blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 8
blaði Útgáfufélag: Árogdagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Standa saman Hversu oft koma fram fréttir um að opinberir sjóðir hafi verið notaðir til að draga úr eða koma í veg fyrir áfall einhverra fárra, oftast vina þeirra sem ráða? í Blaðinu var frétt þar sem Nýsköpunarsjóður atvinnulífins lét 35 milljónir í fyrirtæki sem stefndi ákveðið í þrot, samt var ákveðið að fórna miklum peningum frá sjóðnum í fyrirfram dauðadæmt fyrirbæri. Það fór sem flesta grunaði, reksturinn stöðvaðist, eignir og peningar urðu að engu. Nýsköpunarsjóður sat eftir með iðnaðarhús, sem af góðum mönnum var metið á sextíu milljónir króna í opinberum bókum en eftir margar tilraunir og mikla þrautargöngu fannst kaupandi. Hann var tilbú- inn að borga 100 þúsund krónur fyrir bygginguna, byggingu sem metin var á sextíu milljónir. 100 þúsund krónurnar runnu til Nýsköpunasjóðs, nánast sem háð. Tapið minnkaði um þessar 100 þúsund krónur. „Nýsköpun er þeim ósköpum gædd að stundum tapar maður og græðir stundum,“ sagði fjármálastjóri Nýsköpunarsjóðs um fjárfestinguna í dauðadæmda fiskeldinu í Skagafirði. Hann sá ljósið. Hann sagðist dauðfeg- inn að losnað við húsið, þó ekki hafi fengist nema 100 þúsund krónur fyrir það, enda hafi löng þrautarganga verið að baki þar sem kaupendur fundust ekki lengi vel og auk þess hafi byggingin kallað á viðhald. Þetta er ekki versta tilfellið og fjarri því það dýrasta. Það sem er merki- legt við þetta allt er að það er öll virðist standa á sama, forsvarmönnum Nýsköpunarsjóðs er bara létt og engin viðbrögð hafa komið annars staðar frá. Reyndar hefur þingmaðurinn Magnús Þór Hafsteinsson látið málið til sín taka og sagði í Blaðinu að ódýrara hefði verið að slátra seiðunum strax en ala þau í sláturstærð. En sá var yfirlýstur tilgangur aðkomu Nýsköpun- arsjóðs, að ala barraseiði í sláturstærð. Peningana, sem notaðir voru, fékk Nýsköpunarsjóður við sölu á Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki og þeir áttu eflaust að fara til að efla atvinnulífið eftir að verskmiðjan lokaði. Svo fór ekki. Ekkert benti til annars en að um glórulausa fjárfestingu með opinbert fé hafi verið að ræða. Sagan endurtekur í sífellu og aftur og aftur er opinbert fé notað með þessum hætti. Fyrir ekkert svo mörgum árum voru til svokallaðir skussasjóðir. Þeir voru aflagðir og lofað var að sértækar aðgerðir heyrðu sögunni til. Þrátt fyrir fyrirheit og fagurgala endurtekur sagan sig. Grunur er um að ástæðu- laust með öllu hafi verið að freista þess að rétta fiskeldisfyrirtækið í Skaga- firði við, það hafi bara verið gert til að lina þjáningar í skamman tíma og án þess að ætlast til að þess að Nýsköpunarsjóður fengi nokkru sinni til baka það sem lagt var til. Þessi sami sjóður hafði ekki í langan tíma getað lagt nýsköpun lið þar sem peningarnir voru búnir, höfðu verið not- aðir í ýmis verkefni, vonandi happadrýgri en barrabjörgunin í Skagafirði. Að lokum snýst samfélagið okkar svo oft um það sama, að standa saman, einkum á kostnað annarra. Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kéri Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsr'mi: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Oreifing: (slandspóstur 8 I iLIT LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 blaðiö HelmíM&íN aF hvf VW í rvro. en nf kvf Sest 4 >án fí> >ll ÆrLAR w HALpA fruM }& -EYpfl r MKtí ÓttYKG KÍKjSÚTGJoLDsVtL ég mmma >rG A fiQ FRt >i/ seM r£T 'fi TÍLAMPÆX.Í okKak. rN eKK« ofu&ti Þegar ég viðurkenndiVinstri-græna Forsíða Séð og heyrt æpti á mig að auðjöfur nokkur hefði keypt 50 milljóna króna íbúð handa unglings- dóttur sinni. Ja, kannski kostaði hún bara 30 milljónir. Manneskja eins og ég man ekki svona tölur. Eg þarf nefnilega aldrei að telja millj- ónir. Stundum veit ég ekki hvort það er lán eða ólán. Á forsíðu Hér og nú sá ég að annar auðjöfur hafði keypt jörð úti á landi fyrir stjarnfræðilega upphæð. Þetta eru forsíðufréttir sem eiga víst að fylla mann aðdáun á peningamönnum en valda fyrst og fremst þreytu hjá fólki eins og mér sem finnst að peningamenn eigi ekki að halda opinbera sýningu á auði sínum. Það er eitthvað svo auð- virðilegt við fólk sem lítur á það sem sérstakt hlutverk í lífinu að safna peningum. En nú er ég sennilega að hugsa eins og kommúnisti. Eg sneri mér að Svandísi Svavars- dóttur sem stóð fyrir aftan mig i röðinni í Nóatúni og sagði: „Svan- dís, þegar ég sé forsíður eins og þessar þá hugsa ég með mér að það sé nauðsynlegt að Vinstri-grænir séu til.