blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 21

blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 21
blaöið FðSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2006 21 i ■ „Guð er þægilegt alþjólegt þriggja stafa orð sem allir skilja. Þess vegna kýs ég að nota það. Ég treysti Guði. Það traust reynist mér ákaflega mikilvægt í þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur." sem er skotinn í mér má vinsamleg- ast fara að gefa sig fram. Og nú er þetta viðtal farið að hljóma eins og risastór einkamálaauglýsing." Manneskjan sem var ekki til Hefurðu orðið fyrir miklutn sárs- auka {ástarlífi? „Já, þrisvar. Sama sagan endurtók sig þrisvar. Ég varð skotinn í karl- mönnum sem voru af erlendu bergi brotnir, voru annaðhvort að flytja frá íslandi eða áttu heima erlendis. Þegar betur var að gáð þá var eng- inn þeirra á lausu. Allir sögðu þeir mér samt að þeir væru að fara að hætta með kærastanum af því að ég væri svo greindur, skemmtilegur og sætur. Ég beið vongóður á hlið- arlínunni. Á elleftu stundu kusu þeir að halda áfram með gamla kærastanum og ég var ekki lengur inni í myndinni. Mér leið eins og viðhaldinu hans JR í Dallas. JR fór alltaf aftur til Sue Ellen. Þetta gerð- ist slðast árið 1997 og þá varð ég svo hræddur að ég hef ekki þorað að vera skotinn í neinum síðan. Eftir þriðju vonbrigðin í röð fór ég fyrst að íhuga hvort þetta væri hræðileg unni hans sláandi mikið og fer að breyta þeim í hana. Þegar ég horfði á þessa mynd í þriðja sinn gerði ég mér grein fyrir að Hitchcock hafði gert mynd um mann sem var ástfanginn af konu sem var ekki tiL Ég sagði við sjálfan mig: „Bíddu Palli, hversu oft hefur þú ekki orðið ástfanginn af karl- mönnum sem eru ekki til nema í draumum þínum og hversu oft hefur þú ekki reynt að breyta karl- mönnum í eitthvað sem þeir eru ekki?“ Þessir þrír karlmenn sem ég varð ástfanginn af voru í reynd ein og sama manneskjan. Manneskja sem var ekki til. Ég fór að horfa á málið gagn- rýnum augum og það hefði ég ekki gert nema vegna þess að Guð var orðinn vinur minn á sama tíma. Bestu vinir mínir í dag eru Alfred Hitchcock og Guð. Ég trúi því að Guð hafi sent mér þessa þrjá ástmenn sem verkefni. Þegar upp var staðið snerist verk- efnið um sjálfsvirðingu mína og hvað ég vildi láta bjóða mér. Ég hef tekið ákvörðun. Ég er tilbúinn að taka áhættu og fara í fast samband en þá geri ég þá kröfu að viðkom- andi sé kominn út úr skápnum og sé á lausu. Það sakar ekki ef hann býr á höfuðborgarsvæðinu, hefur húmor og kann að meta góða list. En heið- arleikinn verður að vera til staðar. Ef kærastinn minn treystir sér ekki í heiðarleg samskipti vil ég frekar vera einn.“ Og viltu að sambandið endist til eilífðar? „Ég geri ekki þá kröfu. Að krefjast þess að eitthvað endist að eilífu er dónaskapur og auk þess óraunhæft. Guð urðum aftur vinir. Ég átti mína barnatrú þegar ég var í sunnudaga skólanum að syngja Áfram Krist- menn krossmenn. Einhvers staðar missti ég svo af Guði. Ég fylltist hroka gagnvart honum. Þegar við Guð urðum aftur vinir árið 2001 þá gerðist það á augnabliki. Ég var á hótelherbergi í Berlín að horfa á Larry King. Hann var að taka viðtal við indverska heimspekinginn De- epak Chopra sem var að kynna bók sína How to Know God. Larry King spyr hann: „Hvar er Guð?