blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 blaöið tíska tiska@bladid.net „Vandamáliö viö fegurð er að það er eins og að fæð- ast ríkur og verða fátækari með tímanum.“ Joan Collíns Rauður kynþokki Allar konur ættu aö eiga eitt stykki af eldrauðum varalit i snyrti- töskunni sinni. Eldrauður varalitur hefur löngum verið tákn kyn- þokka og fegurðar. Jafnvel þó varaliturinn sé ekki notaður úti við þá er ótrúlega gaman að setja hann á sig og njóta kvöldsins sveipuð kynþokka. Auk þess sem hann gerir strákana óða. Þú skalt ekki henda Hversu oft hef ég ekki staðið sjálfan mig að því að hafa hent ein- hverrri flík sem ég hef keypt. Þetta er yfirleitt einhver flík sem er frekar spes eða sem er ekki hægt að fá lengur. Ég er ekki þannig mann- eskja að ég rífi allt út úr skápunum hjá mér á mánaðarfresti, endur- skipuleggi og sorteri það sem er ekki lengur í náðinni hjá mér og þær flíkur sem ég fer ekkert svo oft í. Of oft fá flíkur að vera í skápnum hjá mér án þess að ég sé búinn að fara í þær í langan tíma því það er eitthvað við hana sem ég tími ekki að henda. Svo er hellingur af fötum þar sem ég hugsa með mér að ég eigi aldrei eftir að nota þetta og það fer í ruslið eða Rauða Krossinn. Og það eru ófá skiptin sem ég hef hugsað: „Oh, ég vildi óska þess að ég ætti þessar buxur eða bol enn þá“. Af hverju er maður að farga þessu ef maður veit að það verður möguleiki á að maður noti flíkurnar í framtíðinni. Er það svo maður komi nýju fötunum inn í skápinn eða til að geta farið og keypt meira með góðri samvisku og sagt að það var ekkert til. Er ekki spurning um að brjóta fötin saman og geyma bara aðeins lengur, nota aðeins oftar og ekki nota afsakanir til að geta sagt að það sé ekkert til og ég á ekkert að fara í. Skjöldur Fallega brúnt naglalakk Neglur eru hluti af heildarmyndinni og ættu því ætíð að líta vel út. Ritual Color naglalakkið frá Helena Rubens- tein er gott naglalakk sem þornar fljótt. Naglalakkið er til í mörgum litum og sem dæmi er Casanova lakkið. Casanova naglalakkið er fallega brúnt með gylltum tón- um og hentar því afar vel við varalitinn hér að ofan. Ilmríkt krem frá Chacharel Flestar konur þrá mjúka húð sem ilmar líkt og rós, enda er fátt yndislegra en yndismjúk húð. Promesse, perfumed body lotion frá Chacharel mýkir húðina auk þess sem kremið ilmar af blómaangan. Lyktin helst á líkamanum út daginn og líkaminn er endurnærður. Brúngylltur í sólinni Helena Rubenstein er þekkt fyrir vandaðar vörur og það sama á við um varalitina. Emosione varaliturinn nr. 354 er brúngylltur og hentar því einkar vel í sól- inni. Varaliturinn hæfir sérstaklega konum sem vilja Ijósan en fallegan lit. Liturinn minnir um margt á gloss utan þess að hann er ekki klfstraður og mýkir varirnar. Praktísk og pönkuð hönnun Breskt og konunglegt I hönnunarlínu sinni frá árinu 1987 nýtti Vivienne óspart hið konunglega og annan hefðbundinn breskan kiæðnað. Flestir kannast við hönnuöinn Vivienne Westwood enda hefur hún svo sannarlega verið drif- kraftur í tísku heimsins. Vivi- enne fæddist í Englandi árið 1941 og er helsti frumkvöðull pönktískunnar. Það má segja að hún sé einn nýstárlegasti og áhrifamesti hönnuður okkar tíma. Sjálf segir hún að tískan sé barn sem hún tók upp og lét aldrei frá sér aftur. Öryggisnælur og rakvélablöð Vivienne lærði tísku og silfur- smíði í skóla en hætti eftir einungis eina önn vegna þess að „ég vissi ekki hvernig verkastéttarstúlka eins og ég gæti mögulega séð fyrir mér í tískuheiminum.