blaðið - 24.08.2006, Qupperneq 6
6 I FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 blaöið
Þjófnaður:
Uppgjöri stolið
af pítsusendli
Stolið var uppgjöri sem pítsu-
sendill hjá Dominos hafði undir
höndum í gær upp úr eitt.
Samkvæmt lögreglunni var
taska sem sendillinn hafði undir
höndum hrifsuð af honum og
komst þjófurinn undan. Atburð-
inn átti sér stað á Dominos í
Kringlunni.
Engar hótanir voru viðhafðar
né var ofbeldi beitt. Þjófurinn er
ófundinn og málið í rannsókn.
íslenskir stjórnendur:
Sinna vinnu
r * ru
i frnnu
Fjórðungur íslenskra stjórn-
enda getur aldrei slitið sig frá
vinnunni þótt hann sé í fríi.
Þetta eru niðurstöður könn-
unar sem VR gerði meðal um
1.300 stjórnenda á íslenskum
vinnumarkaði.
„Fjórðungur svarenda í könn-
uninni segist alltaf sinna vinnu-
tengdum verkefnum þegar hann
er í fríi, svo sem að svara sím-
tölum og tölvupósti, og rúmlega
þriðjungur til viðbótar segist oft
sinna vinnunni í fríinu.
Tveir íslendingar 1 haldi í Brasilíu fyrir fíkniefnasmygl:
íslendingur var tekinn
með tvö kíló af kókaíni
■ Búinn að vera í brasilísku fangelsi í tvo mánuði ■ Annar sloppinn úr gæsluvarðhaldi
Hlynur Sigurðarson Tveir Islendingar hafa verið teknir iBrasilíu við smygl á
fíkniefnum, annar við með kókaín og hinn með hass.
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
íslenskur maður var handtekinn í
Brasilíu fyrir að vera með tvö kíló
af kókaíni á sér. Maðurinn sem er
23 ára gamall var handtekinn 9. júní
síðastliðinn og situr í brasilísku
fangelsi. Samkvæmt lögreglunni
var maðurinn handtekinn á vegi á
umferðarmiðstöð í Eunápolis í Ba-
hia-fylki sem er í norðvesturhluta
Brasilíu. Hann var á leiðinni til
Salvador sem er- höfuðborg Bahia-
fylkis. Lögreglan stöðvaði hann við
venjubundið eftirlit og fundust þá
fíkniefnin.
Óvenju hreint efni
Maðurinn sem heitir Hlynur Sig-
urðarson og er 23 ára gamall sagði í
yfirheyrslum að hann hefði fengið
fíkniefnin frá ókunnugum manni.
Hann átti að afhenda öðrum
manni í Salvador kókaínið og sagð-
ist hann ekki þekkja þann mann
heldur.
Lögreglan segist ekki trúa sögu
hans vegna þess að kókaínið sem
hann hafði undir höndum var
óvenjulega hreint og því verulega
verðmætt. Því fannst þeim ólík-
legt að ókunnugur maður hefði
treyst honum fyrir svo miklum
fíkniefnum.
Hlynur hefur verið ákærður fyrir
fíkniefnasmygl og situr í brasilísku
fangelsi. Ekki liggur fyrir hvort
búið er að dæma hann en utanrík-
isráðuneyti Islands segist hafa vitn-
eskju um málið.
Kókaínið sem Hlynur var
tekinn með Tveir Islendingur eru
í fangelsum í Brasilíu.
Kominn úr gæsluvarðhaldi
Á sunnudaginn var 29 ára gamall
maður handtekinn á alþjóðlega flug-
vellinum Guarlhos fyrir að reyna
að smygla 12 kílóum af hassi í hátal-
araboxi. Maðurinn hefur verið nafn-
greindur á brasilískum vefmiðlum
og heitir Ingólfur R. Sigurz. f gær
var hann fluttur úr gæsluvarðhaldi
í fangelsið „Centro de Detenc^áo Pro-
visória 11“ sem er i bænum Guarlhos
í Sao Paulo. Þar mun hann verða í 15
daga þar til rannsókn lýkur og svo
mun hann verða dæmdur af dóm-
stólum í Brasilíu.
