blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2006 blaðið tíska „Eg klæöi mia fyrir ímyndina. Ekki fyrir sjáTfa mig, almenning, tískuna eða karlmenn.“ tiska@bladid.net „Marlene Dietrich. Kvenleg fegurð Sýr Botticellis á kvenlega fegurð hefur enn þann dag ídag mikil áhrif. Fæðing Venusar Rautt hár hefur mjög sterka merk- ingu í huga okkar. Það hefur til dæmis sýnt sig í gegnum aldirnar að rautt hár er hafið upp í hæstu hæðir og líka alveg niður til helvít- is. Listamaðurinn Botticelli málaði stórkostlega mynd af gyðjunni Yen- us á síðari hluta fimmtándu aldar og þar sem Venus er gyðja fegurðar og ástar ákvað listamaðurinn að lita hár hennar ljósum koparhtuðum blæ. Þessi sýn listamannsins á kven- lega fegurð hafði mikil áhrif þá og hefur enn í dag. Þar sem pistillinn snýst um hár þá er áhugavert að líta hvaða háralit hann kaus að nota á Venus. I daglegu tali myndi liturinn líklega fá nafnið ljósrauður. Betra væri líklega að kalla hann bjartan eða ljósan kopartón. Sumarroði Til að framlengja sumarið er sterkur leikur að koma við á hár- greiðslustofunni í hádeginu og biðja um skol sem þvæst úr á nokkrum vikum. Liturinn yrði í anda Venus- ar með sinn bjarta koparlit. Biðjið aðeins um örþunna slikju sem breytir ekki grunnlit hársins heldur bætir töfrum þess sem fylgir því að teljast rauðhærð. Rauðhærð án þess að hugurinn hvarfli að Línu Lang- sokk eða Brie Van De Kamp í sjón- varpsþáttunum Aðþrengdum eigin- konum. Venusarliturinn kemur vel út í ljósu hári og er góð tilbreyting frá ljóskuútlitinu. Sumarið er líka rétti tíminn því það er auðveldara að leika sér með háralitinn þegar það er meiri litur í andlitinu heldur en þegar hinn föli vetrarlitur verður viðvarandi. Þunn koparslikja lyftir dökku hári upp og það er auðvelt að ímynda sér hvað endurkastið verður fallegt þegar sólin skín á kopartóninn. Rauðkusýning Máttur rauða hárlitarins hefur verið kenndur við guðdómlega feg- urð og djöfulinn sjálfan í gegnum tíðina. 1 galdrafárinu á 16. og 17. öld voru allt að á annan tug þúsunda kvenna brenndar á báli í Evrópu og margar þeirra voru rauðhærðar. Þær voru dæmdar fyrir að hafa ver- ið í slagtogi við djöfulinn og að vít- islogar helvítis hafi litað hár þeirra. Engum sögum fer af rauðhærðum karlmönnum á þessu tímabili. Þessa dagana er sýning Nínu Gautadóttir af safni mynda sem hún hefur haldið til haga í Galdra- safninu á Hólmavík. Myndirnar eru þó ekki af nornum heldur af rauðhærðum konum eins og lista- mennirnir túlkuðu þær hver á sín- um tíma, allt frá forn-Egyptum og fram á okkar dag. Sýningin stendur til 15. september 2006. Það er gott að koma þar við fyrir þá sem eru ekki vissir hvort þeir ættu að breyta til í háralit í nokkrar vikur. Nú er um að gera að taka stökkið og verða ódauðleg rauðka í sumar því þessa dagana er engin hætta á að lenda á galdrabáli. Vel búin um helgina Mér finnst rign Fyrir nokkrum árum lét'u fáir sjá sig í lopapeysum, flís- dag tekur útivistarfatnaður mið af tískunni og nútíma- peysum eða regngöllum enda var það talið yfirmáta fólki. Aukin hreyfing og útivist landsmanna hefur auk hallærislegt. Ef einhver sást í lopapeysu á Laugavegin- þess skapað markað fyrir hentugar og flottar flíkur. um var sá hinn sami annaðhvort sveitalubbi eða útlend- Verslunarmannahelgin er sú helgi sem flestir þurfa að ingur. í dag er öldin önnur og lopapeysur og flíspeysur vera vel búnir, enda aldrei að vita hvenær veðráttan eru algeng sjón á Laugaveginum. Útivistarfatnaður er breytist. Blaðið fór á flakk og skoðaði úrvalið í verslun- í tísku enda hefur snið þeirra og útlit breyst töluvert. I um borgarinnar. Góður Tilvalinn jakki frá The North Face fyrir karlkynið í rigningunni enda vill enginn blotna. Jakkinn fæst i Útilíf og kostar 15.990 krónur. Svört og sæt Sædís er æðisleg svört ullarpeysa sem stelpurnar eru brjálaðar í. Sæ- dís fæst í Cintamani Center og kostar 19.990 krónpr. Vatns-og vindheldur (EFRI) Björg er þriggja laga jakki sem andar og er auk þess vatns- og vindheldur. Björg fæst í Cintamani Center og kostar 24.990 krónur. Þurrir leggir Glæsilegar sjóbuxur sem halda leggjunum þurrum. Buxurnar fást í 66°Norður og kosta 4.233 krónur. Fullkomið flís Nær fullkominn flísjakki sem er 98% vindheldur og hleypir því 2% af vindinum i gegn til að mynda hringrás lofts. Jakkinn er til íherra- og dömusniði, fæst í 66°Norð- ur og kostar 17.800 krónur. Andandi jakki Steinar erþriggja laga jakki sem andar og er vatns- og vindheldur. Steinar fæst í Cintamani Center c kostar 27.990 krónur. Skvísan Þægilegar og flottar kvartbuxur frá The North Face fyrir skvísurnar. Buxurnar fást i Útilíf og kosta 6.990 krónur. Nauðsynjavara Það er nauðsynlegt að eiga góðan regnstakk á Islandi og þessi er til í þremur litum. Stakkur- inn fæst í 66°Norður og kostar 950 krónur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.