“ Næstu árin vann Vivienne í verksmiðju og lærði leikskólakennslu. Vivienne hitti mann að nafni Malcolm McLaren árið 1965 og hann varð annar eigin- maður hennar og samstarfsfélagi. Farsælt samstarf þeirra, sem stóð frá árunum 1970 til 1983, var upphaf pönktískunnar. Pönkstíllinn vakti fyrst athygli þegar hljómsveitin Sex Pistols klæddist fötum frá Vivi- enne og Malcolm á tónleikum. I pönkstílnum mátti sjá flíkur sem voru innblásnar af BDSM og á flík- unum mátti sjá bindingar, örygg- isnælur, rakvélablöð og eins voru gaddahundakeðjur notaðar eins og skartgripir. Hönnun Vivienne er þekkt fyrir að sameina óttalaust ósamræmi við hefðina. Eins er hún þekkt fyrir að nota breskan vefnað ásamt því að endurnýta sögulegan klæðnað eins og korsilettu og krín- ólínu, sem er nokkurs konar milli- pils. Samt sem áður hefur nálgun hennar að hönnun ætíð verið prak- tísk en þó keyrð áfram af forvitni. Ekki hryðjuverkamaður Fyrsta tískusýning Vivienne var sjóræningjatískusýning í London árið 1981. Hönnunarstíll hennar hafði þróast og áhugi hennar sneri ekki einungis að ungu fólki og götuhönnun heldur lika að hefð og tækni. 1 augum Vivienne er tíska persónulegur áróður. Það er jafn- mikilvægt að gott sé að vera í föt- unum og það er að þau líti vel út. Vivienne afskræmir, ýkir og snyrtir náttúrulegar útlínur líkamans til að ná þessu takmarki sínu. Vivienna er líka óhrædd við að blanda stjórn- málum við tísku sína. 1 september Fylgihlutir Vivienne hannar ekki einungis fiíkur heldur líka fylgihluti eins og veski og belti. Góð förðunarráð: /ktar varir og áberandi kinnbein IKonur með ljósa húð óttast oft að „smoky“ sé of dökkt ■ fyrir þeirra litarhaft. Þetta er alrangt þar sem konur með ljósa húð geta notað gylltan augnskugga og gráan blýant til að ná fram þessu flotta útliti. 2Allar konur geta notað ljós- fjólubláan augnskugga vilji ■ þær ýkja og vekja athygli á augnlit sínum. Það skiptir ekki máli hvort augun séu brún, græn, grá eða blá á litinn. 3Önnur leið til að ýkja augnl- innin er að setja þunna ■ línu af bronslituðum augn- skugga undir neðri augnhárin. 4Til að móta augabrúnir er til- valið að bera vaselín eða lax- ■ erolíu á þær með hreinum maskarabursta. Með þessu glansa brúnirnar án þess að þær verði klístraðar. í neyð er hægt að nota varasalva. 5Setjið aðeins púður á nef og höku nema húðin sé mjög ■ feit. Þannig virkar húðin fersk, líkt og þegar sólarpúður er notað en náttúrulegra. 6Þær konur sem eru með kringlótt andlit geta sett r. kinnalit fremst á kinnarnar á meðan þær brosa. Þannig virkar andlitið grennra. 7Hægt er að draga athygli að augunum með því að tóna ■ niður aðra hluta andlitsins. Það er gert með því að nota sama daufa litinn á varir og kinnar. 8Dragið fram útlínur kinn- beinanna með því að bera ■ fölbrúnan lit á holrúmið sem myndast þegar andlitið er gert kinnfiskasogið. 9Áður en varalitur eða gloss er borinn á varirnar er til- ■ valið að fjarlægja dauðar húðfrumur með því að nudda var- irnar með mjúkum þvottapoka. Það ýtir undir blóðrás og gerir varirnar glæsilegri. *J Hægt er að ýkja varirnar I | | með því að setja vara- X ■ salva á þær og nota fing- urnar til að setja örlítinn kinnalit á varirnar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.