blaðið - 24.08.2006, Qupperneq 30
30
■ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 blaðið
íþróttir
ithrottir@bladid.net
Atletico á eftir Reyes
Spænskir fjölmiölar greindu frá því i gær að Atletico Madrid væri komið i kapp-
hlaupið um að fá Jose Antonio Reyes. Spánverjinn ungi hefur verið orðaður við
Real Madrid i langan tíma og hefur hann lýst því yfir að hann sé með heimþrá og
vilji leika með liði í heimalandinu. Atletico Madrid er sagt tilbúið að bjðða betur en
Madridingar, sem eru sagðir hafa gert átta milljóna punda tilboð i Reyes.
—
Toppliðið og spútnikliðið Sig-
urvin Ólafsson íharöri baráttu við
Keflvíkinga á dögunum My„rf/Srem>
Logi Ólafsson spáir í íslandsmótið:
Betri fótbolti
■ Hatrömm barátta ■ Brýnt að fjölga liðum
Eftir Björn Braga Arnarsson
bjorn@bladid.net
Logi Ólafsson, fyrrum landsliðs-
þjálfari í knattspyrnu, á von á geysi-
hörðum fallslag fjögurra liða en er
ekki í vafa um að FH-ingar verði
íslandsmeistarar þriðja árið í röð.
„Ég tel fremur litlar líkur á því að
það verði einhver sem ógni FH á
toppnum og ég held meira að segja
að þeir muni klára þetta mjög bráð-
lega,“ segir Logi en bætir við að
styrkleikamunurinn á Hafnarfjarð-
arliðinu og andstæðingum þess hafi
þó minnkað. „Tölurnar tala auðvitað
sínu máli en það má þó segja að leik-
irnir hafi verið jafnari í ár en í fyrra,
mér fannst þeir hafa meiri yfirburði
þá. Hvort það er vegna þess að þeir
séu slakari eða hin liðin betri skal
ósagt látið," segir Logi.
FH-ingar hafa átt erfiðara upp-
dráttar í framlínunni í ár en síðustu
tvö tímabil en Logi er á því að það
séu varnarmenn íslandsmeistaranna
sem hafi verið stoð og stytta liðsins.
,Mér finnst varnarleikurinn hjá FH-
ingum sterkari núna en áður og það
er kannski helst hann sem hefur fært
þeim þessa stöðu á töflunni því þeir
skora minna í ár en í fyrra. Liðið er
mjög þétt og ég held að þeir verði í
engum vandræðum með að landa
þessum titli.“
Af liðunum sem koma næst á eftir
segir Logi ómögulegt að segja til um
hver þeirra séu líklegust til að hreppa
Evrópusætin. „Það geta nú flestöll
önnur lið í deildinni keppt um næstu
sæti, nema þá kannski Akurnesingar
og Vestmannaeyingar. Valur og Kefla-
vík eru kannski líklegust til þess og
KR þarf heldur ekki að vinna neitt
marga leiki til þess að koma sér í
góða stöðu líka,“ segir Logi sem er
á því að Suðurnesjaliðið hafi verið
spútniklið sumarsins. „Keflvíkingar
hafa spilað ágætis fótbolta og eru
með vel mannað lið. Það má kannski
segja að þeir hafi komið mest á óvart
því að menn bjuggust frekar við því
fyrir mót að Valur, ÍA og KR yrðu
þarna fyrir ofan.“
Vantar Eyjahjartað?
Logi er á því að baráttan verði
öllu meiri í suðurhluta stigatöfl-
unnar. Hann segir að þrátt fyrir að
ÍBV sé í erfiðri stöðu á botninum sé
of snemmt að útiloka að liðið geti
bjargað sér fyrir horn. „Eyjamenn
unnu góðan heimasigur á Grind-
víkingum á dögunum og Heimir
Hallgrímsson, þjálfari þeirra, sagði
að ef það væri eitthvert Eyjahjarta í
þessum mönnum þá gætu þeir komið
til baka á endasprettinum og bjargað
12018
•r
15. I UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KARLA
fim. 24. ágúst kl. 18:00 KR - IBV
fim. 24. ágúst kl. 18:00 ÍA - Keflavik
fim. 24. ágúst kl. 18:00 Grindavik - Víkingur
sun. 27. ágúst kl. 17:00 FH - Breiðablik
sun. 27. ágúst kl. 18:00 Fylkir - Valur
13. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KVENNA
mið. 30. ágúst kl. 18:30 Keflavlk - Valur
mið. 30. ágúst kl. 18:30 KR - Þór/KA
mið. 30. ágúst kl. 18:30 Breiðablik - Fylkir
mið. 30. ágúst kl. 18:30 FH - Stjarnan
Tryggöu þér miða á betra veröi á landsbankadeildin.is eða ksi.is
'V- - Landsbankinn
Banki llra landsmanna í 120 ár
sér. En ég hjó einmitt eftir þessari
setningu hjá Heimi því að það eru nú
svo sem ekki margir Eyjamenn eftir í
liðinu og kannski ekki hægt að búast
við því að menn sem koma frá svört-
ustu Afríku fæðist með Eyjahjarta.
