blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2006 blaöið Eg ólst upp á söng- elsku heimili og það er til dramatísk upp- taka af mér þar sem ég, tveggja ára gam- all, syng Sofðu unga ástin mín, þannig að söngáhuginn kom snemma í ljós,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson þegar hann er spurður hvenær sönghæfileikar hans hafi fyrst komið í ljós. „Það var mikil blessun fyrir mig að fá að fæðast inn í fjölskyldu mína. Blessunin felst í þvi að við erum öll ákaflega vel saman skrúfuð, hæfileikafólk hvert á sínu sviði. Pabbi og mamma voru aldrei að neyða okkur systkinin til eins eða neins. Það var engin pressa á mér að fara út í tónlistarbransanna eða verða söngvari. Það var ég sem hafði viljann og þörfina til þess. Vildi verða súperstjarna Hvernig unglingur varstu? „Mín sjálfsvirðing var ekki meiri en sú þegar ég var unglingur að ég leit á sjálfan mig sem brandara. Orðið nörd var þá ekki til í málinu en ég var nörd. Ég hafði ekki sömu áhugamál og hinir krakkarnir og leið bara ágætlega með það. Á meðan hinir strákarnir í bekknum spiluðu fótbolta þá var ég inni í herbergi að borða epli og lesa Ösku- busku, Þúsund og eina nótt og ævin- týri H.C. Andersen. Ég lifði mig inn í Öskubusku og tengdi mig sterkt við hana. Ég teiknaði mikið og naut Á tvítugsaldri upplifði ég það sem mikið frelsi að koma fram sem dragdrottning. Ég fékk aldrei neitt kynferðislega kikk út úr því, eins og svo margir héldu og voru kannski að hneykslast á. Drag er leikhús því þarna urðu að fara saman leikhæfi- leikar, geta, útlit, húmor og útsjónar- semi. 1 dag hafa tímarnir svo sannar- lega breyst og það hneykslast enginn á hommum né dragdrottningum." Frábært að vera hommi Þúferð ekki ífelur með kynhneigð þína. Hvenær uppgötvaðir þú að þú vœrir hommi? „Á sama tíma og þú uppgötvaðir að þú værir gagnkynhneigð." Hvernig finnst þér að vera hommi? „Mér finnst frábært að vera hommi. Það er skemmtilegt og fyndið og á sama tíma kemur það „Ég vissi nákvæmlega hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Ég vildi verða súperstjarna sem myndi breyta heim- inum. Ég vildi sjá nafnið mitt uppi á ljóstaskilti. Ég vann að því eins og brjálæðingur og draumur minn rættist." þess að vera einn og geri enn. Mínar bestu stundir eru þegar ég er einn að dúlla mér. Mín albesta skólun í lífinu var að fara í leiklistartíma í Menntaskól- anum við Hamrahlíð. Þar lærði ég að koma fram og ég hef notið góðs af því allar götur síðan. í kórnum hjá Þorgerði Ingólfsdóttur lærði ég ýmis- legt hvað varðar tónlist, til dæmis að fyrsta orðið í sungnum texta skiptir öllu máli ætli maður að ná til hlust- enda sinna. Ég vissi nákvæmlega hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Ég vildi verða súperstjarna sem myndi breyta heiminum. Ég vildi siá nafnið mitt uppi á ljóstaskilti. Eg vann að því eins og brjálæðingur og draumur minn rættist." Þú komst fram sem dragdrottn- ing um tíma. Hefurðu gaman af að hneyksla? „Eg er orðinn 36 ára gamall en er enn þá prakkari. Þegar ég lít til baka þá var ég stundum að hneyksla fólk án þess að innistæða væri fyrir því. En ef það þótti hneykslanlegt að vera hommi sem fór í drag árið 1990 þá segir það mér meira um þá sem hneyksluðust heldur en mig. mér dæmalaust mikið á óvart hvað það er venjulegt að vera hommi. Samkynhneigð fylgir nefnilega al- veg nákvæmlega sama uppvaskið og hjá gagnkynhneigðu fólki og sömu skúringarnar." Þú ert rómantískur, erþað ekki? „Hluti af mér er rómantískur en það hefur ekki reynt á það lengi. Ég á engan karl.“ Langarþig ekki til þess? „Jú, ég held að ég hafi aldrei verið jafn tilbúinn á ævinni til að eignast karl. Mér finnst eins og karlmenn í kringum mig séu dálítið hræddir við mig. Kannski er það vegna þess að undanfarin tólf ár hef ég verið að heimta ákveðna athygli og þetta er án efa ein afleiðing þess. Þeir koma allavega ekki til mín að fyrra bragði. Ég hef notið mín í sviðsljósinu og af ásettu ráði passaði ég lengi upp á það að ekki væri þláss fyrir karlmann í lífi mínu. Sennilega var þetta flótti frá nánd. Ég var dauðhræddur við skuldbindingar. En ég er að lagast. Síðustu tvö árin hef ég meðvitað verið að reyna að búa til pláss fyrir annan einstakling til að hann geti upplifað þetta frábæra líf með mér og ég með honum. Sá karlmaður

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.