blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 21

blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 21
blaðiö LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 VIÐTAL I 21 Vil fá að vera ég sjálf orgerður Katrín Gunn- arsdóttir, menntamála- ráðherra, er þessa dagana starfandi forsæt- isráðherra. Hún er fyrsta konan sem gegnir því starfi á íslandi. „Það er gaman að búið sé að brjóta þennan múr og er táknrænt fyrir þær breytingar sem hafa átt sér stað í íslenskum stjórn- málum,“ segir hún. „Konur eru að taka enn frekari skref fram á við og eru í lykilhlutverkum í pólitík. Það er óskandi að það sama gerist í viðskiptalífinu. En um leið verða flokkarnir að vera vakandi og nota tækifærin þegar þau gefast. Þetta á ekki bara að vera eitthvert tal. Það er auðvelt að segja að það eigi alltaf að velja hæfasta einstaklinginn en málið er að einstaklingarnir eru af báðum kynjum. Frasinn um að velja hæfasta einstaklinginn var aldrei notaður hér á árum áður þegar valið stóð eingöngu um karlmenn." Heldurðu að það sé erfiðara að vera kona ípólitík en karlmaður? „Það er örugglega öðruvísi af því kynin eru ólík og við höfum kannski ekki sömu aðferðir við að ná okkar málum fram. Og það er bara fínt. Við stelpurnar í pólitíkinni höfum rætt að það virðist á stundum örð- ugra fyrir okkur að koma stórum málum í gegn, sérstaklega ef þeim fylgja miklir kostnaðarliðir. Þau fara hins vegar í gegn en geta tekið lengri tíma. Það eru einnig meiri tilfinningar í gangi hjá okkur konunum sem er alveg sjálfsagt mál. Það er ekkert að því að sýna veðrabrigði í skapi. Við erum Hka ófeimnari við að draga það inn í starfið að við þurfum að sinna fjölskyldunni. Ég held að það hafi oft háð karlmönnunum í gegnum tíðina að eiga erfitt með að segja: „Ég er farinn heim að sinna börnunum". Núna geta þeir það miklu frekar, þetta er orðið sjálfsagt mál ekki síst vegna aukinnar stjórn- málaþátttöku okkar kvennanna. Þú ert í annasömu starfi meðþrjú ung börn. Geturðu verið jafnmikið með börnunum þínum ogþú vildir? „Nei, ég get það ekki. En væntan- lega get ég skipulagt þau mál betur en ég hef gert. Maðurinn minn er einnig í annasömu starfi hjá KB banka og við þurfum mjög að treysta á fjölskyldur okkar og vini. Það er flókið að koma heimilislífi og vinnunni saman en ég vil ekki gefa konum þau skilaboð að það sé ekki hægt. Það er hægt en það getur verið flókið." Lærði að vinna í liði Þú talar um tilfinningar. Hefurðu mikið skap? „Ég hefði gaman af að sjá framan í fjölskyldu mína þegar ég svara þess- ari spurningu. Hún myndi örugg- lega öll kinka kolli. Ég hef mikið skap og það er bæði kostur og löstur. Ég tengi það skapi að hafa skoðun á hlutunum og móta sér stefnu og sýn. Ef manni stendur ekki sama um málin þá er maður komin inn á tilfnningarnar. Á endanum kann viðkomandi mál að vera það þýð- ingarmikið að maður ber í borðið til að hafa áhrif á framvindu þess. Stundum fylgir því hávaði. Þú varsthandboltakona hér á fyrri tíð. Hvað lærðirðu af íþróttunum? „Iþróttirnar kenndu mér mikið, með allri þeirri gleði sem fylgir sigr- inum og vonbrigðunum sem fylgja tapinu. Ég lærði að taka sigrum og ósigrum og lærði að vinna í liði. Maður fær ekki allt sitt fram einn og sér, það er liðsheildin sjálf sem er mikilvæg og það skiptir mestu að liðið sigri. Þessi lærdómur hefur nýst mér vel í pólitíkinni.