blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2006 blaöió íþróttir ithrottir@bladid.net ATV Byrjar sálfræðistriðiö José Mourinho segist hafa meiri trú á Arsenal en Manchester United í kapphlaupinu um enska meistaratitilinn næsta keppnistímabil. í leiðinni segist hann ekki hafa trú á að Li- verpool verði með i baráttunni, það sé vel skípulagt lið en gæði knattspyrnunnar sé ekki eins mikil og hjá hinum liðunum tveimur. Áður hafði Rafael Benítez skotið á Mour- inho og sagt að velgengni Chelsea sé aðallega Roman Abramovich að þakka. Stjórnarformaður og knattspyrnustjóri hjá Sunderland: Hvernig spáirðu undanúrslitaleikjunum i VISA-bikarnum? BÍL.HUSIÐ www.bilhusid.is Véla- og hjólastillingar. Tímareimaskipti, bremsuviðgerðir, smurþjónusta og allar almennar viðgerðir Smlðjuvegi 60 (RauO gata) • Kópavogl • S(mt 657 2540 - 554 5350 „í undanúrslitum kvenna sigrar Breiðablik Fjölni 6-0 og Valur vinnur að sjálfsögðu Stjörnuna, mig minnir að það verði 5-0. Síðan vinnur Valur2-0 í úrslitaleiknum. Hjá körlunum vinna Keflvíkingar 1-0 og Þróttarar sigra KR-inga með sama mun. í úrslita- leiknum vinnur Keflavík 1-0 í framlengdum leik.“ Guðmundur Benediktsson Knattspyrnumaöur úr Val „Þetta er einfalt í kvennaboltanum, þar keppa Breiðablik og Valur. Ég spái Breiðabliks- stúlkum 2-1 sigri í þeim leik. Hjá körlunum spái ég KR og Keflavík í úrslitaleikinn, og hann fer 1-0 fyrir KR.“ Vanda Sigurgeirsdóttir Knattspyrnuþjálfah „Breiðablik og Valur í úrslit hjá konunum. Þar munu Valsstúlkur vinna leikinn. Hjá körl- unum munu Keflvíkingar og KR-ingar leika til úrslita, Kristján Finnbogason skorar þar sigurmarkið í vítaspyrnukeppni." Sigurvin Ólafsson Knattspyrnumaöur úr FH CIIRVSLIiR • JKICP • I) OI) (í K • SKODA Glæsilegur ferill Á löngum knattspyrnuferli sínum varð Niall Quinn goðsögn í íþrótt- inni og var þekktur fyrir drengs- skap sinn. Hann var um tíma marka- hæsti leikmaður írska landsliðsins en byrjaði feril sinn ungur að aldri í hinni írsku íþróttagrein Hurling. Niall Quinn var fenginn til Arsen- al árið 1983 og þremur árum síðar orðinn að fastamanni í liðinu. Loks kom að því að hann varð undir í sam- keppninni við Alan Smith og árið 1990 var hann seldur til Manchester City fyrir 130 milljónir króna. Á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu skoraði hann 22 mörk og stimplaði sig ræki- lega inn í liðið. Hann var í sex ár hjá félaginu, lék 245 leiki og skoraði 78 mörk. Á endanum lenti hann í erfið- um meiðslum og svo í útistöðum við þjálfarann Alan Ball. Sunderland Quinn gekk til liðs við Sunderland árið 1996 og ásamt Kevin Phillips myndaði hann stórhættulegt fram- herjapar. Hann var fyrsti leikmaður liðsins til að skora á nýjum heima- velli liðsins árið 1997 og var valinn leikmaður ársins hjá Sunderland ár- ið 1999. Það keppnistímabil skoraði hann 21 mark fyrir félagið. Þremur árum síðar lagði hann skóna á hill- una, þá 37 ára gamall, og haldin var kveðjuleikur honum til heiðurs þar sem Sunderland lék gegn írska landsliðinu. í þeim leik safnaðist ágóði að andvirði 137 milljóna króna og Quinn gaf allan ágóðann til líkn- armála. Síðan þá hafa margir knatt- spyrnumenn fetað í fótspor hans og gefið ágóða til góðgerðarmála. Tveir áratugir Ferill Niall Quinn spannar tvo ára- tugi í enska boltanum en hann lék sinn fyrsta leik fyrir írska landsliðið árið 1986. Hann lék 