blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 2
2IFRÉTTIR “FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2006 blafti6 Vershmarmannahelgin: VR heldur ekki upp á daginn VR VR heldur ekki upp á frídag verslunarmanna á sama hátt í ár og verið hefur undanfarin ár. ÁvefVR kemur fram að peningar sem ella færu í að borga fyrir fjölskylduskemmtun í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum eða golfmót þessa helgi fari þess í stað í að efla sjóði félagsmanna. VR stofnaði varasjóð fyrr á árinu og var markmiðið að auka jafnræði og frelsi félagsmanna til að ráðstafa inneignum sínum í sjóðum félagsins. Blaðið: Næsta blað á miðvikudag Vegna verslunarmannahelgar- innar er blaðið í dag helgarútgáfa Blaðsins. Næsta tölublað kemur út næsta miðvikudag. Tugþúsundir á faraldsfæti: Besta veðrið verður á norðausturlandi Rigning á köflum um mest allt landið ■ Stíft eftirlit umferðarlögreglu ■ Mikið að gera á Reykjavíkurflugvelli og BSÍ Otlit er fyrir að rigna muni á lands- menn um verslunarmannahelgina. Því má búast við að margir þeirra fjölmörgu einstaklinga sem leggja land undir fót þessa miklu ferðahelgi eigi eftir að blotna nokkuð áður en upp er staðið. Veðurstofan spáir því að verði skýjað og rigning á köflum um mest allt landið um helgina. „Bjartast verður á Norður- og Norðausturlandi, en það mun enginn losna alveg við rign- inguna," segir Kristin Hermanns- dóttir, veðurfræðingur. Kristín segir það þó bót í máli að það verði ekki mjög kalt í dag og á NÝR VALKÖSTIJK Á transport'’%% toll- og flutningsmiðlun ehf Fiskislóð 26 • 101 Reykjavík • Sími: 578 4600 www.transport.is • transport@transport.is Frábær í Diskurinn Ómar lands og þjóðar er frabær til morgun. „Á sunnudaginn verður svo vestlæg átt og kólnandi veður. Blautt verður vestan til en léttir til fyrir austan. Á mánudaginn mun svo aftur birta til þegar fólk er að taka saman og heldur heim á leið.“ Inga Birna Ragnarsdóttir, sölu- og markaðsfulltrúi Flugfélags Islands, sagði í gær að flugið hefði gengið vel og vonaðist til að veðrið myndi ekki setja strik í reikninginn í dag svo að ekki þurfi að fresta vélum til Vestmannaeyja. I gær voru átta flug til Vestmannaeyja, en sautján í dag. „Þetta er náttúrulega margfalt fleiri flug en á venjulegum degi, en ég tel að heildarframboð sæta sé minna í ár en í fyrra.“ Sömu sögu er að segja af BSl. „Föstu- dagurinn fyrir verslunarmanna- helgi er yfirleitt þyngsti dagurinn á BSf,“ segir Svanhvít Helga Rún- arsdóttir, aðstoðarvaktstjóri hjá Kynnisferðum á BSl. „Mesta traf- fíkin er norður til Akureyrar og til Vestmannaeyja þar sem fólk tekur rútur ýmist á Bakka eða til Þorláks- hafnar. Svo eru ýmsir sem eru að fara í þessar hefðbundnu dagsferðir hjá okkur eins og venjulega. Við reiknum með að þetta muni ganga greiðlega fyrir sig, en þetta hefur gengið mjög vel það sem af er.“ „Við verðum með stíft umferðareft- irlit, bæði á Suðurlandsvegi og á Vesturlandsvegi, og verðum til taks ef eitthvað kemur upp á,“ segir Guð- brandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. „Við munum fylgjast með umferð- inni, sjá til þess að ökutæki séu í lagi, á löglegum hraða og standi ekki í ógætilegum framúrakstri. Þá munum við fylgjast vel með að allir séu með beltin spennt.“ Guðbrandursegirvegaframkvæmdir hafa áhrif á umferðina út úr bænum. „Framkvæmdir standa meðal ann- ars yfir á gatnamótum Vesturlands- vegar og Suðurlandsvegar, auk fram- kvæmda í Mosfellsbæ. Við biðjum því fólk um að sýna þolinmæði gagn- vart samborgaranum og brosa.“ Lögreglan í Reykjavík reiknar með miklum töfum seinni part dags, þegar umferðin er sem mest og að á mánudeginum verði bíll við bíl alveg upp fyrir Hvalfjarðargöng. „Allar helgar yfir sumartímann eru miklar umferðarhelgar, en verslun- armannahelgin er öðrum meiri. Lög- reglan í Reykjavík á í góðu samstarfi við önnur lögregluumdæmi, og við beinum því til almennings að vera með beltin spennt, keyra eftir að- stæðum og gildandi hámarkshraða, standa ekki í ógætilegum framúr- akstri og keyra ekki undir áhrifum áfengis,“ segir Guðbrandur. bladiö== Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 - www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 51Q 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 51Q 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Á förnum vegi Hvert ferðu um verslunar- mannahelgina? Júlía Alexandersdóttir blaðamaður „Ég fer kannski í sumarbústað annars verð ég í bænum.“ Dóra Pálsdóttir starfsmaður Alþingis „Ég fer ekki neitt. Verð bara heima." Anna Björk Jónsdóttir „Ég verð í bænum en fer á Innipúkann." Arnar Þór Úlfarsson iðnaðarmaður „Það er óákveðið en yfirleitt fer ég ekkert." Sigurbjörg Guðnadóttir „Ég veit ekki hvert ég fer, það er ekkert sérstakt sem ég vil fara.“ Margir af fremstu söngvurum þjóðarinnar: Bubbi Morthens,Björgvin Halldórs, Pálmi Gunnars, Páll Óskar.Guðrún Gunnars, Matti Matt, Bjarni Ara og Garðar Cortes að taka með í ferðalagið Sumarfrí 2 O M T # HeiöskírtLéttskýjað'f2o Skýjað . Alskýjað i^>»ni9ning,lltilsháttar^^RÍBnmg-£L^,Súld ^ SnjókomaSlydda Snjóél »Skúr iitiiyj]/ Algarve 27 Amsterdam 20 Barceiona 29 Berlin 22 Chicago 21 Dublin 17 Frankfurt 20 Glasgow 16 Hamborg 20 Helsinki 21 Kaupmannahöfn 22 London 22 Madrid 30 Mallorka 30 Montreal 21 NewYork 28 Orlando 26 Osló 25 París 21 Stokkhólmur 21 Vin 19 Þórshöfn 12 Á morgun Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á uppiýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.