blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 38
38
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2006 blaöiö
fólk
folk@bladid.net
HVAÐ FINNST ÞER?
Tekur þú með þér sundföt í Galtalæk?
„Já, éggeri það enda gott ad vera léttklæddur ísólinni. Hins vegar ráðlegg
ég öllum, hvcrt á land seni Jieir stefna, að taka ineð sér regnhltf því að
þannig er spáin."
m
Sigurður Þ. Ragnarssoit,
veðurfréttamaður.
Sigurður, eða Siggi Stormur,
verður í Gaitalæk um helgina. Spá
hans um hitabylgju yfir helgina
virðist varla ætla að ganga eftir.
Smáborgarinn
Ólafur Egill Egilsson leikari
verður fjarri Islandsströndum um
þessa Verslunarmannahelgi þar
sem hann er á leikferðalagi um
Evrópu ásamt félögum sínum í leik-
hópnum Vesturporti. „Samkvæmt
fjölskylduvenju verð ég að vinna
um Verslunarmannahelgina,“ seg-
ir Ólafur og kímir en hann er sem
kunnugt er sonur Stuðmannsins
Egils Ólafssonar og Tinnu Gunn-
laugsdóttur Þjóðleikhússtjóra.
„Að þessu sinni verð ég í Gdansk
að leika Rómeó og Júlíu fyrir Pól-
verja. Vesturport er búið að fara
víða í sumar, nú þegar erum við
búin að heimsækja Þýskaland og
England og þegar leikárinu lýkur
verðum við búin að fara til Pól-
lands, aftur til Þýskalands og svo
til Noregs,“ segir Ólafur Egill.
Saknar Verslunarmanna-
helgarinnar ekki sárlega
Ólafur Egill tekur undir að Vestur-
portsævintýrið hafi undið all hressi-
góðar minningar tengdar ferðum
með Stuðmönnum þegar hann var
barn að aldri. „Það var hefð fyr-
ir því að fjölskyldur Stuðmanna
kæmu með þegar Verslunarmann-
arhelgargaleiðan lagði úr höfn.
Ég man sérstaklega eftir Eðlunni,
sem var rúta sem var búin rúm-
um og við hösuðumst aftur í á
meðan hringlað var frá einu balli
til annars. Eg fékk þess vegna að
heimsækja fornfræg Verslunar-
mannahelgarvígi eins og Eyjar og
Húnaver í algleymi, svo ekki sé
minnst á Atlavík þar sem ég naut
þess heiðurs að sitja til borðs með
Ringo Starr. En við það borðhald á
bítillinn að hafa sagt, þegar borið
var á borð fyrir hann eðal rauðvin
aðflutt úr vínkjallara Hótel Holts
og sérvalinn risahumar, „I dont
eat anything that crawls“ svo bað
hann um klúbbsamloku og bragð-
bætti rauðvínið með kóki, alþýð-
legur að vanda“ segir Ólafur Egill
Egilsson að lokum.
lega upp á sig en honum þykir engu
að síður alltaf jafnskemmtilegt að
starfa með leikhópnum. „Þetta er
svo frábær hópur af vinum og sam-
ferðarfólki sem hefur gaman hvert
af öðru og gaman af því að vinna
saman og það er nú það sem skiptir
máli. Það er í raun sama hver vinn-
an er, maður getur ekki beðið um
meira en það að vinna með góðu
fólki," segir Ólafur Egill sem finnst
ekki mjög miður að fara á mis við
íslenska verslunarmannahelgarst-
emningu að þessu sinni.
„Það er auðvitað alltaf frábær
geðsýkisstemning á íslandi um
Verslunarmannahelgina en ég
sakna hennar ekkert sérstaklega
þetta árið. Kannski var þetta
einna skemmtilegast þegar maður
var yngri og það var metnaðarmál
að taka sem mestan þátt í tryll-
ingnum,“ segir hann.
Hitti Ringo Starr
Ólafur Egill á engu að síður
TÍMI OG
PENINGAR
Smáborgarinn er stórhuga
í eðli sínu og hefur útbúið lista
yfir það sem hann ætlar sér að
afreka áður en hann geispar
golunni og kemur sér fyrir
hinum megin foldar. Á þessum
lista kemur meðal annars fram
að Smáborgarinn ætli sér að
heimsækja öll lönd í Evrópu (33
komin) og allar heimsálfurnar
(tvær komnar). Þá má nefna að
hann ætlar einnig að hlaupa
maraþon og klífa fjallið Kilimanj-
aro í Afríku. Smáborgarinn ætlar
sér sem sagt stóra hluti í lífinu.
Ferðast til Suðurskautslandsins
og hlaupa 42 kílómetra óumbeð-
inn!
Tími virðist kosta
peninga og peningar
virðast kosta tíma.
Ókosturinn við þessar áætl-
anir Smáborgarans er hins vegar
sá, að til þess að hrinda þeim
í framkvæmd þarf bæði tíma
og peninga. Tími virðist kosta
peninga og peningar virðast
kosta tíma. Smáborgarinn er
því í svolítið erfiðri stöðu. Hann
mætir til vinnu þessa dagana,
sest fyrir framan tölvuskjá í tíu
tíma og laumast stundum til að
skoða það sem heimurinn hefur
upp á að bjóða. Myndir frá stór-
borgum, frumskógum, helstu
undrum veraldar og margt fleira
sem Smáborgarinn ætlar sér að
sjá berum augum. Sem stendur
verður tölvuskjárinn að duga.
