blaðið - 23.08.2006, Page 18

blaðið - 23.08.2006, Page 18
26 4 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 blaöið heimili heimili@b!adid.net góði liirðirinn Skreytingar fyrir barnaafmæli Ef þú ert að fara að halda barnaafmæli bráðlega þá er um að gera að hafa það ofarlega í hug hver stjarna dagsins er, sjálft afmælisbarnið. Til að gera hana/hann eins ánægða með veisluna og völ er á, gæti verið tilvalið að velja uppáhalds litinn hans/hennar og upphafsstafinn í nafninu og nota svo þetta tvennt til þess að skreyta það sem tilheyrir í góðri veislu, t.a.m kök- una, boðskortin og veisluborðið sjálft. Til að gera gott betra skaltu leyfa litlu stjörnunni þinni að taka þátt í undirbúningnum og hafa áhrif á útkomuna. Leyfðu henni að koma með hugmyndir og prófaðu að vinna úr þeim eins vel og hægt er. Þemu sem hægt er að vinna út frá í barnaafmæli eru t.a.m. árstíðir, uppáhaldsdýr, uppáhaldslitur og nafn. Veiðiferð til Köben Ertu á leið til Kaupmannahafnar? Þá gæti svo farið að þú kæmir þar auga á einhver falleg hús- gögn sem þig langaði að taka með heim. í Kaupmannahöfn er mikið úrval af antikverslunum og svoköll- uðum skranbúðum sem oft selja fallega muni á mjög góðu verði. Á vefsíðunni www.aok.dk (alt om Kobenhavn) er hægt að fræðast um allt sem er að gerast í Kaup- mannahöfn. Þar er m.a að finna ítarlegan lista yfir margs konar verslanir en á síðuna eru skráðar a.m.k. 144 antikverslanir sem eru víða um borgina. Það ætti því enginn að lenda í vandræðum með að finna gamla muni þegar farið er til Köben í antikveiðiferð. Rifsber Nú er berjatímlnn kominn en i okkar fábrotnu berjaflóru eru rifsberin einna algengust. Prófið að setja nokkur rifsber i i könnu af köldu vatni, notið þau til að sk rétti eða gerið úr þeim dýrindis sultu sp>« með uillibráð. Tugir bíða þegar opnað er Mikil ásókn í Góða hirðinn gossinu. miii _ að fimmtiu manns bíða stundum fyrir utan Góða hirðinn á hádegi og hlaupa \ svo inn þegar opnar. iHMMil Imll —1 ii ii iii Myndir/Eggert Anna Kristín Jakobsdóttir hefur ver- ið verslunarstýra í Góða hirðinum í þrjú ár. Hún segir fjörutíu til fimm- tíu manns, bíða fyrir utan verslun- ina dag hvern áður en opnar. Tekurðu eftirþví að þiðfáið meira af vörum í góðceri og minna þegar það er samdráttur? „Við erum alltaf að fá mikið af nýj- um og nýlegum húsgögnum og það er jafnt yfir árin, hvort sem það er góðæri eða ekki. Við erum að taka hérna inn upp undir sjö og átta feta gáma yfir vikuna og þeir eru yfirfullir af bæði nýjum og gömlum hlutum. Einu breytingarnar sem við sjáum þessa dagana eru kannski þær að á meðan stóru húsgagnaversl- anirnar halda útsölur, þá eru margir sem fara í það að endurnýja heima hjá sér og við það kemur mikið af góðum vörum hingað inn til okkar.“ Manstu eftir því að hafa tekið eitt- hvað upp sem þér þótti ótrúlegt að fólk vildi losa sig við? „Já, við erum alltaf að fá einhverja hluti hingað inn sem við verðum steinhissa á að fá. Til dæmis höfum við fengið hingað mjög falleg mat- arstell frá Bing og Gröndahl, alla Studio línuna frá Rosenthal eins og hún leggur sig, við höfum verið að fá Lazy-boy stóla úr leðri sem sér ekki á, sófasett sem sér ekki á... kannski ekki einu sinni orðin hálfs árs göm- ul. Uppþvottavélar... ég gæti í raun haldið endalaust áfram. Það er svo mikið sem við erum að taka inn hérna og oft erum við steinhissa." Seljast þessir munir ekki tuttugu mínútum eftir að búðin opnar? „Jú, jú. Það er alltaf röð af fólld sem bíður hér fyrir utan búðina áður en hún opnar í hádeginu. Þetta eru svona fjörutíu til fimmtíu manns sem standa á hverjum degi og bíða. Það er eins og Elko sé með útsölu. Við