blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 13

blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 13
f blaðiö LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 FRÉTTIR I 13 Mennirnir á bakvið tjöidin? Mahmud Ahmadinejad, forseti írans, í góðum félagsskap. Talið er líklegt að íranar stjórni aðgerðum Hizbollah á bakvið tjöldin og vilji beina kastljósinu frá deilunni um kjarnorkuáætlun þeirra. Reuters I j ▼ $ Samstaða víðsvegar um heim Ind- verskir múslimar mótmæla hernaðar- aðgerðum Israela í Nýju-Delí. trúverðugleika án þátttöku Banda- ríkjamanna sem munu ekki senda lið á svæðið. Hugmyndir eru um að hersveitir á vegum Evrópusam- bandsins taki verkið að sér. Portú- galar hafa nú þegar lýst því yfir að þeir séu tilbúnir til þess að taka þátt í verkefninu en hins vegar vakna upp fleiri spurningar og vandamál fegar litið er til stærri ríkja álfunar. sögulegu samhengi getur vera franskra, breskra og ekki síst þýskra hersveita á landamærum ísraels og Líbanon skapað ýmis vandamál auk þess sem að efast má um getu ESB til þess að sinna friðargæslu á raunverulegum átakasvæðum. Og vera alþjóðlegra friðargæsluliða á svæðinu kann einnig að bjóða mús- limum sem kunna að hlýða kalli Al-Qaeda í vikunni upp á freistandi skotmörk. Það má vera að „stund Evrópu sé enn á ný runnin upp,“ svo vitnað sé í fræg orð Jacques Poos, en velta má fyrir sér hvort að hún verði ólíkþeirri sem rann upp árið 1991. Það kann að vera að vopnahlé í deilunni sé óumflýjanlegt en ólík- legt er að það breyti þeirri nöturlegu staðreynd að „varanlegur friður” í Miðausturlöndum er víðsfjarri. Örn Arnarson Skrifar um átökin fyrir botni Miöjaróarhafs Hizballah: Beita langdrægari flaugum Vígamenn Hizballah héldu áfram eldflaugaárásum sínum á Israel í gær og skutu meðal annars langdrægari eldflaugum en áður. Nokkrar eld- flauganna lentu í bænum Afula, sem er staðsettur um fimmtíu kílómetra frá landamærum ísraels og Líbanon, sem bendir til þess að Hizballah noti langdrægari eldflaugar en áður. Sex særðust í árásinni. Talsmaður lögreglunnar í bænum sagði í gær að Hizballah hefði ekki skotið slíkum eldflaugum áður á ísra- elsk skotmörk en staðfesti að ekki var um að ræða Zilzal-flaug sem er framleidd af Irönum.Slíkar flaugar gætu dregið alla leið til Tel Aviv. Fyrr í vikunni hafði Sayyed Hassan Nasr- allah, leiðtogi Hizballah, lýst því yfir að samtökin myndu innan skamms gera eldflaugaárásir sem ná lengra inn í ísrael en áður. Ljóst er að ísra- elar myndu svara slíkum árásum með enn meiri hörku en áður. íranar og Sýrlendingar eru sakaðir um að sjá Hizballah fyrir vopnum en vígamenn þeirra segjast ráða yfir um 13 þúsund skammdrægum eld- flaugum í vopnabúri sínu. ísraelar héldu áfram hernaðarað- gerðum sínum í Líbanon í gær. Her- inn gerði loft- og skórskotaliðsárásir á skotmörk í Líbanon. Talsmenn ísraelska hersins sögðu í gær að um tvöhundruð vígamenn Hizballah hafi fallið i átökunum en talsmenn Hizballah segjast sakna aðeins 35 af sínum mönnum. Um fimmhundruð manns hafa fallið í Líbanon frá því að átökin hófust. Meirihluti þeirra voru óbreyttir borgarar. Yfir fimm- tíu manns hafa fallið í ísrael. George Bush, forseti Bandaríkj- anna, og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, funduðu um átökin Samherjar George Bush, forseti Bandaríkjanna, og Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands, á fundi með blaðamönnum í Hvíta húsinu. í Washington í gær. Þeir eru báðir sammála um að senda beri alþjóð- legt friðargæslulið til Líbanon og ætla að hefjast handa við að afla því stuðnings innan öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna. „Hvað er með Ásum?“ Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjöl- skylduna. Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta Árna Björnssonar, þjóöháttafræðings. Laxárstöðvar í Aðaldal Orka í iðrum jarðar! Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndirfrá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og orkuvinnslu. Kröflustöð í Mývatnssveit Island í augum innfiytjenda Hvaða sýn hafa innflytjendur á land og þjóð? Listsýning nokkurra innflytjenda. Skemmtidagskrá margar helgar í sumar. Ljósafossstöð við Sog Kynnist Kárahnjúkavirkjun! Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar ásamt feröamennsku og útivist norðan Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en haldið er upp á Fljótsdalsheiöi. Végarður í Fljótsdal List og saga „Andlit Þjórsdæla - mannlíf fyrr og nú“. Málverkasýning Hllfars Snæbjörnssonar. Athyglisverð sölusýning á landslags- málverkum. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals ......-————■—1—-——-------—----- J Með krafta í kögglum! Sýning á myndum Halldórs Péturssonar listmálara við Grettissögu. Kynnið ykkur orkumannvirki sem kemur á óvart. Blöndustöð, Húnaþingi J Spennandi sumar framundan l\já Landsvirkjun Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Nánari upplýsingar um opnunartíma á www.landsvirkjun.is ogísíma 515 9000. Landsvirkjun Góðir straumar ( 40 ár Fréttaskýring orn@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.