“ Svandís, sem er ábyrgur og meðvitaður stjórnmálamaður, sagði: „Kolbrún, það er alltaf þörf á Vinstri-grænum!“ Örlæti í garð VG Ég kann vel við Svandísi. Hún lítur alltaf út eins og hún vilji koma miklu í verk. En þar sem við Svan- dís erum ósammála um flesta hluti vona ég að henni takist það ekki. Samt kann ég vel við hana. Ég hef enga þörf fyrir að umgangast fólk sem er sammála mér. Mér finnst hins vegar verra að slíkt fólk sé mjög framkvæmdaglatt því það gerir allt vitlaust að mínu mati. Ég held að Svandís viti af litlu dálæti mínu á Vinstri grænum en hún virðist líta á það álit eins og hver önnur skringilegheit. Stundum hvarflar líka að mér að hún telji það Kolbrún Bergþórsdóttir sérstakt sérviskumerki að vera krati. Samt látum við þetta aldrei trufla okkur þegar við hittumst. Ég kvaddi Svandísi og gekk út úr Nóatúni. Ég nennti ekki að hugsa um auðmenn Islands en velti því fyrir mér hvort ég hefði ekki með orðum mínum sýnt of mikið örlæti í garð Vinstri-grænna. „Samt verð- urðu nú að viðurkenna, Kolbrún, að þetta er eini stjórnmálaflokkurinn sem límir sig ekki upp við auðmenn Islands," sagði ég við sjálfa mig og kinkaði síðan kolli til að gefa sjálfri mér til kynna að þarna væri ég sam- mála minni innri rödd. Óttinn við vöid Skyndilega fann ég til vissrar væntumþykju í garð Vinstri- grænna. Mér hefur reyndar alltaf gengið illa að skilja þann flokk. Ég botna til dæmis ekkert í ótta flokks- ins við völd því ég hef alltaf talið að stjórnmálaflokkar og stjórnmála- menn ættu einmitt að sækjast eftir völdum. Vinstri grænir virðast hins vegar kæra sig kollótta um völd. Þeir hafa alla möguleika á að stökkva inn í þá stöðu sem Framsóknarflokkur- inn hefur í íslenskum stjórnmálum: Að vera samstarfsflokkur. En það er eins og þeir séu feimnir við það. Kannski finnst þeim metnaðargirni neikvæður eiginleiki og vilja því sýn- ast tregir í taumi. Það verður til að þeir missa af lestinni. Stór hluti af sjálfsmynd Vinstri grænna felst sennilega í því að vera í andstöðu og horfa áhyggjuaugum á þróun hins stórspillta og græðg- isfulla kapítalíska samfélags. Það hentar þeim betur að vera í hlutverki áhorfandans sem mælir viðvörunar- orðin sem fæstir hlusta á fremur en að þurfa að slá af hugsjónum sínum og vera í sífelldum málamiðlunum og koma þannig aðeins broti af markmiðum sínum í framkvæmd. Kannski er bara ágætt að hafa þá þarna í hliðarlínunni, þar sem þeir horfa vökulum augum á leikinn og hrista um leið höfuðið því þeim líkar ekki það sem þeir sjá. Höfundur er blaðamaður Klippt & skorið Afurbloggarinn Össur Skarphéð- insson er kominn (sumarfrí á sjó- ræningjaslóðum, að því er hann telur líklegast. Hans góða kona, dr. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, einsetti sér þó að þetta yrði raunverulegt frí og tók farsímann af Össuri. Á » JMþ.. *1inn bógirm hefur hann ■ fengið að blogga lítið eitt (ossur.hexia.net), sem er vel til fundið því Össur er lipur penni og tekst aldrei betur upp en í ferðasögum sínum. En fríið virðist ekki hafa enst fullkomlega, því bæði Blað- inu og Fréttablaðinu hefur tekist að ná sambandi við hann suður á Mallorca. Dr. Árný brá sér sumsé í búðir og á meðan fann Össur símann. Sigurjón Þórðarson, alþingis- maður frjálslyndra, stingur niður þenna I Fréttablaðinu í gær og rekur þar margvís- lega ógæfu, sem íslenska þjóðin hefur ratað fyrir tilstilli Sjálfstæðisflokks- ins. Grein sinni lýkurSigur- jón á ákalli: „Það er löngu tímabært að skipta um landsstjórn og veita Frjáls- ly nda flokknum umboð til þess að setja hagsmuni almennings í öndvegi." Flóknari er nú ekki lausnin á þessu stjórnmálave- seni og f raun óskiljanlegt að almenningur hafi ekki áttað sig á því hvaða stjórnmálaf lokkur einn setur hagsmuni hans í öndvegi. Já, hvers vegna getur þjóðin ekki farið að þessum einföldu tilmælum? Steingrímur S. Ólafsson, sem til skamms tíma var upplýsingafúlltrúi Forsætisráðuneytisins, (og betur þektur sem Denni) hefurloks- insfengið langþráðan draum uppfylltan, en það er viðurkenning Mannafnanefndar á því að Sævarr með tveimurerrumségott og gilt. Klippari vill þó enga sjensa taka og mun áfram skrifa um Steingnm S. Ólafsson. Eða kannski Steingrím S... Ólafsson. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.