blaðið

Ulloq

blaðið - 24.08.2006, Qupperneq 24

blaðið - 24.08.2006, Qupperneq 24
24 I GOÐSÖGN ' FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 blaöiö Joan Crawford var Hollywood- leikkona fram í fingurgóma. Hún leit á það sem ákveðið hlutverk að vera Hollywood- leikkona og sinnti því ekki einungis fyrir framan kvik- myndavélarnar heldur einnig í hinu daglega lífi. „Mér finnst yndislegt að vera fræg,“ sagði hún eitt sinn. „Ég fer aldrei út á götu án þess að búast við, gera ráð fyrir og vona að fólk þekki mig og biðji um eiginhandaráritun. Þegar það gerist er ég undirbúin og eins vel klædd og mögulegt er. Og þegar einhver segir: „Þarna er Joan Craw- ford,“ svara ég: „Já, svo sannarlega“.“ Hún átti til að skipta um föt allt að tíu sinnum á dag og á ferðalögum hafði hún með sér allt að þrjátíu ferðatöskur. Hún átti sextán loðfeldi. ,Ég horfi á þá og veit að ég er stjarna," sagði hún. Þegar hún sá hatt sem henni líkaði lét hún gera hann í sex- tán mismunandi litum. Hún átti þrjú hundruð pör af skóm. Alþýðustúlka verður kvikmyndastjarna Joan Crawford fæddist árið 1905 í Texas og ólst upp hjá einstæðri móður. Hún hætti snemma í skóla og vann fyrir sér sem afgreiðslustúlka og símastúlka en gerðist síðan dans- ari. Árið 1925 komst hún á samning í Hollywood. Með tilkomu talmynd- anna fór frægð hennar vaxandi. Hún var vinnusöm, metnaðargjörn og viljasterk. Hún kynnti sér allt sem hægt var um lýsingu því hún vildi líta sem best út á hvíta tjaldinu. Einnig kynnti hún sér starf klippar- ans og kvikmyndatökumannsins enda vissi hún að þeir áttu stóran þátt í því að koma henni á framfæri. Hún vissi sömuleiðis hvað hún sjálf gat og hvað hún gat ekki. Hún ætlaði sér að verða kvikmynda- stjarna til frambúðar og hegðaði sér eins og hún taldi að stjarna ætti að gera. A hverjum morgni mætti hún í kvikmyndaverið vel klædd í fylgd franskrar þjónustustúlku og einkennisklædds bílstjóra. Hún var ómenntuð alþýðustúlka sem breytti sér í glæsilega kvikmyndastjörnu og fór aldrei úr því hlutverki. Hún var trygg vinum sínum og ákaflega örlát. Hún var hraust drykkjumanneskja og var ætíð með vasapela á sér, fullan af vodka, sem að utan var fóðraður í sama lit og föt hennar hverju sinni. Hún var al- ræmd fyrir hreingerningaræði og mátti ekki sjá rykkorn eða óhrein- indi án þess að bregðast illa við sem gerði að verkum að þjónustufólk hélst yfirleitt illa í vinnu hjá henni. Joan Crawford átti rúmlega fjör- tíu ára feril sem kvikmyndastjarna. Hún fór oft með hlutverk kvenna sem urðu að berjast fyrir sínu en fundu loks hamingjuna í örmum karlmanns. Árið 1945 hlaut hún Ósk- arsverðlaun fyrir leik sinni í mynd- inni Mildred Pierce. Hún hætti kvik- myndaleik árið 1970 Fjölskrúðugt ástarlíf Eins og sönn kvikmyndastjarna var hún marggift og átti í fjölda ást- arsambanda, þar á meðal við Clark Gable sem margir telja að hafi verið stóra ástin í lífi hennar. Hún hafði mikinn unað af kynlífi. Hún þótti ansi djarftæk í karlamálum og átti yfirleitt frumkvæði að því að draga menn upp í rúm til sín. Fyrstu þrír eiginmennirnir voru kvikmynda- leikarar: Douglas Fairbanks yngri, Franchot Tone og Phillip Terry. Kvikmyndastjarna fram ífingurgóma Fjórði eiginmaðurinn var forstjóri Pepsi Cola, Alfred N. Steele. Fyrstu