En kannski hafa þeir smitast eitthvað
af heimamönnum. Ég vona allavega
að iBV komi og hristi aðeins upp í
þessari botnbaráttu núna í lokin,"
segir Logi.
Hann kveðst hafa síður átt von á
því að ÍA yrði í botnbaráttunni en
segir að þó séu ákveðin atriði sem
vanti upp á hjá liðinu. „Þetta er óvænt
staða sem Skagamenn eru í því að þeir
eru með gott fótboltalið og góða knatt-
spyrnumenn innan sinna vébanda.
En Akkilesarhæll þeirra er kannski
samsetningin á hópnum. Það vantar
sterka pósta í einhverjar stöður og þá
skortir stöðugleika. Fótboltalið þarf
að vera skipað mismunandi týpum
en þeir eru mjög líkir. Skagamenn
hafa löngum verið þekktir fyrir að
hafa stóra og stæðilega menn í sínum
röðum en þeim er ekki til að dreifa
núna. Þetta er frekar lágvaxið lið og
þeir eru ekki sterkir í loftinu eins og
þeir hafa verið oft áður. Það er þó
alls ekki loku fyrir það skotið að þeir
geti bjargað sér á síðustu metrunum.
Þetta getur orðið virkilega hatrömm
barátta milli þessara fjögurra neðstu
liða og eins eru Fylkir og Víkingur
ekki alveg sloppnir úr hættunni."
Greinilegar framfarir
Menn hafa löngum deilt um gæði
íslenskrar knattspyrnu og borið
hana saman við það sem áður var.
Logi segist ekki vera í nokkrum vafa
um að knattspyrnan hér á landi hafi
tekið stórstigum framförum. „Máli
mínu til stuðnings get ég nefnt eitt
dæmi. Ég fór með fyrrum sam-
starfsmanni mínum, Arne
Erlandsen sem þjálfaði með
mér Lilleström á sínum tíma,
að horfa á leik FH og Fylkis
á dögunum. Arne var hér
mikið að skoða leikmenn á
árunum 1999-2001 en hefur
ekki komið síðan og það er
kannski frekar að marka
álit slíkra manna en
okkar sem horfum á
alla leiki. Hann sagð-
istmerkjagreinilega
að mildar fram-
farir hefðu átt
sér stað og
ég er alveg sammála því,“ segir Logi
„Fótboltinn er einfaldlega orðinn
allt öðruvísi. Hér áður fyrr vorum
við með menn í vörninni sem spörk-
uðu boltanum bara í þá átt sem þeir
sneru og voru stundum svo heppnir
að snúa í átt frá eigin marki. íslenskir
knattspyrnumenn eru orðnir miklu
betur spilandi í dag og það er allt
önnur ásýnd á íslenskum fótbolta. Ég
þakka það fyrst og fremst höllunum
og betri aðstæðum til æfinga, en ekki
síður því að menn eru farnir að þjálfa
af miklu meiri þekkingu en áður.“
Brýnt að fjölga í 12 lið
Islenskir knattspyrnumenn fara
í síauknum mæli utan í atvinnu-
mennskuna og vilja margir meina að
gæði íslandsmótsins hafi minnkað
sökum þess. Logi er ekki á því máli.
„Auðvitað væri Islandsmótið ennþá
betra ef allir þessir menn sem eru
erlendis væru að spila heima. En
þetta hefur sína kosti líka. Við fáum
betri fótboltamenn til þess að skipa ís-
lenska landsliðið, enda segir það sig
sjálft að menn sem æfa við bestu að-
stæður og hafa þetta að lífsviðurværi
verða miklu betri en ef þeir væru
hérna heima.
Neikvæða hliðin er kannski sú
að það eru komnir of margir út-
lendingar í mörg liðanna. Starfsum-
hverfið í fótboltanum í Evrópu í dag
er reyndar þannig að það er mikið
af útlendingum alls staðar og það er
ekkert öðruvísi hér. En hér er hins
vegar oft á tíðum verið að flytja inn
menn sem eru ekki góðir og lítið
skárri en ungu mennirnir sem eru á
varamannabekknum. Maður vill þá
kannski frekar sjá þá fara inn á völl-
inn,“ segir Logi.
“Ég hef lengi verið talsmaður þess
að Qölga liðum í deildinni. Þetta
langa undirbúningstímabil er
ekki mannbætandi - keppn-
istímabilið er styttra en und-
irbúningstímabilið og það
er svolítil þversögn í því. Ég
er í miklu sambandi við
útlönd og þaðan fæ ég
ávallt þá gagnrýni
að það sé ekki hægt
að búa til góða og
skemmtilega deild
semerbara skipuð
10 liðum. Að mínu
mati á að fjölga í
12 lið og það með
hraði.“