teljum þetta oft að gamni okkar og þetta eru eins og ég segi... fjöru- tíu til fimmtíu manns. Alls konar fólk. Uppúr og niðrúr, þjóðfélags- stiginn eins og hann leggur sig. Líka fólk sem er í Kolaportinu, fólk sem er að leita inn í gömul stell... náms- menninirnir koma mikið, sérstak- lega fólk utan af landi sem er að leita sér að leiguíbúð og vantar húsgögn. Ástæðan fyrir þessu er sú að fólk- ið veit að við erum að fylla á úr nýj- um gámi frá átta á morgnana og þar til við opnum á hádegi." Hvernig er verðlagningin þarna hjá ykkur? Hvað myndirðu t.d. setja á hálfs árs gamla uppþvottavél? Anna Kristín Jakobsdóttir „ tg held að hæsta verð sem ég hefséð hérna var fimmtíuþúsundkall. Það var sett á gamlan handknúinn grammófón sem kom hingað ífullkomnu ástandi með lúðri og öllu.“ „Hún færi á tíuþúsundkall. Einu vörurnar sem við erum að setja ein- hver verð á eru antikmunir sem við sjáum að eru orðnir verulega gaml- ir. Ég held að hæsta verð sem ég hef séð hérna var fimmtíuþúsundkall. Það var sett á gamlan handknúinn grammófón sem kom hingað í full- komnu ástandi með lúðri og öllu. Hann fór bara eins og skot. Svo eru þetta bara tíkallar, fimmtíukall- ar, hundraðkallar. Húsgögn eru kannski svolítið dýrari. Borðstofu- stólar fara á svona fimmtánhundr- uð og upp í tvöþúsund. Sófasett eru á svona átta til tíu til fimmtán eftir því i hvernig ástandi þau eru og hvernig þau líta út,“ segir góði hirð- irinn Anna Kristin Jakobsdóttir að lokum. margret@bladid.net Sænsk einingahús frá Willa Nordic - hönnun og gæði Enginn veit betur en þú hvernig hús hentar þér og þinni fjölskyldu. Pess vegna er góður kostur aö fá hús frá WiHa Nordic. Par er húsið þitt hannað í samvinnu við arkitekta og unnið samkvæmt þínum kostnaöarhugmyndum. Við hjá Nordic hús sjáum um að allt verkiö gangi eftir áætlun. Iki Kíktu á heimasíðu okkar www.nordichus.is og Willa Nordic www.willanordic.se • 203 Kópavogi • a: 660 14 Heitur pottur í kuldanum Eitt af því góða við að búa á íslandi er sú staðreynd að hér er nóg af heitu vatni. Og ef ekki væri fyrir þetta heita vatn, þá gæfist okkur ekki kostur á að fara í sund allan ársins hring, úti um allt land. Annar kostur við heita vatnið er að hér þykir það enginn yfirgengilegur lúxus að eiga heitan pott. Við flesta sumarbústaði eru slíkir pottar og margir hafa þá í garðinum hjá sér. Flestir tengja pottana við sumarsælu en hvernig nýtast þeir á veturna? „Heita potta má nota jafnmikið yfir veturinn og suinarið,“ segir Lilja Guð- mundsdóttir, annar eigenda Atlason ehf sem sérhæfir sig í innflutningi og sölu á m.a. heitum pottum. „Það eina sem þarf að passa er að Heitir pottar Notalegir igarðinn, allan ársins hring. potturinn sé vel einangraður og lok- ið sömuleiðis. Ef fólk er með pottinn í sumarbústað þá þarf að gæta þess að rafmagnið sé í lagi. Ef rafmagn fer af og það líður langur tími á milli, þá gæti farið svo að það frysi í dælunni °g það getur verið mjög slæmt. Ef bústaðurinn er yfirleitt eitthvað not- aður á veturna þá á alls ekki að tæma pottinn, en sé bústaðurinn einvörð- ungu notaður yfir sumartimann þá á að losa allar slöngnr frá dælunni og skrúfa í sundur til að tappa alveg af öUu.“ Eru pottar mikið notaðir við heim- ilifólks yfir vetrartímann? „Já, ef ekki meira en á sumrin. Fólk er alltaf úti um hvippinn og hvappinn á sumrin og í raun fær maður meiri not fyrir hann á köldum vetrarkvöld- um en heitum sumardögum. Síðasta sumar notaði ég t.d. pottinn minn mjög mikið. Mér fannst fátt betra en að Iiggja í hlýjunni og horfa upp í stjörnurnar og norðurljósin," segir Lilja að lokum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.