“ Chopra segir: „Þegar jörð klofnar í tvennt í jarðskjálfta, þegar rykkorn snúast í geimnum á milljónföldum hraða og búa til plánetu, þegar einfrumungur skiptir sér í tvennt og verður að lífi og þegar hugmynd kviknar í koll- inum á manneskju - það er Guð“. Þá kviknaði ljós í höfðinu á mér og ég fann Guð. Hann er alls staðar. Hann er allt. Ég hef alla tíð verið þeirrar skoð- unar að ég sé ekki einn í göngutúr á jörðinni. Það er einhver máttur mér æðri sem er framleiðandi þessarar sýningar. Á unglingsárum mínum þegar ég var í hvað mestum mótþróa gegn Guði þá voru vegginir í her- bergi mínu þaktir plakötum af kvik- myndastjörnum og poppstjörnum. Ég leit upp til þesa fólks og tilbað það eins og guði. Ég umgekkst kær- astana mína þrjá sömuleiðis eins og guði og fór að gera sömu kröfur til þeirra og Guðs en komst síðan að því að þeir voru manneskjur og hefðu aldrei getað staðið undir þeim kröfum. Guð er þægilegt alþjóðlegt þriggja stafa orð sem allir skilja. Þess vegna kýs ég að nota það. Ég „Þessir þrír karlmenn sem ég varð ástfanginn af voru í reynd ein og samaínanneskjan. Manneskja sem var ekki til.v' tilviljun, eða hvort ég sjálfur væri ábyrgur fyrir því hvernig fór. Ég kveikti loksins á perunni þegar ég sá meistaraverk Alfred Hitchcock Vertigo. Ef til er hin fullkomna kvikmynd þá er það Vertigo. Hún opnaði augu mín fyrir því í hvaða ástandi ég var hvað varðar ástina og tilfinningalífið. James Stewárt leikur í myndinni leynilögreglu sem þjáist af lofthræðslu. Hann fær það verkefni að elta konu og verður ást- fanginn af henni en missir af henni vegna lofthræðslu sinnar þegar hún hleypur upp í kirkjuturn og stekkur fram af honum, eða virðist stökkva fram af honum. Söguþráðurinn í þessari mynd er flókinn en í stuttu máli er það þannig að um miðja mynd gerir Hitchcock okkur áhorfendum grein fyrir því að konan sem Stewart elti fékk það hlutverk að leika aðra konu en allt var það hluti af áætlun sem snerist um hið fullkomna morð. Maðurinn sem Stewart leikur verður andlegt úrhrak þegar hann telur draumakonuna sína látna. Hann missir vitið og fer af stað um miðbik myndarinnar að leita uppi aðrar konur sem líkjast draumakon- Breytingar eru það eina sem maður getur verið fullkomlega viss um í þessu lífi. Það er áskrift að óham- ingjusömu lifi að vilja ekki taka þátt í breytingum.“ Langarþig til að eignast börn? „Ekki núna. Ég er langyngstur af sjö systkinum. Það kom í minn hlut að passa öll barnabörnin sem komu í fjölskylduna, skipta á þeim og fara með þau í göngutúr. Ég hef fengið þann skammt. Svo er það þannig að plöturnar sem ég hef gert og verk- efnin sem ég skilað af mér eru eins og börnin mín. Verkefnin eru alveg jafntímafrek og að eignast börn, al- veg jafndýr og maður er alltaf tilbú- inn að verja þau og það er ætíð jafn gaman að sjá þau vaxa úr grasi og öðlast eigið líf.“ Vináttan við Guð Þú talar mjögopinskátt um sjálfan þig og eigin tilfinningar. Áttu engin leyndarmál? „Jú, en ég ætla ekki að segja þér þau.“ Segðirðu engumfrá þeim? „Jú, Guði. Við Guð erum miklir vinir. Við vorum það ekki alltaf en það var óskaplega gott þegar við (Mér finnst frábært að vera hommi. Það er skemmtilegt og fyndið og á sama tíma kemur það mér dæmalaust mikið á óvart hvað það er venjulegt að vera hommi." treysti Guði. Það traust reynist mér ákaflega mikilvægt í þeim verk- efnum sem ég tek mér fyrir hendur. Ég á tvær uppáhaldsbænir. Önnur er: „Guð, gerðu það sem þú vilt að ég geri, segðu það sem þú vilt að ég segi og ekki láta mig hindra þig“. Hin er: „Guð, leyfðu mér að leyfa mér að vera frábær". Þar með er ég ekki að varpa allri ábyrgð á Guð heldur þarf að vera virkur þátttak- andi með honum. Hann er framleið- andinn sem ég þarf að treysta en ég skal sannarlega taka þátt í þessu verkefni með honum og gera það sem ég get.“ kolbrun@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.