Ekki er vitað um aðbúnað Ingólfs
en hann mun hafa fengið verjanda á
vegum ríkisins.
Ingólfs getur beðið fangelsisvist
frá 4 til 25 ára. Yfirleitt eru viðurlög
við slíkum brotum 3-15 ár en vegna
þess að Ingólfur reyndi að smygla
fíkniefnum inn í landið þá þyngist
refsiramminn.
Lögmenn - Lögkvinnur
Mig vantar aðstoð við fyrirhuguð málaferli
mín gegn Framsóknarflokknum og Jóni
Sigurðssyni, til ógildingar á formanns-
kosningunni fyrir dómstólum.
Ég bauð mig fram til formanns með lög-
mætum hætti, og er í Framsóknarflokknum.
En framboð mitt var sett til hliðar, og þrætt
fyrir að ég væri í framboði.
Þeir sem vilja aðstoða mig, hafið samband í
síma 551-7767.
Lúðvík Gizurarson hrl.
mmmmaMmammmmmmmmmmmmammmmmmmtmmmummmmummmmmmmmm
Samskipti:
Baulað með
enskum hreimi
Breskir málfræðingar telja að
miklar Iíkur séu á því að kýr bauli
með ólíkum hreimi eftir því í hvaða
landshluta þær hafast við. Þeir
ákváðu að rannsaka málið sökum
þess að kúabændur í Somerset á Eng-
landi hafa haldið því fram að kýrnar
þeirra hafi sérstakan hreim.
Þrátt fyrir að venjulegir borgarar
greini ekki muninn þá hefur kúa-
bændur á Bretlandseyjum lengi
grunað að það sé ekki sama baulið
í kúnum þeirra og að sérstakur
hreimur einkenni einstakar hjarðir.
John Wells, sem er prófessor í hljóð-
fræði við Lundúnaháskóla, kynnti
sér málið og rannsakaði kýrnar í
Somerset. Hann staðfestir staðhæf-
ingar bændanna og segir kýrnar
hafa öðruvísi framburð en aðrar kýr
á Bretlandseyjum.
Breska ríkisútvarpið hefur eftir
Wells að þetta sé ekki óþekkt fyrir-
brigði í dýraríkinu og segir hann til
að mynda vel þekkt að blæbrigða-
munur sé á tísti staðbundinna fugla.
Lögreglumenn:
Reglum fylgt
viö handtökur
Landssamband löreglumanna
segir að umfjöllun um störf
lögreglumanna við framkvæmd
skyldustarfa, meðal annars við
Kárahnjúka, hafi verið einsleit
og til þess fallin að draga úr trú-
verðugleika fagstéttarinnar.
„Við framkvæmd lögreglu-
starfa ber stundum við að
valdbeiting verði nauðsynleg. Er
þess þá jafnan gætt að vandlega
sé farið að reglum og í samræmi
við þær valdheimildir.”
Þjóðskrá:
Má ekki fá
gesti til sín
„Því miður þá færð þú ekki
leyfi til að koma í heimsókn til
okkar,” segir Erla Kristín Halls-
dóttir, starfsmaður Þjóðskrár,
eftir að blaðamaður Blaðsins
óskaði eftir því að fá að kíkja í
heimsókn og forvitnast nánar
um ófullnægjandi umsóknir
atvinnurekenda um kennitölur
útlendinga.
„Erindið var borið undir
ráðuneytisstjóra dómsmálaráðu-
neytisins og hann veitti ekki
heimild fyrir þessu,” segir Erla
en bætti við: „Við erum hins
vegar ánægð með að fjallað sé
um þann fjölda umsókna sem
ekki er í lagi og álagið hjá okkur
er mikið.”
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
fengust ekki skýringar hjá
Þorsteini Geirssyni, ráðuneyt-
isstjóra, áður en Blaðið fór í
prentun.