blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 18
18 I SAKAMÁL FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2006 bla6Í6 Afbrýðisamur og atvinnulaus t byrjun árs 1932 var hinum rúmlega þrítuga Halldóri Gunnars- syni sagt upp vinnu þegar bakarí sem hann starfaði í tók að missa viðskiptavini vegna stofnunar rík- isbakarís í Bankastræti 2. Halldór var ekki faglærður bakari en hafði eigi að síður starfað talsvert við bakstur og hafði engan áhuga á að finna sér annan starfsvettvang. Halldór var nokkuð drykkfelldur og herti mjög drykkjuna eftir að hafa misst vinnuna. Á þessum tíma var hann nýfráskilinn. Mágur hans fyrrverandi hafði starfað í sama bakaríi og Halldór en þegar ríkisstjórnin hóf rekstur bakarís var mágurinn fyrrver- andi ráðinn þar í fullt starf. Hinn atvinnulausi Halldór kenndi mági sínum um hvernig komið var fyrir sér og lagði hatur á hann. Júlíus Asgeirsson bjó með systur Halldórs við Mjóstræti. Þeim Hall- dóri var ágætlega til vina. Nokkru eftir að Halldór missti vinnuna orðaði hann við Júlíus að hann ætl- aði að brenna ríkisbrauðgerðina. Hann vildi að Júlíus aðstoðaði sig við íkveikjuna. Júlíus var tregur til þess en lét til leiðast eftir að Hall- dór lofaði að greiða honum pen- inga sem hann skuldaði honum. Bensín á flösku Um kvöldmatarleytið föstudag- inn 14. janúar 1932 kom Halldór nokkuð slompaður á heimili systur sinnar og Júlíusar. Halldór vildi að þeir kveiktu í bakaríinu þá um nóttina. Júlíus var tilbú- inn til þess. Þeir lögðu á ráðin og ákváðu að nota bensín til að tendra eldinn. Júlíus tók að sér að útvega bensínið en Halldór fékk sér blund á meðan. Júlíus fór út og leitaði að bens- ínsölustað og hafði með sérhálf- flösku sem hann hugðist fylla af bensíni. Hann þurfti að fara á fleiri ■ð en emn bensín- sölustað því ekki v i 1 d u allir selja h 0 n u m bensín. Eftir að bertsínið var loks fengið lagði Júlíus sig því ætlunin var að fara ekki af stað fyrr en um nóttina. Klukkan tvö vöknuðu þeir félagar og hófu undirbúning fyrir næturverkið. Halldór vildi að þeir dulbyggju sig þar sem það gæti villt um fyrir sjónarvottum ef svo færi að einhver sæi til þeirra. Klukkan var rúmlega tvö þegar þeir lögðu af stað. Þeir gengu eftir Skólastræti og virtu fyrir sér bygg- ingarnar á Bernhöftstorfunni. Þeir sáu að gluggar í geymsluhúsinu sem var sambyggt bakarísbygg- ingunni voru lágir og ekkert fyrir þeim annað en vírnet. Félagarnir gengu í hægðum sínum framhjá húsinu og héldu göngunni áfram niður að höfn. Eftir að hafa dvalið þar nokkra stund gengu þeir aftur að bakaríinu. Þá var klukkan orðin hálffjögur. Halldór var ákveðinn í að bera eld að þ e i m v e g g bakarís- ins sem n æ s t u r var bök- unarofninum. Timbrið þar var þurrt og því mikill eldsmatur. Þegar þeir komu að Bernhöftstorfunni fór Halldór inn í portið en Júlíus stóð vörð í Bankastræti. Halldór reyndi að opna dyr og glugga en gat það ekki. Hann ákvað að fara heim til sín og sækja naglbít. Þegar hann sneri aftur með nagl- bítinn vildi Júlíus að þeir færu inn um glugga á geymsluhúsinu Skóalstrætismegin og kveiktu þar í. Halldór samþykkti þetta. Þeir gengu að syðsta glugganum þar sem Halldór klippti vírnetið og Júlíus skreið inn. Halldór gekk síðan út að horni við verslun Hans Petersen og stóð þar vörð. Slökkvilið kallaðút Þegar Júlíus kom inn í geymslu- húsið kveikti hann á eldspýtu til að lýsa sér veginn í myrkrinu. Þegar hann var kominn að veggnum sem skildi að bakaríið og geymslu- húsið hellti hann bensíninu úr flöskunni og gætti þess vandlega að sem mest af því færi á milli- vegginn. Hann vætti einnig tusku með í bensíni og bar eld að henni. Hann bar síðan logandi tuskuna að gaflinum sem varð samstundis alelda. Að þessu loknu hljóp Július út. Vinirnir gengu síðan saman heim til Júliusar Um klukkan hálfsex um morg- uninn var slökkviliðinu tilkynnt um eld í Bankastræti 2. Þegar að var komið var nokkur eldur í gaflinum milli geymsluhússins og bakarísins svo logaði upp úr þakinu. Veður var gott og var eld- urinn slökktur á skömmum tíma. Ekki urðu verulegar skemmdir á húsunum. Snemma varð ljóst að um íkveikju var að ræða og ekki var þess langt að bíða að grunur beind- ist að Halldóri og Júliusi. Láqt andlegt þroskastig Á gólfi geymsluhússins fannst hálfflaska, uppmjó og hálslöng. Lögreglu grunaði strax að flaskan Hinn atvinnulausi Halldór kenndi mági sínum um hvernig komið var fyrir sér og lagði hatur á hann. tengdist málinu. Eftir að hafa gengið á milli þeirra sem seldu bensín varð uppvíst hvar bensín á flöskuna var keypt og hver hafði keypt það. Þegar lögregla tók að spyrjast fyrir um Júlíus komst hún einnig að því að Halldór og Júlíus höfðu verið talsvert mikið saman síðustu daga. Félagarnir voru yfir- heyrðir og eftir þriggja daga þref játuðu þeir loks íkveikjuna. Halldór bar að hann hefði ætlað að eyðileggja vinnustað mágs sins. Hann sagðist einnig hafa vonað að ef ríkisbakaríið brynni færðust viðskipti aftur yfir til bakarans sem hann hafði unnið hjá sem yrði jafnvel til þess að hann fengi vinnu á ný. Geðlæknir komst að því að fé- lagarnir væru báðir sakhæfir en sagði að andlegt þroskastig beggja væri lágt. Undirréttur dæmdi þá til tveggja ára betrunarhússvinnu. Hæstiréttur staðfesti dóminn en með þeirri breytingu að dómur- inn yfir Halldóri var þyngdur í 27 mánaða betrunarhússvinnu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.