blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 17
blaðið FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2006 17 Einar Már Guömundsson, rithöfundur eirra Sumnr manneskjur hafa meiri og djúpstæðari áhrif á okktir en aðrar oggeta jafnvel mótað skoðanir ok- kar og viðhorftil lífsins og tilverunnar. Stundum eru áhrifavaldarnir frægir eins- taklingar en í öðrum tilfel- lum er um að ræða nákomnit ættingjar og vinir. Blaðið leitaði til nokkurra valin- kunnra íslendinga ogfékk þá til að segja frá helstu áhrifavöldum í lífi sínu. Synt á móti straumnum Ég á mér ekki fyrirmyndir í þeirrri merk- ingu að ég vilji vera eftirmynd einhverra ein- staklinga en hins vegar má segja að ég dáist að ákveðnum eiginleikum í fari fólks og vilji tileinka mér þá. Ég dáist að foreldrum mínum og þá sérstaklega gildismati þeirra. Þegar ég var að alast upp var aldrei sparað fyrir dýrum bílum og húsgögnum eða stærri íbúð. Þess í stað var borðaður góður matur, farið í leik- hús og á tónleika - lesið saman og spjallað saman. Foreldrar mínir hafa kennt mér að safna góðum minningum í stað þess að safna peningum og fyrir það verð ég þeim ævinlega þakklát. Ég dáist að konum sem hafa synt á móti straumnum og náð árangri í karlaheimi án þess að spila eftir leikreglum karlmanna eins og Helgu Kress og Þórhildi Þorleifsdóttur. Ég dáist að Guðrúnu Ásmundsdóttur fyrir að hafa ótakmarkaðan kærleik að gefa heiminum og hafa jafnframt endalausan húmor fyrir sjálfri sér og lífinu. Sjálf er ég trúlaus en viðurkenni fúslega að ef allir trúaðir væru eins og Gunna væri heimurinn betri staður. Ég dáist að hæfileikum en ekki alltaf að hæfileikafólki. Ég dáist að fólki sem vinnur umönnun- arstörf og vona innilega að þegar ég verð orðin gömul og grá verði ekki allir flúnir úr stéttinni og komnar vélar til að mata mig og strjúka mér um vangann. Ég dáist að fólki sem þorir að hafa hugsjón- ir í heimi þar sem hugsjónir eru í besta falli taldar hallærislegar og barnalegar og í versta falli hættulegar. Foreldrarnir í aðalhlutverki Mínar helstu fyrirmyndir í lífinu eru foreldrar mínir. Ég er svo heppin að for- eldrar mínir eru ástríkt kærustupar og hafa alla tíð hvatt mig áfram og stutt mig í því sem ég tek mér fyrir hendur. Þau eru líka gagnrýnin á það sem ég geri en við tölum mikið saman og erum miklir vinir. Þau eru sjálfum sér samkvæm, óhefðbundin og opin fyrir nýjungum, gera vel það sem þau taka að sér og eru góðir og ræktarsamir vinir vina sinna. Allt þetta í fari þeirra, og miklu meira til, tek ég mér til fyrirmyndar í mínu eigin lífi. Ég hef, sem fullorðin mann- eskja, forgangsraðað hlutum á svipaðan hátt og þau, hvað varðar fjárhagsmál, skyldur og ævintýramennsku, og gildismat mitt tekur mið af þeirra. Ég átta mig smám saman betur á því að það fólk sem ég sækist í að vera nálægt og hafa samskipti við, hefur að geyma marga þá eiginleika sem mér finnst mikilvægir í fari foreldra minna, og sækist jafnframt eftir að rækta með sjálfri mér. Góð fyrirmynd finnst mér vera fólk sem er forvitið og vaxandi í lífi sínu. Öflugt en ólíkt fólk Þegar ég lít til baka og velti fyrir mér hverj- ir hafi verið mínar fyrirmyndir eru engin einhlít svör. Ég hef ekki meðvitað átt mér fyrirmyndir, en hins vegar hafa orðið á vegi mínum fólk sem ég hef litið upp til og talið til fyrirmyndar. Ég