blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 6
6IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2006 blaAÍ6 Efnahagsþvinganir: Olían gæti farið í 200 dollara Olíuverð getur farið í 200 doll- ara á tunnu ef Bandaríkin leitast við að beita íran efnahagsþving- unum, sagði Manuchehe Mo- hammadi, aðstoðarutanríkisráð- herra Irans í gær. Orð Mohammadis eru við- brögð við þeirri kröfu Sameinuðu þjóðanna á mánudag að íranar hætti allri kjarnorkustarfsemi sinni innan mánaðar, ella megi þeir eiga von á að verða beittir efnahagsþvingunum. Yfirlýsing Mohammadis virtist þó hafa lítil áhrif á verðmyndun á mörk- uðum. Tim Evans, orkuráðgjafi hjá Citigrup Futures sagði ekki útilokað að olíuverðið færi í 200 dollara á fatið en sagði það samt ekki líklegt. Askriftarsími 586 8005 Bjóðum þessar heimsþekktu þýsku kamínur í mörgum stærðum og gerðum á hreint frábæru verði\ | SÍÐUMÚLA 9 • Simi 530 2800 | SMÁRALIND ■ Sími 530 2900 | | AKUREYRI ■ Sími 461 5000 | Sjá nánar: www.ormsson.is | ER PABBI DÍLERINN ÞINN? LÝÐHEILSUSTÖÐ Foreldrar og aörir fullorðnir mega ekki kaupa áfengi handa börnum yngri en 20 ára. Það er lögbrot. ORMSSON Amteirtar Mikil rigning Þessar kínversku konur létu rigninguna ekki stöðva sig. Þær klæddu sig þó vel til að blotna ekki. Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Feðgarnir Heimir Sverrisson og Daníel Örn Heimisson eru fastir í Guangzhou í Kína en fellibylurinn Prapiroon er við það að ríða yfir svæðið. Ekki er nema rúm vika síðan fellibylurinn Kaemi gekk yfir með þeim afleiðingum að á þriðja tug manna létust og yfir 6oo þúsund manns misstu heimili sitt. Búist er við því að Prapiroon verði töluvert öflugri. „Við lentum í brjáluðu veðri og þurftum að flýja inn i leigubíl,“ segir Heimir sem hefur verið að ferðast um Kína í tvo mánuði ásamt syni sínum. Hann segir að fellibylurinn sé farinn að gera vart við sig en vindstyrkurinn mældist rúmlega 8o metra á sekúndu í gær. Heimir segist ekki hafa orðið var við miklar varúðarráðstafanir vegna bylsins en bætir við að fáir tali ensku og brosi bara blítt til þeirra feðga. „Það er mikill vindur og rigning sem gerir það að verkum að það er nær ómögulegt að standa úti,“ segir Heimir til þess að lýsa afli storms- ins sem virðist gríðarlegt þó svo að hann sé ekki búin að ná fullum krafti. Samgöngur liggja niðri í bænum þannig feðgarnir komast hvorki lönd né leið. Á erlendum frétta- vefjum kemur fram að ríkisstjórn Kína hefur gert gríðarlegar ráð- stafanir vegna fellibylsins og hafa meðal annars skipað um 50 þúsund bátum að koma til lands. Hundr- uðum flugferða hefur verið frestað í Hong Kong og 65 þúsund manns hafa verið fluttir á brott frá Guangd- ong sem er í suðurhéraði Kína. „Eg held samt að þetta bjargist, kínverjarnir kunna þetta," segir Heimir sem vonar það besta. Feðgarnir eru búnir að ferðast vítt og breift um Kína og gistu meðal annars í tvær vikur í klaustri með Shaolin munkum. Þar lærðu þeir forna bardagalist munkanna og löguðu sig að lífstíl þeirra. Sonur Heimis, Daníel Örn er 16 ára gam- all og segir Heimir að ferðin sé búin að vera ótrúlegt ævintýri fyrir þá báða. „Við átum meira það segja hund um daginn,“ segir Heimir hlæjandi og líkir bragðinu við seigt íslenskt lambakjöt. Hann bætir við að hund- urinn hafi eiginlega verið furðu góður þrátt fyrir að hann muni ekki leggja sííkar matarvenjur í vana sinn. Fellibylurinn Prapiroon, en hann er nefndur eftir taílenska regnguð- inum, nær fullum styrk um helg- ina. Feðgarnir gista á hóteli og telur Heimir að þeir muni braggast þrátt fyrir hættuna. Ríkisendurskoðandi skammar stjórnvöld: Losarabragur á ríkisútgjöldum Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd fjárlaga harðlega í ný- útkominni skýrslu sinni um fram- kvæmd fjárlaga á síðasta ári. í skýrslunni segir að eytt hafi verið umfram heimildir í ríflega fjórðungi þeirra fjárlagaliða sem Al- þingi hafði samþykkt. Alls er um 135 fjárlagaliði að ræða þar sem eytt var umfram heimildir og í 96 tilfellum var eyðslan meiri en fjögur prósent umfram heimildir. Þegar eyðslan fer það langt fram úr heimildum ber að tilkynna það og bregðast við. Starfsmenn Ríkisendurskoðunar eru harðorðir í skýrslu sinni: „Ljóst Útgjöld umfram fjárheimildir Ríkisendurskoðun gagnrýniraö ekki skuli vera nægt aðhald með útgjöldum úr ríkissjóöi. er að í alltof mörgum tilfellum eru ákvæði reglugerðarinnar virt að vettugi og þannig gefið í skyn að fjár- lög séu ekki annað en áætlun sem hafa beri til hliðsjónar, en sem heim- ilt sé að víkja frá í verulegum mæli án atbeina Álþingis sem fer með fjár- veitingarvaldið,“ segir í skýrslunni. ,Það er á ábyrgð Alþingis, ráðuneyta og forstöðumanna stofnana að sjá til þess að fjárlög séu virt.“ Útgjöld umfram Qárheimildir Ríkisendurskoðun gagnrýnir að ekki skuli vera nægt aðhald með út- gjöldum úr ríkissjóði. Hraðakstur: Sniglar hjá Sturlu Félagar i Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglum, heimsóttu í gær Sturlu Böðvarsson sam- gönguráðherra. Tilgangur heim- boðsins var að ráðherra fengi heyra hjá hjólafólki til hvaða ráða megi grípa til að sporna við hraðakstri. Sniglarnir sögðu á fundinum, að einn vandi sem glímt væri við, sé sá að samtökin nái ekki lengur til meginþorra bifhjólamanna. Sniglar töldu einnig brýnt að koma á fót lokuðu æfingasvæði fyrir bifhjólaakstur þar sem nauðsynlegt væri að hafa braut fyrir hraðakstur, „sem myndi leiða til þess að bifhjólamenn þyrftu ekki að fá útrás á göt- unum“ eins og það er orðað á heimasíðu ráðuneytisins.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.