blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2006 blaAÍA tonlist@bladid.net „Ef ég þyrfti aö finna nýtt nafn yfir rokk og ról myndi ég kalla þaö „Chuck Berry““ John Lennon Breski tónlistarmað- urinn Morrissey er á leiðinni til landsins og treður upp á tónleikum í Laugardalshöll 12. ág- úst. Flestir vita að hann var söngvari hinnar goðsagnakenndu hljómsveit- ar The Smiths en fáir, fyrir utan með- limi, vita fyrir víst af hverju sveitin lagði upp laupana. Ósætti Morrissey og Johnny Marr, gitarleikara og aðallagahöfundar sveitarinnar er oftast kennt um en fleiri ástæður hafa verið nefndar til sögunnar. Margir halda því fram að Morrissey sé samkynhneigður og að ást hans á Marr hafi rústað samstarfi þeirra. Þær getgátur eru ekki út í hött þar sem textar Morrissey hafa oft ver- ið túlkaðir á samkynhneigðan hátt. Ástfanginn Morrisey hefur ávallt forðast að tala um einkalíf sitt í fjölmiðlum. Það hefur virkað sem olía á eld sögu- sagna og komið af stað þrálátum orðrómi um samkynhneigð hans. Ri- chard Smith, blaðamaður tímaritsins Rolling Stone, hefur til dæmis fullyrt að flest lög með The Smiths sé hægt að túlka á samkynhneigðan hátt og hefur hann gengið svo langt að hvetja Morrissey opinberlega til að koma út úr skápnum. En í viðtali við Rolling Stone árið 1990 blés Morrissey á sögu- sagnirnar: „Er ég hommi? Jæja, það eru nýjar fréttir." Þegar hann var beðinn um að útrýma orðróminum í heimildarmyndinni The Importance of Being Morrissey taldi hann ekki ástæðu til þess. „Fólk heldur að það viti og heldur að það skilji. Mér er al- veg sama um hvað fólki finnst - það breytir engu. Ég hef ekkert að fela.“ í viðtali við timaritið NME fyrr á þessu ári sagðist Morrissey ekki leng- ur lifa skírlífi eins og hann hafi gert síðustu 20 ár. Fólk velti þá fyrir sér hvort hann ætti í ástarsambandi, við hvern og að sjálfsögðu hvort aðilinn væri kven- eða karlmaður. Morrissey gaf það ekki upp og sagðist vera ást- fanginn einhverju, ekki einhverjum. Óendurgoldin ást Fyrr á þessu ári kom út Ringleader of the Tormentors sem er áttunda sólóplata Morrissey, að frátöldum safn- og tónleikaplötum. Þegar rýnt er í texta plötunnar kemur ýmislegt óvænt í ljós. Einmanaleikinn og þunglyndið er enn til staðar en í lag- inu Life is a Pigsty kallar Morrissey til einhvers sem hann þekkir og saknar. Hér eru nokkur brot úr textanum:. „It’s the same old S.O.S. But with brand new broken fortunes And once again I turn toyou Onceagain Idolturn toyou' „Every second of my life I only live foryou Andyou can shoot me Andyou can throw me off a train I still maintain" „And I’d been shifting gears all alongmylife But I ’m still the same underneath Thisyou surely knew I can’t reach you „Canyou stop thispain? Even now in thefinal hour ofmy life I’mfalling in love again Agairí' Morrissey og Johnny Marr eiga gríðarlega farsæla fortíð. Samstarf þeirra bar ávöxt sem fáir geta státað sig að, en The Smiths er ein virtasta hljómsveit allra tíma þrátt fyrir stutt- an starfsaldur. Þeir félagar unnu ávallt náið saman að tónlistinni og eru einir skráðir fyrir öllum lögum sveitarinnar. Er Morrissey að kalla til Marr í textanum? Hann má túlka þannig að Marr hafi forðast Morriss- ey í fjölda ára og að ást Morrissey hafi verið með öllu óendurgoldin. Þegar samstarfi þeirra lauk getur 4. ágúst í rokksögunni... 2003 Bassaleikari Nirvana, Krist Novoselic, tilkynnir að hann sé hættur í tónlistar- bransanum. Þrátt fyrir það segist hann ætla að halda áfram að spila með hljómsveit- inni sinni. Mjög ruglingslegt. 