blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 13

blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 13
blaðið FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2006 ÁLIT I 13 Synjun Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, greinir frá þvíhinn 2. júní 2004, að hann synji fjölmiðlalögunum staðfestingar. Völd forsetaembættisins hafa ekki verið aukin Tíu ár eru síðan Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Is- lands. Af því tilefni hafa verið við- töl við hann í fjölmiðlum. Þar hefur hann sagt margt ágætt. Tvennt hef ég þó staldrað við þar sem ég er honum ósammála, meira að segja mjög ósammála. í fyrsta lagi hef ég miklar efa- semdir um þá áherslu, sem hann leggur á völd embættis síns. Vald forsetaembættisins er honum greinilega ofarlega í huga. I viðtali í einhverjum fjölmiðlinum sagði Ólafur Ragnar að hvergi á byggðu bóli hefði forseti eins mikið „frelsi og svigrúm" og hann hefði sjálfur. Hann hefði umboð sitt frá þjóðinni beint og milliliðalaust. Ég spyr á móti, umboð til hvers? Því fer afar fjarri að forsetinn hafi i' 7 tvS Viðhorf Skriíar um vald forseta og umræöu um beitingu þess. Ögmundur Jónason þingismaður. Hvað um það, niðurstaðan varð sú að þetta var gert. Lögin voru numin úr gildi. En það var Alþingi sem tók ábyrgð á brottnámi laganna, ekki forsetinn. Það er fráleitt að leggja þann skilning í ákvörðun Alþingis um að nema fjölmiðlalögin úr gildi með nýju frumvarpi - eins og gert var - sem viðurkenningu á því að forseta íslands hafi þar með í reynd verið veitt neitunarvald! Nær væri að segja að Alþingi hefði tekið sér vald gagnvart túlkun viðkomandi greinar stjórnarskrár- innar. Því má bæta við að vorið 2004 var ekki rætt um þessi mál á þeirri forsendu sem forsetinn gerir nú og fráleitt að vísa til hennar núna í því samhengi sem forsetinn gerir. Að svo mæltu óska ég Ólafi Ragn- ari Grímssyni, forseta lýðveldisins alls góðs og velfarnaðar í starfi. Viðvörunarbjöllum hringt „Alvarleg offita eykst sífellt" - „Skortur á meðferðarúrræðum við offitu" - „Öryrkum vegna of- fitu fjölgar“ - „Sífellt fleiri verða of feitir" - „Sykursýki 2 ógn við börn“ - „Fjöldi skólabarna þjáist af offitu“, - „Islenskt þjóðfélag að fitna“ - „Of- fita er heilsufarsvandi hættulegur konum á barneignaraldri“. Þetta eru nokkrar fyrirsagnir á fréttum frá því nú í sumar. Þær ættu að hringja viðvörunarbjöllum hjá öllum sem láta sig varða lýðheilsumál. Hreyfiseðlar ein leið Erlendir sérfræðingar hafa verið hér og varað okkur Islendinga við þeirri þróun sem er að verða hér á landi og hvatt okkur til að bregð- ast við. Ég hef verið á þeirri skoðun lengi að taka þurfi á þessum málum og í því skyni lagt fram á Alþingi til- lögur sem eiga að sporna við þessari þróun. Við Samfylkingarþingmenn höfum lagt til að takmarka beri óhollustuauglýsingar sem beinast að börnum. Feitt barn verður oft feitur fullorðinn og matarvenjur mót- ast á unga aldri. Einnig hef ég lagt til, ásamt þingmönnum úr öllum flokkum, að hreyfi- og matarleið- beiningar, svokallaðir hreyfiseðlar, verði teknir upp í heilbrigðiskerfinu svipað og lyfseðlar og læknar geti ávísað á hreyfingu ekki síður en lyf. Nú er tilraun hafin með hreyfi- seðla í heilsugæslunni í Garðabæ, en reynslan af þeim á Norðurlöndum undanfarin 5-6 ár er góð. Óhollustuauglýsingum ekki beint að börnum Sérfræðingur í barnalækningum við Harvard háskólann, sem var hér í sumar, sagði offitu vera faraldur í Asta Ragnheiflur Jóhanncsdóttir. alþingismaflur Skrifar um leiöir í baráttu gegn offitu og óhollustu. Bandaríkjunum og benti á að hættu- merki væru um að íslendingar væru á sömu leið ef ekki yrði brugðist fljótt við. Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum eru of þungir eða þjást af offitu og eitt af hverjum þremur börnum er í sömu stöðu. Bandaríski læknirinn segir þetta ekki líffræðilegan vanda heldur sé orsaka hans að leita í lífsstíl, virkni og mataræði. Hann telur að banna eigi óhollustuauglýsingar sem bein- ast að börnum. Hann gengur þar enn lengra en ég og félagar mínir í Samfylkingunni sem leggjum til samkomulag ráðherra og auglýs- enda um að beina ekki óhollustu- auglýsingum að börnum, en ekki fortakslaust bann. Við höfum verið sökuð um forsjárhyggju í þessu máli af ýmsum, en nágrannaþjóðir okkar ganga mun lengra. Víða í Evrópu- löndum hefur verið lagt bann við óhollustuauglýsingum sem beint er að börnum. Við verðum að bregðast við, ella getum við horft til Banda- ríkjanna og séð hvernig framtíðin verður hjá okkur. Hreyfing og rétt matar- æði, úrræði og forvörn. Rannsóknir sýna að offita er í raun orðin faraldur í íslensku þjóð- félagi. Offita eykur stórlega líkur á ýmsum sjúkdómum, t.d. sykursýki 2 eða svokallaðri áunninni sykur- sýki, hjarta- og æðasjúkdómum, ristilkrabbameini, kæfisvefni og stoðkerfissjúkdómum, auk þess sem fullyrða má að sálrænir fylgi- kvillar offitu séu verulegir. Þrátt fyrir þetta hefur lítið farið fyrir beinum aðgerðum stjórnvalda til að stemma stigu við þróuninni. Þó er að vænta niðurstöðu nefndar sem sett var á laggirnar eftir að Alþingi hóf umræðu um vandann að frum- kvæði allra þingmanna í heilbrigðis- nefnd Alþingis og samþykkti tillögu hennar um aðgerðir til að bæta heil- brigði Islendinga með hollara matar- æði og aukinni hreyfingu. umboð til að fara sínu fram að eigin geðþótta, frelsi hans og svigrúmi eru nefnilega settar mjög strangar skorður. Þær skorður markast að sjálfsögðu af lögum og stjórnarskrá, einnig hefðum og af þeirri umræðu sem fram fór við forsetakjörið. Eftir því sem ég man best var þar ekki gefið grænt ljós á að gera for- setaembættið að valdaembætti. I öðru lagi á ég erfitt með að skilja þá yfirlýsingu forseta íslands að með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi vorið 2004, hafi forset- anum verið fært aukið vald - neit- unarvald gagnvart Alþingi. Þetta er að mínum dómi alrangt. Margir höfðu um það efasemdir að Alþingi hefði rétt til þess að fella fjölmiðla- frumvarpið úr gildi; þinginu bæri að láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu eftir að forsetinn neitaði að staðfesta lögin, sbr. 26. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir, m.a.; „Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningar- bærra manna í landinu til sam- þykktar eða synjunar með leyni- legri atkvæðagreiðslu.” Margir litu svo á að samkvæmt þessu orðalagi hefði Alþingi ekki heimild til annars en að láta fara fram þjóðaratkvæðagreisðlu. Ég var í hópi þeirra sem var því fylgj- andi að fella lögin úr gildi og taldi að markmið stjórnarskrárinnar væru í heiðri höfð með því móti þótt vissulega mætti gera ágreining um það hvort orðalag 26. greinar stjórn- arskrárinnar byði upp á þetta. Ég rökstuddi þessi sjónarmið mín á sínum tíma og held mig enn við þá afstöðu sem ég tók þá. Náðu þér í ókeypis loftþrýötingö- og dekkjaslitsmæli á næetu bensínstöð 6KELJUNG6 Umferðarstofa l FIA Foundation

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.