“ Þú ert alin upp í kaþólskri trú. Skiptir trúin þig máli? „Já, hún skiptir mig máli. Ég fæ hins vegar oft skömm í hattinn hjá pabba fyrir að vera ekki nógu kirkju- rækin en ég svara því til að ég sé trú- rækin. Ég fer iðulega í kirkju þegar ég er erlendis og hér heima fer ég oft í Karmelklaustrið því þar er kyrrð og ró og maður öðlast innri frið eftir að hafa verið þar. Trúin skiptir mig máli en það þýðir ekki að ég sé gagnrýnislaus á mína kirkju. Ég er trúuð og ég fer með bænirnar fyrir börnin mín og fer líka með mínar bænir. Ég held að flestir hafi orðið fyrir einhverju í lífinu, oft sorg sem leiðir til þess að þeir hugsa dýpra og meira en þeir hefðu annars gert. Af hverju gera þeir það? Af hverju eru menn leitandi? Þegar svona háttar til er það trúin sem sem oftar en ekki er drifkrafturinn.“ Hefur þú kynnst mikilli sorg í lífinu? „Ástvinamissi fylgir sorg og því hef ég kynnst. Sorgin tengist fólki. Sorgin tengist ekki vandamálum í vinnu, hvort sem er í stjórnmálum eða annars staðar. Sorgin tengist til- finningum og sorgin tengist fólki.“ Metnaður er ágæt svipa Pólitísku starfi fylgir mikið álag semfer misvel meðfólk. Sumir fara út úr stjórnmálum og segjast vilja lifa annars konar lífi. Finnst þér þetta þess virði? „Já, þetta er þess virði. Þetta er ákveðið tímabil í lífi mínu sem vissulega er spennandi fyrir mig per- sónulega en leiðir vonandi til þess að ég eigi þátt í að gera samfélagið betra. Menn sækjast jú eftir völdum til að koma ákveðnum hlutum í framkvæmd til að fleiri geti notið lífshamingjunnar í dag en í gær. Það er hins vegar nokkurt áhyggju- efni að pólitíkin er að verða harðari og grimmari að því leyti að að fjöl- miðlar eru aðgangsharðari og áblogg- síðum eru víg úr launsátri sem erfitt er fyrir stjórnmálamenn að verjast. Fólk á besta aldri, með mikla hæfi- leika, hverfur úr stjórnmálum eftir ekki mjög langt starf. Ég nefni Árna Magnússon. Eg nefni Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ég vona að komi aftur í stjórnmálin. Ég nefni Bryn- dísi Hlöðversdóttur. Eg get nefnt Guðmund Árna Stefánsson sem var búinn að vera lengi í pólitík en mér fannst hann vera iðandi af lífi. Það er eftirsjá að þessu fólki úr pólitík. Stjórnmálin mega ekki vera þannig að við flæmum frá okkur gott fólk. Pólitíkin þarf að vera mannúðlegri og mildari. Hún má ekki vera of persónuleg. Ég heyri konur segja að þær gætu aldrei farið í pólitík vegna þess að þar sé svo mikið af persónulegum og óvægnum árásum. Það er algengt að þær segi: Ég gæti aldrei farið í pólitík vegna þess að börnin mín myndu heyra alls kyns sögur um mig. Þetta er alveg rétt. Ég á þrjú börn: þriggja, sjö og tíu ára. Þau eldri eru að átta sig á að það er ýmis- legt miður fallegt sagt um mömmu þeirra og þau eru farin að spyrja mig alls kyns spurninga í sambandi við það. Það liggur við að þau spyrji: Ertu einhver fantur, mamma? Ég er rúmlega fertug. Mér finnst ég aldrei hafa haft jafnmikla orku til að takast á við verkefni en óvægið skítkast gerir mann óneitan- Framhald á næstu opnu „Ef ég ætlaði að hafa pólitíkina sem mitt ævistarf þá þýddi það að minnsta kosti. 27 ár til viðbótar, miðað við hin hefðbundnu starfslok. Nei, ég ætla ekki að eyða lífi mínu í pólitík." FÓTBREMSAN GÓÐA vinsœlu dönsku götuhjólin komin aftur I ELLURxom .. í einurn areenum KILDEMOES G. Tómasson ehf • Súðarvogi 6 • sími: 577 6400 • www.hvellur.com • hveliur@hveilur.com _

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.