1979 Led Zeppelin spilar fyrir 120.000 manns í Knebworth-almennings- garðinum í Englandi. Tónleikarnir eru þeirra fyrstu í Bretlandi í fjögur ár. 1970 VE FRÁ 13:00-21:00 Pantanir og tilboö fyrir hópa í annan tíma: draugasetrid@draugasetrid.is S. 895 0020 ' &Y 1 V Draugasetríð Stokkseyri \\ w.draumtsetrid.is island, s;ekjunt jniö heiin! drauniisiti i(K«'clraug;isetrid.is FgROAM*LAflAD Morrissey hafa bælt niður ást sína en í enda lagsins segist hann aftur vera ástfanginn. 1 laginu Dear God Please Help Me sem er einnig á Ringleader of the Tor- mentors biður Morrissey um hjálp guðs því hann er orðinn þreyttur á að gera hið rétta. Hann syngur einnig um að vera með tunnur milli lappanna sem gætu sprungið. Seinni hluta textans er varla hægt að túlka öðruvísi en kynferðislega: „Now I’m spreadingyour legs with mine in between dear God if I could, I would help you" Túlka má textann sem einhvers konar ástarjátningu til guðs því eins og fyrr segir hefur Morrissey sagst ástfanginn af einhverju en ekki ein- hverjum. Hann gæti verið ástfanginn af æðri máttarvöldum en hann lifir ekki lengur skírlífi sem flækir skýr- inguna töluvert. Aftur væri hægt að túlka þetta sem hugsanir um Johnny Marr. I upphafi textans segist Mor- rissey vera „á gangi um Rómarborg með hjartað í spotta“ en þangað fluttist hann til að semja og taka upp síðustu plötu sína. Fjarlægð frá þeim sem hann saknar kemur fram í text- anum, en Morrissey biður manneskj- una (Marr?) um að „finna og reyna að vinna sig“ (e. „Track me down and try to win me“). Róm er í um 1.400 kílómetra fjarlægð frá Manchester, þar sem Johnny Marr hefur aðsetur. Vinsæll Qölmiðlamatur Morrissey er samur við sig og virð- ist ekki vera á leiðinni að tala um kyn- hneigð sína á opinberum vettvangi, enda ætti hún ekki að skipta máli. En þögnin hefur gætt hann dulúð sem aðskilur hann frá öðrum lista- mönnum og réttlætir hugleiðingar sem þessar. Fjölmiðlar munu halda áfram að snúast í kringum hann um ókomna framtíð. Óvissan hefur gert hann að einum vinsælasta fjölmiðla- mat Bretlandseyja en hann virðist lít- ið hafa á móti því og heldur áfram að þegja opinberlega en þess í stað tjá sig í gegnum tónlistina á sinn eigin snilldarlega hátt. atli@bladid.net Yorke á Blair Thom Yorke, söngvari bresku sveitarinnar Radiohead, fjarlægði neikvæða yfirlýsingu um Tony Blair stuttu eftir að hann birti hana á vef- síðu Radiohead í gær. „Ég hef fengið nóg af þessu,“ sagði Yorke í yfirlýsingunni. „Ríkisstjórn okkar slakar á með þeirri banda- rísku á meðan þriðja heimsstyrj- öldin er í startholunum í Líbanon og Norður-ísrael.“ York hélt áfram: „Við verður að henda Tony Blair úr embætti strax. Hann er ekki sam- mála embættismönnum Breta erlendis. Hann fylgir ekki einu sinni sínum eigin — þingmönn- um. Sam- band hans við Bush er honum of kært. Eftir að hafa sofnað á veröndinni hjá ungri dömu er Jim Morrisson handtekinn fyrir ölvun á almannafæri. 1966 Fjölmargar útvarpsstöðvar í Bandaríkjunum hætta að spila plötur Bítlana eftir að John Lennon sagði sveitina vinsælli en Jesúm. maður er ekki hæfur forsætisráð- herra.“ Vangaveltur um af hverju Yorke fjarlægði yfirlýsinguna skutu fljót- lega upp kollinum á aðdáendasíðum Radiohead. Margir töldu þrýsting frá stjórnvöldum sökudólginn á meðan örlítið raunsýnni aðdáendur töldu Yorke hafa ákveðið sjálfur að taka niður yfirlýsinguna. Yorke hef- ur enga yfirlýsingu gefið um ástæðuna svo að- dáendur hans fá að velta sér upp úr málinu þar til það gerist. 2 The One Trabanl 4 M John the... Depeche Mode 6 |M Black Swan Thom Yorke 7 m Happiness Orson 8 tVAEleanor Franz Ferdiand 10 Hu // Your Poison... Frank Black topp 10 27. júli - 2. ágúst Þessi Toggi Heart in line 4 ■»! Purole Skln otttiSatellites September 7 Q Crystall Ball Keane mm ^ 8 10 Farinn Burt Snorri w 10 H Hvar sem ég fer Á móti sól i!r

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.