blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 8
8IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2006 blaðið Utanríkisstefna Bandaríkjanna: Þverrandi geta Bandaríkjanna til að beita sér á aiþjóðavettvangi Fæling án viðræðna „Öll þau ríki, sem fylgja herskárri stefnu og styðja hryðjuverk munu fá að gjalda fyrir það. Við munum aldrei sætta okkur við að öryggi Bandaríkjanna og friður á jörðu sé háður vilja nokkurra geðsjúkra hryðjuverkamanna og harðstjóra.“ Þessi orð lét George Bush, forseti Bandaríkjanna, falla í ræðu í West Point herskólanum í júni árið 2002. Ræðan vakti töluverða athygli og hún, ásamt frægri skilgreiningu for- setans á „öxulveldum hins illa“ sem var sett fram í stefnuræðu forsetans á Bandaríkjaþingi í janúarmánuði sama ár, var inntakið í nýrri hern- aðarstefnu sem síðar fékk nafnið Bush-kenningin. Kenningin fólst i því að Bandaríkjamenn áskildu sér rétt til að bregðast við að fyrra bragði og í varnarskyni að ráðast gegn hryðjuverkamönnum og óvin- veittum ríkjum, sem ráðayfirkjarn- orku-, efna- eða sýklavopnum. Þrátt fyrir að fátt væri bylting- arkennt við hugtakið „árás í for- varnarskyni“í sögulegu samhengi taldist þessi stefna til tíðinda, enda var hún sett í samhengi við þá staðreynd að oddaríki heimsins var ógnað og stjórnvöld þess reiðu- búin að bregðast við með einhliða aðgerðum ef svo bæri undir. Hún þótti boða ákveðna heimssýn og í dag er deilt meðal sérfræðinga í alþjóðamálum hversu vel sú sýn hafi gagnast Bandaríkjamönnum. Sérstaklega í ljósi þeirra vanda- mála sem steðja að Bandaríkjunum vegna kjarnorkuáætlunar Irana og Norður-Kóreumanna auk ástand- ins við botn Miðjarðarhafs. Tveim stjórnum steypt af stóli Frá þeim tíma að Bush lét þessi orð falla hafa Bandaríkin haft forystu um það að steypa stjórn talibana af stalli í Afganistan sem og harðstjórn Saddams Husseins í írak. Þessar hernaðaraðgerðir sóttu meðal annars innblástur sinn Öm Arnarson skriíarum utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar Fréttaskýring ornköbladid.net Stuðningur við Khameini Bandaríkjaher hefur í nægu að snúast í Irak og Afganistan. Því minnka líkurnar á að Bandaríkin geti beitt valdi gegn Irönum og þar með dregur úr fælingarmætti Bandaríkjanna. í Bush-kenninguna. Stjórnvöld í Bandaríkjunum höfðu ekki miklar áhyggjur af skorti á samstöðu um þær á alþjóðavettvangi. Stuðning- urinn var reyndar meiri við aðgerð- irnar í Afganistan en Irak og hefur það reyndar skipt töluverðu máli fyrir framvindu mála. Bandaríkja- mönnum gekk býsna vel að ná fram hernaðarlegum markmiðum Bush- kenningarinnar í þessum tveim löndum en takmarkandi áhrif hennar hafa afhjúpast í kjölfar þess að stjórnum þessara ríkja var steypt af stóli. Þau áhrif eru einnig farin að hafa áhrif á aðrar deilur í aþjóðakerfinu. Galli kenningarinnar Það kemur engum á óvart að bandarískur herafli er mikilhæfur þegar kemur að þvi að. steypa ein- ræðisherrum af stóli og grafa undan valdaherrum sem virða ekki lög og reglur alþjóðasamfélagsins. En gall- inn við Bush-kenninguna kemur í ljós þegar líkurnar á valdbeitingu gagnvart öðrum ríkjum fara þverr- andi. Kenningin leggur likla áher- slu á að ná fram markmiðum með hefðbundnum þrýstingi á vettvangi stjórnmála og verður því gagnslaus þegar litlar líkur eru á því að gripið verði til hernaðaraðgerða. Það er einkennandi fyrir helstu deilumál samtímans, kjarnorku- áætlun klerkastjórnarinnar í íran og stjórnvalda í Norður-Kóreu og átökin í Líbanon, hversu takmarkuð geta Bandaríkjanna er til þess að beita sér fýrir lausn þessara mála. Sú und- irliggjandi heimssýn sem felst í Bush- kenningunni gerir það að verkum að Bandaríkjamenn neita einfaldlega að ræða við Norður-Kóreumenn og írana og það sama gildir um Sýrlend- inga, en eins og oft áður er gegnir þrýstingur á stjórnvöld í Damaskus lykilhlutverki eigi að koma á böndum á vígamenn Hizballah i suðurhluta Líbanon og þar af leiðandi draga úr aðgerðum Israela. A meðan að stjórn- völd í Washington neita að ræða við þessar stjórnir styrkja þær stöðu sína «mjTE HO» Bush við ræðupúltið Ný utanríkisstefna Banda- ríkjanna var kynnt i tveimur ávörpum árið 2002. Bandaríkjaforseti sagði að það myndi aldrei liðast aö hryðjuverkamenn eóa harðstjórar ógnuðu Bandarík/- unum. Stefnan hefur fengið heitið Bush-kenningin Allir njóta sín í fallegu umhverfi UÖiíJKillfl Mimillt) Ljós Veggborðar Veggskraut Borð og stólar Dótakassar Mottur Fossaleynir 6 - 112 Reykjavík - Sími: 586 1000 - Fax: 586 1034 | www.husgogn.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.