blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST blaöiö veiði veidi@bladid.net „Það hefur alltaf verið sannfæring mín að hver maður sem teflir greind sinni fram gegn fiski og tapar, á það skilið.“ John Steinbeck fyrir aðeins 5000 krónur! Handbók meö ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Reynisvatn er mjög vinsælt hjá veiðimönnum enda nóg af fiski í vatninu og sjaldgæft að fólk fari tómhent heim. í vatninu er aðallega regnbogasilungur en einnig bleikja. Hægt er að leigja stangir og báta og er aðstaðan tilvalin fyrir starfsmannahópa sem og veislur af ýmsu tagi. Á staðnum er veitingasala, fjöldi grilla, innisalur og útipallar. 561 o752 og 693 7101 | Veiðinámskeiðin hejjast 12. júní, fyrir börn á aldrinum 8-14 ára FISHER'S Motion, Gore-Tex 6 laga Gore-Tex vöðlur og vöðlujakkar. 9 ára reynsla á íslandi. Hafa reynst frábærlega að sögn kröfuharðra neytanda. Toppgæði og gott verð! ''WsHEr^ Dreifing: Vciðihúsið • Hóhnaslóð 4*101 Rcykjavík • Sími: 562 0095 - 898 4047 Víðförull veiðimaður sem hefur veitt gasellur og villisvín Villisvín í hvert mál Björn Leví Birgisson er vanur skotveiðimaður og hefur ferðast um allan heim til að veiða gasellur, villisvín og fleira. Hann viðurkennir fúslega að skotveiðar séu ávanabindandi en segir að minnsti hlutinn af veiðiferð sé að skjóta dýrið, upplifunin af ferðinni sé aðalmálið. „Ég hef verið í skotveiðibransanum í rúmlega tuttugu ár og ég var fyrsti íslendingurinn sem bauð upp á ferðir erlendis til að veiða framandi dýr. Við byrjuðum á því að fara til Rússlands að veiða villisvín árið 1991, áður en Sovétríkin liðu undir lok. Það má segja að ég hafi ekki valið rétt svæði í það skiptið. Við vorum 30 kílómetr- um frá Grosni í Tsjetsjeniu og heyrð- um fallbyssuskothríðina þegar Tsjetsj- enar gerðu sína fyrstu uppreisn. Eftir það var eiginlega of hættulegt að vera á því svæði.“ Ósnortin Moskva Björn segir að það sé erfitt að velja hvaða land sé skemmtilegast að veiða í. „Ætli ég leggi ekki að jöfnu úlfaveiði í Mongólíu og villisvín í Rússlandi. En það er líka vegna þess að við vor- um með fyrstu útlendingunum sem fengu að koma til Kákasusfjalla í Rússlandi. Það höfðu ekki margir út- lendingar farið þarna á undan okkur og þetta var því aldeilis lífsreynsla. Fólkið í Moskvu átti til dæmis hvorki mjólk né sykur út i kaffið sitt. Það má segja að Moskva hafi verið ósnortin þegar við vorum þarna og það eina sem benti til annars var einmanalegt ljósaskilti. Reyndar var nýbúið að opna fyrsta McDonalds-staðinn um þetta leyti. Við keyrðum fram hjá hon- um og þar stóðu á milli 2-300 manns í biðröð að komast inn á staðinn. Fólk var mjög þyrst í vestræn áhrif á þeim tima,“ segir Björn og bætir við að það sé tvennt ólíkt að veiða hreindýr hér heima eða villisvín í Rússlandi. 350 kg viilisvín Björn hefur ferðast til ótal landa til að veiða dýr, til að mynda til Skot- lands, Bandaríkjanna, Noregs og Danmerkur. „í haust mun ég halda áfram að selja skotveiðiferðir erlend- is og i þetta skiptið er stefnan sett á Tyrkland á villisvínaveiðar. Á næsta ári verður farið til Afríku þar sem er mikið úrval veiðidýra. í Tyrklandi eru múslimar í miklum meirihluta en þeir veiða hvorki né éta villisvín. Það er því til mikið af villisvínum í Tyrk- landi og þar eru sennilega stærstu dýr- in sem veiðimenn komast í tæri við i Evrópu í dag. Stór villisvín geta orðið um 350 kíló,“ segir Björn sem þarf svo vitanlega að skilja kjötið eftir í Tyrk- landi. „Við lifum á kjötinu í veiðiferð- inni sjálfri að miklu leyti en restina skiljum við eftir þar. Þegar ég var í Rússlandi var villisvín í morgunmat, hádegismat og kvöldmat flesta daga. Svo láta flestir stoppa höfuðið upp er- lendis og súta skinnið. Tennurnar eru líka hirtar en það er hefð fyrir því að setja tennurnar úr villisvínunum á platta upp á vegg.“ Gasella / Mongólíu veiddi Björn Leví meðal annars gasellu. Rádýr Björn Levímeð rádýr. Komast í snertingu við innfædda „Ég á slæðing,“ segir Björn og hlær þegar hann er inntur eftir því hvort hann eigi mikið af höfðum og öðru á vegg. „Þetta er bara í stofunni hjá mér. Sumir verða hálfhræddir þegar þeir koma hér inn en öðrum finnst gaman að koma inn í svona einkanáttúrusafn. Hér er úlfur frá Mongólíu, gasella frá Mongóliu, kyrkislanga frá Suður-Afr- íku ásamt fleiru. Ég skaut að visu kyrk- islönguna óvart en hún er friðuð. Hún heitir Royal Game og það má enginn nema kóngafólk skjóta hana.“ Þrátt fyr- ir safnið segir Björn að minnsti hluti Þung svín Rússnesku villisvínin geta náð allt að 350 kg þyngd. ferðarinnar sé að skjóta dýrið heldur sé upplifunin sjálf það sem gerir þetta svona skemmtilegt. „Það er ferðalagið til nýrra landa og veran í náttúrunni sem er gjörólík öllu sem við erum vön. Við erum alltaf með innfædda leiðsögu- menn með okkur og kynnumst því menningunni mun betur heldur en einhver venjulegur túristi sem kemst aldrei í snertingu við innfædda." svanhvit@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.