blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2006 blaðið Það voru rómverjar sem bjuggu til fyrsta íspinnann. Þeirtóku ís og bættu bragði í hann. Sem betur fer enda frábær hugmynd, sérstaklega á heitum sólardegi. Finndu 5 villur Sigurður Atli og Kappi Sigurður Atli fékk nýjanflugdrekaíafmæl- isgjöf frá afa sínum. Að leika sér með flugdreka er eitt það skemmtileg- asta sem Sigurður Atli gerir. Það er ekki verra ef Kappi, sem er hund- urinn hans, kemur með. En það vantar al- veg lit í myndina, getur þú litað hana? Veist þú svarið? IÉg hleyp án lappa Ég er vinur þinn en samt þinn versti óvinur Ég er gegnsætt en samt geturðu séð mig Hver er ég? Maður á sjö dætur og hver dóttir á bróðir. Hvað á maðurinn mörg börn? Hvað sagði hægra augað við vinstra augað? 4Einu sinni var bóndi sem réð vinnumann til að hjálpa sér að bera nokkra poka af hrís- grjónum. Vinnumaðurinn bartvo poka af hrísgrjónum og bóndinn bar tvo poka. Hver bar meira og af hverju? Andrés fer á stefnumót Svör: •eyod OA} s/Bunuio jeq uuipuoq ua LunugÍJÖsuq ;e ejjod oa} jeq uueqiAcj uuungeuinuuiA 'p e/u jejyX/ Luas ujd Bo uilu Hliui e geAquja ja geq e ■ujgq epe e uuungey\i z ujba 'l Flestir þekkja Andrés Önd og Andrésinu. Andrés Önd býr með frændum sínum, þríbur- unum Ripp, Rapp og Rupp. Það er venju- lega mjög skemmtilegt en Andrés getur nú verið dálítill hrakfallabálkur. Áður en þessi mynd var tekin var hann heima með þríburunum en hann var að taka þá til því Jóakim Aðalönd átti að passa þá. Jóakim er mjög strangur maður og heimtaði að þríbur- arnir yrðu hreinir.Ripp Rapp og Rupp finnst ekki gaman í baði og reyna að forðast bað- karið góða. Þeir ákváðu því að stríða Andrési og þeir földu sig allir, nema Ripp. Andrés bað- aði Ripp þrisvar sinnum því hann vissi ekki að Rapp og Rupp voru búnir að fela sig. Ekki nóg með það, heldur þegar Andrés baðaði Ripp í siðasta skiptið læddust Rapp og Rupp upp að honum og ýttu honum ofan í baðkarið. Andrés var nú ekki ánægður með það enda var hann búinn að klæða sig og gera sig fínan. Eftir að hafa skipt um föt komst Andrés loks- ins til Andrésínu og hér sést hve glöð hún var að sjá hann. En myndirnar eru eitthvað skrýtnar. Það eru 5 villur á neðri myndinni, geturðu fundið villurnar? Jörðin er 12.756 kílómeter í þvermál en þvermál er hve breið jörðin er. f ummál er jörðin 40.075 kílómetrar. Jörðin er því risastór, finnst ykkur það ekki? Flottar teikningar Vilt þú teikna mynd og fá birta íBlaöinu? Krakkakynning Ballett og fótbolti Svandís Lilja æfir fótbolta og ballett og vill verða leik- skólakennari þegar hún er oröin stærri. Hér er Svandís meö systir sinni, Silju Krfstínu, i Töfragaröinum á Stokkseyri. Krakkar, Blaðinu finnst svo gaman að fá fallegar myndir frá ykkur því þið eruð svo dugleg að teikna. Við viljum því endilega fá fullt af myndum sem við getum birt í Blaðinu. Þú getur teiknað eða litað hvað sem þú vilt og við birtum myndina eins fljótt og við getum. Við hlökkum til að fá bréfið frá þér. Skrifið á heimilifangið: • Blaðið • Hádegismóar 72 • 7 70 Reykjavík Hvenær áttu afmæli? „Ég á afmæli 2. mars.“ f hvaða skóla ertu og í hvaða bekk? „Ég byrja í 1. bekk í Álftanesskóla í ágúst.“ Hvað finnst þér skemmtileg- asta fagið í skólanum? „Ég veit það ekki enn þá en ég hlakka mest til að fara í náttúrufræði.“ Æfirðu einhverja íþrótt? „Já, ég æfi fótbolta með Ung- mennafélagi Álftaness og svo hef ég verið í ballett í þrjú ár.“ Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? „Að vera úti að leika, mér finnst mest gaman að hjóla." Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Mig langar að vinna á leikskóla." Hvaða kvikmynd sástu síðast og hvernig fannst þér hún? „Ég fór á Rauðhettu og mér fannst hún mjög skemmtileg." Hver er uppáhalds maturinn þinn? „Það er pasta og spaghettíormar." Hver er uppáhalds tölvu- leikurinn þinn? „Ég á engan einn uppáhaldsleik en mér finnst voða gaman að mörgum leikjum á leikjanet.is, sér- staklega einum sundleik." Hvernig tónlist finnst þér skemmtiiegast að hlusta á? „Alls konar tónlist, Birgitta Haukdal og fullt af barnalögum. Svo finnst mér sum lög með Todmobile svo- lítið flott.“ Hvað ætlarðu að gera í sumar? „Ég er búin að gera heilmikið nú þegar. Ég fór í sumarbústaðinn til ömmu og afa og líka í sumar- bústaðinn til ömmu. Svo fór ég með Ingu Rós, frænku minni, á ævintýra- og sundnámskeiö. Eftir helgina er ég svo að fara til Portú- gal í tvær vikur með Silju, systur minni, mömmu, pabba og ömmu Kristínu.“líka í sumarbústaðinn til ömmu. Svo fór ég með Ingu Rós, frænku minni, á ævintýra- og sund- námskeið. Eftir helgina er ég svo að fara til Portúgal í tvær vikur með Silju, systur minni, mömmu, pabba og ömmu Kristínu.“ Ef þú fengir eina ósk, hvers myndirðu óska þér? „Að fara í sund á hverjum einasta degi.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.