blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 4
4 I FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2006 blaðið Þingmenn ekki hafnir yfir seinkanir: s Osanngjörn stór- yrði þingmanns Orð Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns, í Blaðinu í gær þar sem hann kvartaði yfir lélegri þjónustu Flugleiða eru ósanngjörn að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða. Þing- maðurinn sagði farir sínar og sam- ferðamanna sinna ekki sléttar af viðskiptum sínum við flugfélagið og að seinkun á vél og slæm þjón- usta hafi ollið því að þingmennirnir hafi þurft að bíða eftir tengiflugi í Stokkhólmi í á annan sólarhring, „Við hljótum að mótmæla um- mælum Björgvins G. Sigurðssonar alþingismanns í Blaðinu í gær um starfsfólk félagsins," segir Guðjón. Ffann segir hafa verið ljóst áður en þingmennirnir fóru úr landi að þeir kæmust ekki á leiðarenda fyrr en næsta dag. Samt hafi þeir viljað Tónleikar við Kárahnjúka: Sigur Rós spil- aði á Snæfelli Ósáttur viö frásögn þingmannsins Guðjón Arngrimsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða halda för sinni áfram og starfsfólk Icelandair útvegað þeim gistingu og flug með fyrsta flugi næsta morgun. Guðjón segir að þegar óviðráðan- legar seinkanir verði í flugi þá valdi það öllum farþegum óþægindum, „alþingismönnum jafnt og öðrum, og langflestir farþegar sætta sig við þau óþægindi og sýna starfsfólki á flugvöllum skilning þegar það reynir að leysa úr þeim vanda sem skapast“. Ragnar Aðalsteinsson um aðgerðir lögreglu: Skipanir að sunnan ■ Gagnrýnir aðgerðir iögregiu á Kárahnjúkum. ■ Engar heimiidir til að loka vegum Myml/Colli ! Hljómsveitin Sigurrós spilaði fyrir mótmælendur og fleiri í Snæ- felli á Kárahnjúkum fyrir hádegi í gær. Talið er að um hundrað manns hafi verið á tónleikunum en mæting fór fram úr vonum staðarhaldara. Nokkur spenna hefur legið í loftinu á svæðinu eftir að mótmælendur tjölduðu á Lindum rétt hjá Snæfelli, en það mun vera í göngufæri við vinnusvæðið á Kárahnjúkum. Sigur Rós spilarfyrir náttúru- verndarsinna Mæting á tónleik- ana fór fram úr björtustu vonum stadarhaldara fp List Spennandi sumardagskrá Nánari upplýsinga r Kaffisala kl. 13—17 www.videy.com 533 5055 Viöeyjarferjan siglir reglulega alla daga úé Reykjavlkurborg Eftir Gunnar Reyni Valþórsson gunnar@bladid.net Aðgerðir lögreglunnar á Kára- hnjúkasvæðinu hafa vakið hörð við- brögð hjá mótmælendum á svæðinu. Um tuttugu sérsveitarmenn frá Ak- ureyri og Reykjavík eru á staðnum. Hefur vegum verið lokað og þær ástæður gefnar að um sé að ræða vinnusvæði. Ragnar Aðalsteins- son segir aðgerðir lögreglu miða að því að láta líta út fyrir það að þeir sem séu á móti virkjuninni séu hættulegt fólk. Ragnar segir að hann sjái ekki hvaða lagaheimildir lög- reglan hafi fyrir því að loka vegum á svæð- inu. Lögreglan hefur gefið þær skýringar að um vinnusvæði sé að ræða en Ragnar gefur lítið fyrir þær út- skýringar. „Eftir þeim fréttum sem ég hef séð í fjölmiðlum þá eru margir kílómetrar í næsta vinnusvæði," segir hann. „Ef að þetta er eina skýringin sem þeir gefa fyrir lokun- inni sýnir það aðeins að þeir hafi engar heimildir til lokana." Fregnir hafa hermt að lögreglan fylgist grannt með mótmælendum og taki jafnvel myndir af fólkinu. Aðspurður segir Ragnar það vera óeðlileg vinnu- brögð ef sú er raunin. „Það hefur ekkert gerst þarna sem réttlætir slíka hnýsni og persónunjósnir." Ragnar segir aðgerðir lögregl- unnar byggðar á ákveðnu viðhorfi. ,Það er það viðhorf, að það fólk sem er andstætt stefnu stjórnvalda í virkjana- málum hljóti að vera hættulegt. Að þetta séu skoðanir sem ekki eigi að lfða og því þurfi að berja þær niður.“ I vikunni birtust myndir af einum mótmælandanum, Olafi Páli Sigurð- arsyni, þar sem hann gefur lögreglu- mönnum fingurinn. Myndin var send á fjölmiðla af lögreglunni og hafa vaknað spurningar um hvort það séu eðlileg vinnubrögð af hálfu yfirvalda. „Þetta sýnir hið pólit- íska eðli málsins," segir Ragnar. „Þarna er lögreglan að taka þátt í að styðja við þá mynd stórn- valda að þetta séu hættu- legir einstaklingar sem hafi þessar skoðanir á stóriðjustefn- unni. Ég sá líka að lögreglan hafi ekki sagst hafa keyrt á mannin, heldur hafi þeir að- eins ekið b í 1 n u m áfram, orð- rétt haft eftir lög- reglumann- inum. Þegar m a ð u r i n n hafi síðan orðið reiður yfir þeim aðförum, þar sem hann stóð fyrir framan bílinn, hafi lögreglan ákveðið að kæra hann. Þetta finnst mér ótrúlegt og er liður í því að koma höggi á það fólk sem hefur þessar skoðanir." Ragnar telur ein- sýnt að lögreglan á svæðinu hafi fyrirmæli um að taka á málum á þennan hátt. „Fyrirmælin koma að sunnan.,“ segir Ragnar Aðalsteins- son, lögfræðingur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.