hef áreiðanlega reynt að tileinka mér eitthvað frá þessu fólki. Fyrst koma upp í hugann tveir afburða kennarar, þær Herdís Egilsdóttir sem var kennari minn í ísaksskóla og Ragnheiður heitin Briem íslenskukennari í MR. Þær áttu það sameiginlegt að hafa ást á viðfangsefninu og leggja sál sína í kennsluna og árangur okkar. Þær gerðu kröfur til okkar, en enn meiri til sjálfra sín. Þetta hvort tveggja kallaði það besta fram i nemendunum. Af þeim sá ég hversu mikilvægt það er að vera heils hugar og óskiptur í því sem maður tekur sér fyrir hendur. Baráttuþrek og örlæti Björgólfs Guðmundssonar ætti einnig að vera okkur öllum til fyrirmyndar. I pólitíkinni hef ég gaman af að fylgjast með því hvernig þeir Geir H. Haarde, Kjartan Gunnarsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson rækja sín störf. Þeir eru mjög ólíkir, en það má læra af þeim öllum. Geir er yfirvegaður og hvers manns hugljúfi, en fastur fyrir, Kjartan gætinn og passasamur á allt sem snýr að hagsmunum og orðspori flokksins, Viíhjálmur er maður fólksins, sem dregur okkur samstarfsmenn sína á hundruði vinnustaðafunda með borg- arbúum og er óþreytandi við að sinna málefn um fólksins í borginni. Svo eru að sjálfsögðu foreldrar mínir og bræður, öll mjög öflugt en ólíkt fólk, sem ég sæki mikið til. Enginn er eyland Svarið mitt við þessari spurningu er ekki frumlegt heldur ofur fyrirsjáanlegt. Stærstu áhrifavaldar í lífi mínu eru þessir: foreldrar, móðurafi (móðuramma mín lést áður en ég fæddist og föðurforeldrar mínir létust þegar ég var mjög ungur svo ég hafði minna af þeim að segja), bræður og frændfólk. Lengi býr að fyrstu gerð, segir máltækið og fólkið sem var mér samferða á helstu mótunarárum mínum hafði þar af leiðandi mest áhrif á mig. Síðan tók við nýtt tímabíl þegar maki kom til sögunnar og fjölskylda makans. Börnin hafa líka haft mikil áhrif á mig og nú eru barna- börn komin til sögunnar og frá þeim koma sterk áhrif. Enginn er eyland, segir máltækið, við erum samfélagsverur. Við erum mótuð af umhverfi og samferðafólki. Kennarar hafa haft áhrif á mig á öllum stigum skólagöngu svo og skólasystkin. Þá hafa ýmsir kenni- menn kirkjunnar haft á mig mótandi áhrif. En sú persóna, sem þó skiptir mestu hvað varðar hinstu örlög mín, verlferð og ham- ingju, er Jesús Kristur, sem dó fyrir syndir mínar og opnaði mér leið til himinsins heims Hann var reyndár ekki íslendingur, en hann er að mínu áliti áhrifaríkasta persóna mannkynssögunnar og hefur átt samleið með íslenskri þjóð í þúsund ár. Hann hefur mótað mig enda þótt ég eigi enn langt í land fullkomnunar. Ég get tekið undir orð Páls postula er hann segir: „Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég 1 trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.“ Undir áhrifum Til að svara þessari spurningu, einsog hún blasir við mér þessa stundina, sendi ég bút úr nýju ljóði. Það er úr væntanlegri ljóðabók Ég stytti mér leið framhjá dauðanum. Undir áhrifum Nei, ekki vilt þú vera kaupmaðurinn sem sópargólfin að morgni dómsdags ekki lögregluþjónninn sem ekur um myrkrið meðfingur á púlsi dapurleikans ekkifanginn sem situr í klefanum ogyrkir ástarljóð sín með tárum. Samtget ég ekki hugsað mér betri áhrifavalda, segi ég við skáldið sem yrkirþetta Ijóð.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.