þrjú hjónaböndin enduðu með skiln- aði en hjónabandið með Steele entist þar til hann lést árið 1959. Crawford svaf ekki síður hjá konum en karlmönnum. Marilyn Monroe sagði sálfræðingi sínum að hún hefði eytt einni nótt með Joan Crawford. Crawford hefði síðan komið til sín og viljað endurtaka leik- inn en Monroe sagði henni að það vildi hún ekki, hún væri ekki fyrir að stunda ástarleiki með konum. Crawford tók neitun hennar illa. Vonda móðirin Crawford ættleiddi fjögur börn, einn dreng og þrjár stúlkur. Eftir dauða hennar gaf dóttir hennar Christine út endurminningar sínar þar sem hún lýsti móður sinni sem taugabilaðri, drykkfelldri og stjórn- samri konu sem hefði beitt börn Ullarkápur - Vaxbornar kápur Hálfsíðar vattúlpur með hettu VEPtlísHlUL v/Laugalæk » sími 553 3755 blaðiö FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 GODSÖGNI 25 Joan Crawford Hún var ómenntuð al- þýðustúlka sem breytti sér í glæsilega kvik- myndastjörnu og fór aldrei ur því hlutverki. Mér finnst yndislegt að vera fræg “ sagði hún eitt sinn. „Ég fer aldrei út á götu án þess að búast við, gera ráð fyrir og vona að fólk þekki mig og biðji um eiginhandaráritun." sin andlegu og líkamlegu ofbeldi. konusemtókstarfkvikmyndastjörn- Bróðirinn Christopher sagði eftir unnaralvarlega.HúnvarHollywood- útkomu bókarinnar að þar væri leikkona afgamla skólanum og naut ekkert ofsagt og raunveruleikinn þess að vera í sviðsljósinu. Á hvíta hefði verið enn verri. Vinir Craw- tjaldinu sýndi hún oft góðan leik en ford voru margir mjög gagnrýnir styrkur hennar fólst fyrst og fremst á bókina og sögðu hana draga í sérstökum persónuleika þar sem upp alranga mynd af raunveru- viljastyrkurinn og metnaðurinn leikanum. Aðrir vinir Crawford skeinígegn. sögðu að ekki væri hægt að horfa framhjá því að hún hefði verið skelfileg móðir. Bókin hefur haft varanlega skaðleg áhrif á ímynd kvikmyndastjörnunnar. Síðustu orðin Síðustu árin sem Crawford lifði gerðist hún handgengin Vísinda- kirkjunni. Hún hætti að reykja og drekka. Hún tók nærri sér að eldast og átti erfitt með að sætta sig við að kvikmyndaferlinum væri lokið. Þegar hún sá einn daginn vonda ljósmynd af sér í dagblaði varð hún skelfingu lostin. „Ef ég lít svona út þá skal enginn fá að taka mynd af mér,“ sagði hún. Hún gerðist einsetu- kona og hleypti fáum að sér. Hún fékk krabbamein en neitaði öllum verkjalyfjum og lést árið 1977. Þegar hún var að skilja við baðst ráðskona hennar fyrir af ákafa. Síðustu orð Crawford voru til hennar: „Fjand- inn hafi það, þú skalt ekki dirfast að biðja Guð að hjálpa mér.“ í erfðaskrá sinni gerði hún tvö elstu börn sín, Christinu og Christ- opher, arflaus. Þau höfðu ekki reynst henni nægilega hlýðin. Hún hafði verið vön að hafa fulla stjórn á lífi sínu og það hentaði henni engan veginn að eiga börn sem höfðu sjálf- stæðan vilja. Joan Crawford ennþá J\W minnst s e m 4l Bógur Rifjasteik Rif Hryggur m.puru Kótilettur Úbr.Hnakki Gúllash Snitzel Frá fimmtudegi til sunnudags: Grillaður kjúklingur, franskar kartöflur A og 2ja lítra Coce t a .. Láttu kjötiðnadarmenn okkar ráðleqqja þér! UR KJOTBORÐI BÆJARLIND 1 - Sími 544 4510 OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10.00 - 20.00

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.