91 landsleik og skoraði 21 mark fyrir þjóð sína. Um skeið var hann markahæsti leikmað- ur liðsins en Robbie Keane sló met- ið árið 2004. Quinn lék á HM 1990 og 2002 en missti af HM 1994 vegna meiðsla. í ár náði írskur auðjöfur meiri- hlutaeign í félaginu og réði Niall Quinn sem stjórnarformann þess. Nú í sumar skipaði Quinn sig einn- ig í hlutverk knattspyrnustjóra og er því í dag annar af tveimur mönnum í enska boltanum sem gegna báðum hlutverkum. Hinn er Graham Turn- er hjá Hereford. Hann segist bíða eftir því að fá almennilegan þjálfara til félagsins en á meðan mun hann stjórna skútunni alfarið. Haftv f efCrfT' Fullelduðu kjúklingabitarnir frá Matfugli á grillið, í ofninn eða á pönnuna. Með hverjum bakka fylgir Léttsósa frá Salathúsinu. Stjómarformaöur og þjálfari samtímis: Uppskrift að óförum Það er ekki algengt í sögu knattspyrnunnar að sami einstaklingur gegni hlutverki stjórnarformanns og knatt- spyrnustjóra, þ.e. á sama tíma. Nýverið skipaði Niall Quinn sjálfan sig sem knattspyrnustjóra Sunderland en hann var skömmu áður fenginn sem stjórnarformaður félagsins. Forvitnilegt verður að fylgjast með hvernig honum muni ganga að sameina þessi tvö hlutverk og skipta tíma sínum milli skrifstofunnar og Pekkjarins. TERRY SMITH -CHESTER Árið 1999tókTerry Smith við tvöföldu hiutverki hjá Chester og var við stjórnvölinn i tvö ár. Bæði tíma- bilin gekk liðinu ákaf- lega illa undir hans stjórn og á því síðara féll liðið úr neðstu deild og féll því út úr ensku deildarkeppn- inni. Smith sagði af sér í október 2001 og skildi liðið eftir utan deilda f Englandi. JOHN REAMES - LINCOLN Leiktímabilið 1998- 1999 gekk Lincoln-lið- inu afleitlega og því ákvað John Reames stjórnarformaður að reka þjálfarann og skipaði sjálfan sig f staðinn. Eftir nokkur hagstæð úrslit fór aftur að halla undan fæti og liðið féll niður um deild í loktimabilsins. Reames hélt þó áfram næsta tímabil en náði engum neista í liðið og ilia gekk. DMITRI PITERMAN -ALAVES Hinn úkraínski stjórn- arformaður spænska liðsins Alaves, Dmitri Piterman, hefur trú á sjálfum sér sem knattspyrnustjóra. Árið 2003 gerði hann tilraun til að starfa sem slíkur jafnhliða stjórnunarstörfunum, þá hjá spænska liðlnu Racing Santander. Annar þjálfari var skráður fyrir félaginu á pappírunum en raunin var að Piterman réði öllu sjálfur. Hann hafði enga menntun sem þjálfari og liðinu gekk illa undir hans stjórn og hann var hrakinn frá félaginu í kjölfarið. RON NOADES -BRENTFORD Eftir 17 ár sem stjórn- arformaður hjá Crystal Palace tók hann við sama embætti hjá Brentford og skipaði sjálfan sig jafnframt knattspyrnustjóra félagsins. I fyrstu gekk vel og hann hlaut tvívegis verðlaun sem þjálfari mánaðarins I ensku þriðju deildinni. Fljótlega kom i Ijós að erfiðlega gekk að samræma hlutverkin og leiktímabilið 2001 sagöi hann af sér sem knattspyrnustjóri. Tveimur árum síðar vék hann einnig úr embætti stjórnarformanns hjá Brentford. BARRY FRY - PET- ERBOROUGH Eftir að hafa náð ágætum árangri hjá Birmingham færði Frysig um setyfir til Peterborough og tók samstundis við báðum hlutverkum. Hann náði ekki tilætluöum árangri með liðið á þeim níu árum sem hann var bæði knattspyrnustjóri og stjórnarformaður. Fry sagði af sér sem knattspyrnustjóri en situr enn i stóli stjórnar- formanns hjá félaginu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.