Smáborgarinn leyfir sér samt
sem áður að dreyma. Þegar
hann er búinn að vinna stóra
pottinn í lóttóinu mun hann láta
drauma sína rætast. Einhver
hvíslaði samt að Smáborgar-
anum að til þess að vinna í
lotteríum þarf að kaupa miða.
Smáborgarinn hefur hins vegar
ekki lagt það í vana sinn að
kaupa miða og finnst ólíklegt að
breyting verði á því. Ætli hann
verði því ekki að leggja litla upp-
hæð til hliðar í hverjum mánuði
eins og aðrir smáborgarar til
þess að láta fyrirhuguð ferðalög
verða að veruleika. Var það ekki
Bítillinn John Lennon sem sagði
„Life is what happens to you
while you’re busy making other
plans“? Þetta eru orð að sönnu.
SU DOKU talnaþraut
Lausn síðustu gátu:
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum
frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir (hverri Ifnu, hvort sem er lárétt eða
lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan hvers niu
reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út
frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins:
9 5 8
3 7 9 8
2 4 6 8 1
4 8 9 1
1 3 4
5 2 3
8 7 5 4 6
1
9 5 7
5 8 4 7 6 1 3 9 2
6 2 3 9 8 5 4 1 7
7 9 1 2 3 4 5 6 8
3 1 5 6 2 9 7 8 4
9 4 6 8 5 7 1 2 3
8 7 2 1 4 3 6 5 9
1 5 9 3 7 2 8 4 6
2 3 8 4 1 6 9 7 5
4 6 7 5 9 8 2 3 1
Ég var að flytja inn við hliðina.
Hvar geymirðu sláttuvélina?
HEYRST HEFUR...
Almælt er að Árni Johnsen
hyggist fara í prófkjör sjálf-
stæðismanna í Suðurkjördæmi,
enþannigvill
hann fá uppreisn
æru eftir að hafa
komist svo eftir-
minnilega í kast
við lögin um árið.
Segja kunnugir að Árni hafi
verið búinn að ákveða að fara í
prófkjörið nánast jafnskjótt og
Hæstiréttur staðfesti dóm hér-
aðsdóms og þyngdi refsinguna
í tveggja ára fangelsi í aðdrag-
anda síðustu alþingiskosninga.
Nú gengur um kjördæmið und-
irskriftalisti, þar sem skorað er
á Árna að gefa kost á sér. Ekki
er ljóst um viðtökurnar þó vafa-
laust sjái ýmsir aumur á Árna,
en undirskriftalistarnir munu
frá honum ættaðir...
TV K innihlutinn í bæjarstjórn-
IVXinni á Bolungarvík vill
fá rökstuðning fyrir ráðningu
Gríms Atlasonar í stöðu
bæjarstjóra og telur að gengið
hafiveriðfram
hjá fólki, með
*«•» betri menntun og
■ reynslu. Grímur,
sem ekki hefur
enn tekið við starf-
inu, er þroskaþjálfi að mennt
en hefur auk pólitískra afskipta
getið sér gott orð fyrir skipu-
lagningu tónleika og ámóta
menningarviðburða. Fyrir nú
utan það að slá bassagígjuna
með dr. Gunna sjálfum. Þar
vestra efast menn ekki um að
Grímur og hans góða kona,
Helga Vala Helgadóttir, geti
orðið menningarlífinu í Vík-
inni lyftistöng, en setja spurn-
ingarmerki við stjórnunarhæfi-
leikana á öðrum sviðum...
Samfylkingin hefur verið
gagnrýnd fyrir málefnaflökt
og óljósa stefnu, en Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar, hefur raun-
ar tekið undir að nokkuð sé til
í því. Mörgum
þótti því einkenni-
legt að heyra
formanninn segja
það í fréttum
NFS á miðviku-
dagskvöld, að Evrópustefna
Samfylkingarinnar væri í raun
afgangsstærð. Ingibjörg Sólrún
lýsti mikilvægi þess að ísland
gengi í ESB og tæki upp evruna
við fyrstu hentugleika en þegar
hún var hún spurð að því hvort
Samfylkingin gerði ESB-um-
sókn að skilyrði fyrir ríkisstjórn-
armyndun kom á daginn að
svo var alls ekki. Spyrja menn
hvað sé þá eftir af grunnstefnu
Samfýlkingarinnar...
Samfylkingunni hefur ekki
auðnast að rífa sig upp úr
lægðinni ef marka má Þjóðar-
púls Gallups. I Staksteinum
Morgunblaðsins er vikið að
þessu og bent á að Vinstrigræn-
ir séu alls ekki langt frá því að
komast upp að
hlið Samfylking-
arinnar í fylgi.
Fari svo er stóra
spurningin hvort
Steingrímur J.
Sigfússon muni gjóa augunum
til vinstri eða hægri...
andres.magnusson@bladid.net