vígamanna Hizballah, sem lúta ekki lögum og reglum stjórnvalda í Beirút, í suðurhluta Líbanon skapar. Einnig deila Bandaríkjamenn og Evrópumenn um hvort og hver að- koma Sýrlendinga og írana, sem eru helstu stuðningsmenn Hizballah, eigi að vera. Margir stjórnmálaskýr- endur segja að á meðan að viðræður milli þessara tveggja ríkja og stjórn- valda í Washington fari ekki fram sé framtíðarlausn deilunnar útilokuð. Vandi trúverðugrar friðargæslu Þrátt fyrir að helstu ríki heims séu ekki samstíga er unnið hörðum höndum að lausn deilunnar. Þrátt fyrir að óvissa ríki um hvernig fyrirsjáanlegt vopnahlé verði fram- kvæmt er ljóst að hluti lausnarinnar muni felast í veru alþjóðlegs friðar- gæsluliðs, sem hefur sterkt umboð frá öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna, á landamærunum til lengri eða skemmri tíma. Hins vegar liggur ekki fyrir hvaða ríki myndu senda hermenn til slíkrar gæslu. Nauðsynlegt þykir að slíkt lið komi frá ríkjum sem hafa trúverðugleika í hernaði en vandi er að mynda slíkan

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.